Fleiri fréttir

Of ung til að stíga ekki reglulega út fyrir þægindaramman

„Mér fannst ég of ung til að vera ekki að takast á við nýjar áskoranir og stíga reglulega út fyrir þægindaramman,,“ segir María Guðjónsdóttir og hlær þegar hún skýrir út hvers vegna hún ákvað í fyrra að sækja um starf framkvæmdastjóra viðskiptaskrifstofu Breska sendiráðsins í Reykjavík. Sem einmitt í þessari viku, þann 9.mars, stendur fyrir viðburði fyrir íslensk fyrirtæki og hagaðila sem hafa áhuga á viðskiptum við og í Bretlandi.

Eiginmaðurinn vakinn af snjallúri á meðan frúin sefur með eyrnatappa

Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, náttúruverndarsinni, ræðismaður Spánar og verðandi amma, uppgötvaði eyrnatappa á næturnar fyrir ekkert svo löngu síðan. Og segir þá snilld. Inga byrjar daginn í tennis og bíður spennt eftir því að verða bráðum amma.

Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni

Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki.

Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl

Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 

Stóra uppsögnin: 22% sjá eftir því að hafa sagt upp vinnunni

Í kjölfar Covid reið yfir atvinnulífið um allan heim bylgja sem aldrei áður hefur þekkst: Stóra uppsgögnin. Þar sem fólk í hrönnum sagði upp störfum sínum. Stundum til að fylgja eftir stórum draumum um róttækar breytingar. Stundum til að gerast giggarar. Stundum til að vinna fjarvinnu Og svo framvegis og svo framvegis.

„Neyt­endur eru hvergi jafn á­nægðir og þegar þeir kaupa bensín hjá Costco“

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að Ánægjuvogin var fyrst mæld og afhent á Íslandi fyrir 24 árum síðan. Mun meira er gert úr mælingunum þar sem áður var aðeins mælt fyrir ánægju viðskiptavina á tveimur til fjórum mörkuðum. Í dag er mælt á fjórtán mörkuðum og því mun fleiri fyrirtæki undir.

Vont veður ömurlegt nema fyrir vinnuveitendur

Veður hefur áhrif á okkur. Við erum í sólskinsskapi á sumrin þegar veðrið er gott og sólin skín. En finnst kannski erfiðara að bretta upp ermar og gera hlutina þegar veðrið er vont, myrkur, snjór og kuldi eins og einkennt hefur veðrið síðustu daga.

Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona

„Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til.

Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó

Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima.

Fólk farið að nota OpenAl gervi­greindina í sam­tals­með­ferðum

Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn.

„Það er geggjað að upplifa þessi Aha! móment stjórnenda“

„Við höldum á svo mörgum boltum á lofti alla daga. Ekki bara í vinnunni, heldur líka þegar að við komum heim. Þess vegna segjum við oft að það að fara til markþjálfa sé eins og að fara úr storminum í lognið,“ segir Anna María Þorvaldsdóttir stjórnendaþjálfi hjá Víðsýni.

Sjá næstu 50 fréttir