Á sama tíma getur það gerst að foreldrar ómeðvitað ala upp neikvætt viðhorf barna sinna til vinnu.
Eða ala upp í þeim viðhorf sem hefur áhrif á það hvernig þeim mun síðar ganga eða líða í starfi.
Hér eru sjö sem tekin eru saman í umfjöllun Forbes.
- Kvarta og kveina yfir vinnunni sinni – andvarpa endalaust
- Leysa úr öllum málum sem upp koma hjá krökkunum – þau læra ekki að leysa úr málum sjálf.
- Passa svo vel upp á öryggi og þægindaramma barna sinna að þau verða áhættufælin.
- Eru of fljót að kenna þeim eða leiðbeina. Leyfa þeim ekki að reyna fyrst sjálf.
- Verðlauna og hrósa fyrir allt, ekki aðeins það sem er mjög gott eða framúrskarandi. Fyrir vikið búast þau við hrósi fyrir allt sem þau gera og finnst þau jafnvel ekki standa sig ef þau fá ekki jákvæða endurgjöf.
- Passa upp á að krakkarnir séu aldrei í verkefnum eða aðstæðum sem þeim gætu þótt erfið.
- Setja of mikla pressu á frammistöðu og árangur, til dæmis varðandi einkunnir.