Atvinnulíf

Stemning á heimavelli sem skapast með því að vera með rafrænan viðburð

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Í Covid breyttust allir viðburðir í rafræna viðburði en síðan þá, hafa margir valið að standa áfram fyrir viðburðum rafrænt frekar en að fara í fyrra horf. Bestu íslensku vörumerkin er dæmi um árlegan viðburð sem var fyrst haldinn í miðjum heimsfaraldri og ákveðið var að festa í sessi sem rafrænan viðburð. Markmiðið: Að skapa stemningu á heimavelli þátttakenda.  Myndir sýna verðlaunahafana Blush (efri mynd), Ikea og Krónuna.
Í Covid breyttust allir viðburðir í rafræna viðburði en síðan þá, hafa margir valið að standa áfram fyrir viðburðum rafrænt frekar en að fara í fyrra horf. Bestu íslensku vörumerkin er dæmi um árlegan viðburð sem var fyrst haldinn í miðjum heimsfaraldri og ákveðið var að festa í sessi sem rafrænan viðburð. Markmiðið: Að skapa stemningu á heimavelli þátttakenda.  Myndir sýna verðlaunahafana Blush (efri mynd), Ikea og Krónuna.

Í gær var tilkynnt um það hverjir hlutu viðurkenningar sem Bestu íslensku vörumerkin 2022 (BV). Flokkarnir eru fjórir og miðast við stærð fyrirtækja, hvort starfað er á fyrirtækjamarkaði eða einstaklingsmarkaði og hvort um alþjóðlegt vörumerki er að ræða eða ekki.

Þá var í fyrsta sinn veitt viðurkenningin „Persónubrandr“ til einstaklings sem hefur skapað sterkt vörumerki fyrir sjálfan sig og sá sem hreppti þau verðlaun er tónlistarmaðurinn Herra hnetusmjör.

Þetta er í þriðja sinn sem staðið var fyrir hátíðinni.

Sem fyrst var haldin þegar heimsfaraldur geistaði og allir viðburðir voru rafrænir.

Hátíðin er hins vegar gott dæmi um viðburð sem nú hefur fest sig í sessi sem rafrænn árlegur viðburður. Fyrirkomulag sem nánast þekktist ekki fyrir stærri viðburði fyrir heimsfaraldur.

„Það sem helst vakti fyrir okkur er að leyfa sem flestum að njóta viðburðarins,“ segir Íris Mjöll Gylfadóttir framkvæmdastjóri brandr vörumerkjastofu sem stendur fyrir BV.

Hér má sjá stemninguna sem skapaðist hjá starfsfólki Krónunnar, Herra Hnetusmjör í viðtali hjá Þorsteini Bachmann sem stjórnaði viðburðinum og gleðina sem ríkti innandyra hjá Controlant eftir að verðlaun voru tilkynnt.

Góðu ráðin

Íris segir það ekki hafa verið sjálfgefið að velja rafræna leið sem þá leið til að festa BV í sessi.

„En við teljum okkur hafa dottið niður á formúlu sem virkar vel. Það er við náum að keyra góða dagskrá í sjónvarpi sem jafnframt er gagnvirk þegar verðlaunin eru afhent.“

Þá segir hún að til viðbótar við þá stemningu sem síðustu árin hafa sýnt að rafræni viðburðurinn hafi oft myndað innan fyrirtækjanna sem eru að taka þátt, hafi haft áhrif á að þessi leið var valin.

„Því þetta er leið til að sýna hvað fólk er að vinna gott starf og á réttri leið. Enda skiptir gott vörumerki miklu máli í harðnandi samkeppni hvort sem þú ert fyrirtæki á einstaklings eða fyrirtækja markaði.“

 Eflaust telja margir mun ódýrari leið að standa fyrir rafrænum viðburði fremur en viðburði þar sem fólk mætir á staðinn. Íris segir svo alls ekki þurfa að vera. 

Kostnaður við rafrænan viðburð geti alveg verið sá hinn sami.

Íris segir mikilvægasta atriðið þó liggja í undirbúningnum.

„Rafrænn viðburður krefst meiri undirbúnings og það eru fleiri atriði sem geta farið úrskeiðis og við hvetjum því alla sem hugsa um að halda rafrænan viðburð að huga vel að undirbúningi.

Fyrirtækin sem hlutu verðlaun að þessu sinni eru:

Einstaklingsmarkaður 49 eða færri: Blush

Einstaklingsmarkaður 50 eða fleiri: Krónan

Fyrirtækjamarkaður: Controlant

Alþjóðleg vörumerki á Íslandi: IKEA


Tengdar fréttir

Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt

„Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag.

„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“

„Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×