Viðskipti erlent

WhatsApp lá niðri á heimsvísu tímabundið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
WhatsApp er einn helsti samskiptamáti heimsins.
WhatsApp er einn helsti samskiptamáti heimsins. Rafael Henrique/SOPA Images/LightRocket via Getty Images)

Samskiptaforritið WhatsApp liggur niðri á heimsvísu. Um tveir milljarðar manns nota forritið daglega.

Fjallað er um málið á tæknivefnum The Verge þar sem fram kemur að bilunarinnar hafi fyrst orðið vart í nótt.

Þar er vísað í síðuna DownDetector, sem mælir stöðuna á helstu vefþjónustum heimsins. Þar hafa um sextíu þúsund tilkynningar um að WhatsApp sé ekki að virka sem skyldi borist síðustu klukkutímana. Tilkynningarnar hafa komið úr flestum heimshornum.

Svo virðist sem að notendur eigi í erfiðleikum með að tengjast þjónustu WhatsApp.

Í yfirlýsingu Meta, áður Facebook, til Verge segir talsmaður að vitað sé af vandamálinu. Unnið sé að því að komast fyrir bilunina eins fljótt og auðið er.

Bilanatíðni WhatsApp er ekki há. Þó lá þjónustan niðri á síðasta ári þegar uppfærsla varð til þess að allar helstu þjónustur Meta, þá Facebook, láu niðri í um sex tíma.

Uppfært 10:55 Whatsapp segir að þjónustan sé komin aftur í loftið. Ef marka má tilkynningar á Downdetector varði sambandsleysið í um tvær klukkustundir.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.