Fleiri fréttir

Rasistar og tröll nýta sér tækifærið á Twitter

Í kjölfar þess að auðjöfurinn Elon Musk tók yfir stjórn samfélagsmiðilsins Twitter er útlit fyrir að fjölmargir rasistar og nettröll hafi nýtt sér tækifærið til að básúna hatri sínu og leiðindum á samfélagsmiðlinum en Musk segist ætla að leggja mikla áherslu á málfrelsi á Twitter og eru uppi miklar vangaveltur um það hvernig ritstjórn mun fara fram.

Elon Musk orðinn eini eigandi Twitter

Elon Musk, ríkasti maður jarðar, hefur nú eignast samfélagsmiðilinn Twitter með húð og hári. Hann hefur látið reka flesta af æðstu stjórnendum fyrirtækisins.

Hagnaður Meta dróst saman um helming

Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár.

Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin.

Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans

Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri.

Skuld­ir Twitt­er stig­magn­ast við yf­ir­tök­u Musks

Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna.

Ilse Jacobsen er látin

Danski fatahönnuðurinn Ilse Rohde Jacobsen, sem meðal annars þekkt er fyrir hönnun á regnkápum, stigvélum, kjólum og öðrum fatnaði, er látin 62 ára að aldri.

Net­flix bætti upp á­skrif­enda­tap ársins á þriðja árs­fjórðungi

Netflix bætti við sig meira en tveimur milljónum áskrifenda á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Bætingin kemur eflaust einhverjum á óvart en streymisveitan missti tvö hundruð þúsund áskrifendur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og nærri eina milljón áskrifenda á öðrum ársfjórðungi.

Ye kaupir eigin samfélagsmiðil

Listamaðurinn Ye, eða Kanye West, ætlar að kaupa Parler, sem er umdeildur og áhrifalítill samfélagsmiðill, skömmu eftir að hann var bannaður á Twitter og Instagram vegna færslna sem innihalda gyðingahatur. Ye segir samfélagsmiðla ekki halda uppi málfrelsi og því hafi hann keypt eigin miðil.

Støre nýr for­stjóri Advania-sam­steypunnar

Hin norska Hege Støre hefur tekið við sem nýr forstjóri Advania-samsteypunnar. Starfsmenn telja um fjögur þúsund á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Hún tekur við keflinu af Mikael Noaksson sem heldur þó áfram að starfa við hlið Støre og tekur sæti í stjórn samsteypunnar.

Zucker­berg boðar vinnu­fundi í sýndar­veru­leika

Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta.

Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin

Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð.

Porsche verð­mætasti bíla­fram­leiðandi Evrópu

Porsche er orðinn verðmætasti bílaframleiðandi Evrópu. Félagið tók yfir Volkswagen í vikunni og er nú 85 milljarða dollara virði sem samsvarar tólf þúsund milljörðum íslenskra króna.

Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt

Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl.

Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna

Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun.

OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu

Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð.

Twitter sam­þykkir kaup­til­boð Musk

Samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðjöfursins Elon Musk fyrir 41 milljarð bandaríkjadala. Tíðindin bárust í tilkynningu frá fyrirtækinu rétt í þessu.

Musk til í að standa við kaupin

Elon Musk segist til í að standa við fyrirhuguð kaup á samfélagsmiðlinum Twitter. Musk hafði áður neitað að standa við kaupin en tvær vikur eru í að fyrirhuguð réttarhöld vegna meintra samningsbrota fari fram. Stjórn Twitter ætlar að hugsa málið.

Réttar­höld hefjast í máli Bonnesen

Réttarhöld hefjast í dag í máli Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra sænska stórbankans Swedbank, í Svíþjóð. Bonnesen er meðal annars ákærð fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum.

Svindl, skandalar og gagnaleki gætu fellt Credit Suisse

Virði hlutabréfa í svissneska bankanum Credit Suisse hefur aldrei verið lægra og talið er að allt að fimm þúsund manns verði sagt upp í mánuðinum. Fjárhagsstaða bankans er sögð vera afar slæm. 

Sjá næstu 50 fréttir