Atvinnulíf

Ólínulegir vinnudagar og ólínuleg verkefnavinna

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Margir kannast við að finnast gott að klára ákveðin verkefni á kvöldin eða um helgar. Enda ekkert nýtt að það er á mjög ólíkum tímum sólahrings sem við erum best upplögð til að sinna ákveðnum verkefnum eða skila sem mestu af okkur. Ólínulegir vinnudagar er dæmi um enn sýnilegri valkost á vinnumarkaði í kjölfar Covid.
Margir kannast við að finnast gott að klára ákveðin verkefni á kvöldin eða um helgar. Enda ekkert nýtt að það er á mjög ólíkum tímum sólahrings sem við erum best upplögð til að sinna ákveðnum verkefnum eða skila sem mestu af okkur. Ólínulegir vinnudagar er dæmi um enn sýnilegri valkost á vinnumarkaði í kjölfar Covid. Vísir/Getty

Það á ekki lengur við að tala bara um níu til fimm vinnu eða vaktir.

Að starfa ólínulega frekar en frá níu til fimm eða á vöktum er orðið að sýnilegum valkosti í kjölfar Covid. Það sem ólínuleg vinna felur í sér er að viðkomandi starfsmaður velur á hvaða tíma dags eða dögum hann/hún vinnur verkefnin sín og aðeins er horft til frammistöðu og verkefnaskila viðkomandi. En ekki viðveru. 

Það hentar auðvitað ekki öllu fólki né öllum störfum að máta sig við ólínulega vinnudaga eða verkefni. Fyrir ákveðinn hóp starfsfólks, störf og verkefni, hentar þetta fyrirkomulag hins vegar sérstaklega vel.

Og er jafnvel betra en dagvinnufyrirkomulag.

Því stærsti kosturinn sem fæst af ólínulegri vinnu er að fólk getur unnið hagrætt vinnunni í samræmi við orku þess og/eða lífstíl.

Við könnumst til dæmis öll við það að við erum misdugleg á mismunandi tímum. Sumum finnst til dæmis best að byrja eldsnemma á morgnana, jafnvel klukkan sex. Á meðan öðrum finnst gott að vinna á kvöldin.

Nokkuð mikið er um þetta rætt í miðlum vestanhafs og í Evrópu.

Í umfjöllun BBC Worklife er til dæmis talað um að þessi viðbótar valkostur sé jákvæð þróun enda tryggi hún að fólk sé að vinna þegar það er best upplagt, sköpunargleðin í hámarki, orkan sem mest og afköstin betri en ella.  Sem aftur skilar sér til vinnuveitandans.

Þá segir í umfjöllun FastCompany að ólínuleg vinna geti aukið afköst og skilvirkni til muna hjá þeim hópi fólks sem þetta fyrirkomulag hentar sérstaklega. Því árangurinn sé augljós þegar fólk er að vinna á þeim tíma sem það er best upplagt til þess. Óháð klukkunni eða dögum.

Margt í þessu er þó eitthvað sem gera má ráð fyrir að taki meiri tíma fyrir atvinnulífið að læra á. Til dæmis er á það bent í umfjöllun BBC Worklife að mögulega þurfi að huga sérstaklega að einhverjum ramma sem tryggir að fólk í fjarvinnu taki þátt í ákveðnum teymisfundum eða hugarflugsfundum sé það æskilegt. 

Þá bendir FastCompany á að fólk sem starfar í fjarvinnu og í ólínulegri vinnu þurfi að passa sig til jafns við aðra að taka pásur frá vinnunni þegar unnið er. Sérstaklega pásu frá skjátíma. Eins þurfi fyrirtæki að byggja upp vinnustaðamenningu sem tekur mið af því að ólínulegur vinnutími sé orðinn að hluta í atvinnulífinu og hjá hluta starfsfólks. Vinnustaðamenning þurfi að horfa til þessa til þess að koma í veg fyrir að til dæmis starfsánægjumælingar dvíni eða kulnunartilfellum fjölgi.

BBC Worklife

FastCompany


Tengdar fréttir

Stóra uppsögnin: 22% sjá eftir því að hafa sagt upp vinnunni

Í kjölfar Covid reið yfir atvinnulífið um allan heim bylgja sem aldrei áður hefur þekkst: Stóra uppsgögnin. Þar sem fólk í hrönnum sagði upp störfum sínum. Stundum til að fylgja eftir stórum draumum um róttækar breytingar. Stundum til að gerast giggarar. Stundum til að vinna fjarvinnu Og svo framvegis og svo framvegis.

Fólk farið að nota OpenAl gervi­greindina í sam­tals­með­ferðum

Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×