Samsung-erfinginn formlega orðinn forstjóri Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 07:42 Lee Jae-yong hefur í raun stýrt Samsung frá árinu 2014. EPA Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur formlega skipað Lee Jae-yong, sem hefur áður hlotið dóm fyrir mútur og fjársvik, í embætti forstjóra fyrirtækisins. Lee hefur um árabil verið æðsti stjórnandi fyrirtækisins á bakvið tjöldin. Má segja að skipunin sé táknræn þar sem með því að setjast formlega í stól forstjóra mun hann taka við þeirri stöðu sem bæði faðir hans og afi hafa áður gegnt. Afi Lee, Lee Byung-Chull, stofnaði Samsung í Seúl árið 1969. Samsung er nú stærsti farsímaframleiðandi heims. Lee var dæmdur fyrir mútur og fjársvik árið 2017. Var hann dæmdur til fangelsisvistar í tvígang fyrir að hafa mútað fyrrverandi forsetum landsins. Lee fékk reynslulausn úr fangelsi í ágúst á síðasta ári eftir að hafa afplánað 207 daga í fangelsi. Moon Jae-in, þáverandi forseti, sagði af því tilefni að lausn Lee væri í þágu þjóðarhagsmuna og óskaði hann jafnframt eftir skilningi almennings. Yoon Suk-yeol, núverandi forseti, náðaði svo Lee í ágúst síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, þar sem tilkynnt er um skipun hins 54 ára Lee, er rætt um óvissu á alþjóðlegum mörkuðum og þörfinni fyrir ábyrgð innan fyrirtækisins og stöðugleika. Með skipuninni verður Lee formlega æðsti stjórnandi tæknirisans, en hann hefur í raun gegnt slíkri stöðu síðan 2014 þegar hann tók við af föður sínum Lee Kun-hee þegar sá veiktist. Hann lést árið 2020. Suður-Kórea Samsung Tengdar fréttir Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58 Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lee hefur um árabil verið æðsti stjórnandi fyrirtækisins á bakvið tjöldin. Má segja að skipunin sé táknræn þar sem með því að setjast formlega í stól forstjóra mun hann taka við þeirri stöðu sem bæði faðir hans og afi hafa áður gegnt. Afi Lee, Lee Byung-Chull, stofnaði Samsung í Seúl árið 1969. Samsung er nú stærsti farsímaframleiðandi heims. Lee var dæmdur fyrir mútur og fjársvik árið 2017. Var hann dæmdur til fangelsisvistar í tvígang fyrir að hafa mútað fyrrverandi forsetum landsins. Lee fékk reynslulausn úr fangelsi í ágúst á síðasta ári eftir að hafa afplánað 207 daga í fangelsi. Moon Jae-in, þáverandi forseti, sagði af því tilefni að lausn Lee væri í þágu þjóðarhagsmuna og óskaði hann jafnframt eftir skilningi almennings. Yoon Suk-yeol, núverandi forseti, náðaði svo Lee í ágúst síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, þar sem tilkynnt er um skipun hins 54 ára Lee, er rætt um óvissu á alþjóðlegum mörkuðum og þörfinni fyrir ábyrgð innan fyrirtækisins og stöðugleika. Með skipuninni verður Lee formlega æðsti stjórnandi tæknirisans, en hann hefur í raun gegnt slíkri stöðu síðan 2014 þegar hann tók við af föður sínum Lee Kun-hee þegar sá veiktist. Hann lést árið 2020.
Suður-Kórea Samsung Tengdar fréttir Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58 Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58
Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent