Fleiri fréttir

Hrun vofir yfir Simbabve

Varað er við bágbornu ástandi í Afríkuríkinu Simbabve í nýrri skýrslu og neyðaraðstoð talin eina hjálpin.

Nýbyggingum fækkar í Bandaríkjunum

1,47 milljón nýjar fasteignir voru reistar í Bandaríkjunum í maí, samkvæmt tölum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Þetta er samdráttur upp á 2,1 prósentustig á milli mánaða og talsvert undir því sem gert hafði verið ráð fyrir. Staðan hefur ekki verið verri í sextán ár.

Beðið eftir Boeing

Annar dagur flugvélasýningarinnar í Le Brouget í Frakklandi stendur nú yfir. Airbus stal senunni í gær með tilkynningu um stóra sölusamninga fyrir jafnvirði rúmra 2.800 milljarða íslenskra króna. Þar á meðal var sala á nokkrum A380 risaþotum frá flugvélaframleiðandanum. Reiknað er með fréttum af stórum sölusamningum Boeing á sýningunni í dag.

Forstjóraskipti hjá Yahoo

Terry Semel, forstjóri bandaríska netfyrirtækisins Yahoo, hefur sagt af sér. Jerry Yang annar stofnandi fyrirtækisins mun taka við. Frá því 2001 hefur Semel verið undir þrýstingi vegna lélegrar afkomu fyrirtækisins.

Olíufundur við strendur Ghana

Breska olíufélagið Tullow Oil greindi frá því í dag að það hefði fundið geysistórar olíulindir á svokölluðu Mahogany-svæði undir ströndum Afríkuríkisins Ghana. Talið er að lindirnar geti gefið af sér 600 milljónir tonna af hráolíu, sem er rúmlega tvöfalt meira en olíufélagið hafði gert ráð fyrir.

Ein ný skilaboð

Helmingur Breta getur ekki lifað af án tölvupósts og er aldurshópurinn 25 - 44 ára háðari póstinum en unglingar. Þetta kemur fram í könnun sem ICM markaðsrannsóknafélagið kynnti í dag.

Kínverjar refsa fyrir ólögmætar lántökur

Kínverska fjármálaeftirlitið hefur sektað og refsað með öðrum hætti 18 starfsmönnum í átta kínverskum bönkum fyrir að lána tveimur ríkisfyrirtækjum nokkra milljarða júana, sem notaðir voru til hlutabréfa- og fasteignakaupa. Ekki var heimild fyrir lánveitingum til kaupanna.

Betri rafhlaða en búist var við

Talsmenn Apple tilkynntu í dag að rafhlaðan í iPhone símanum væri betri en reiknað var með. Hægt verður að tala í átta tíma eða vafra um internetið í sex tíma.

Orðrómur um yfirtöku á Alcoa

Gengi hlutabréfa í bandaríska álrisanum Alcoa, sem meðal annars rekur álver á Reyðarfirði, hækkaði um 2,8 prósent í kauphöllinni í Franfurt í Þýskalandi í dag eftir að breska blaðið Times greindi frá því að ástralska náma- og álfyrirtækiðBHP Billiton sé að íhuga að gera 40 milljarða dala, tæplega 2.500 milljarða króna, yfirtökutilboð í álrisann.

Vefurinn að fyllast

Nú gerast raddir háværari sem segja að veraldarvefur sé óðum að fyllast. Allt frá því að vefurinn varð að veruleika hafa menn velt því fyrir sér hversu miklu og lengi hann getur tekið við.

Verðmætalisti Sþ í smíðum

Nefnd innan Sameinuðu þjóðanna vinnur að smíði lista með 37 af helstu menningar-, og náttúruarfleifðum heims. Lokaval nefndarinnar verður opinbert á fundi í næstu viku. Með þessu framtaki sínu hyggjast Sameinuðu þjóðirnar tryggja til frambúðar vernd og virðingu fyrir verðmætum heimsins.

Sony biðst afsökunnar

Tölvuleikjaframleiðandinn Sony hefur beðist afsökunar á heldur umdeildri notkun sinni á útliti dómkirkjunnar í Manchesterborg. Í skotleiknum Resistance: Fall of Man er dómkirkjan vettvangur hvínandi byssubardaga og blóðsúthellinga. Það þótti kirkjunnar mönnum óviðunnandi.

Rothschild látinn

Guy de Rothschild, höfuð samnefnds fjármálaveldis, lést á þriðjudag, rúmlega 98 ára að aldri.

Velta jókst aukast á fasteignamarkaði

Velta og umsvif á fasteignamarkaði jukust nokkuð á höfuðborgarsvæðinu á milli vikna en í vikunni voru 252 kaupsamningar þinglýstir samanborið við 190 samninga í vikunni á undan. Þá nam heildarveltan 6.897 milljónum króna en hún nam 5.165 milljónum í vikunni á undan, samkvæmt útbirtum tölum Fasteignamats ríkisins.

Eitraðar tannkremseftirlíkingar í umferð

Forsvarsmenn framleiðanda Colgate tannkremsins hafa varað við eftirlíkingum af kremi sínu. Segja þeir að vörur þessar séu heilsuspillindi. Nánar tiltekið eiga kremin að innihalda hættulegt lífefni að nafni diethylene glycol.

Berlínarborg selur í banka

Borgaryfirvöld í Berlín ætla að selja 81 prósents hlut sinn í þýska bankanum Landesbank Berlin til þýska bankans DSGV. Verðmæti hlutarins nemur um 5,35 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 453 milljörðum íslenskra króna. DSGV ætlar í kjölfarið að kaupa allt útistandandi hlutafé bankans.

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Japanski seðlabankinn ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri, sagðist reikna með hóflegum hagvexti á árinu en gaf ekki í skyn hvort vextirnir verði hækkaðir frekar á árinu.

Ebay slítur viðskiptum við Google

Stjórnendur bandaríska uppboðsvefjarins Ebay hafa ákveðið að hætta að auglýsa þjónustu sína á leitarvél Google. Ástæðan er óánægja með ákvörðun Google að fagna nýju netgreiðslukerfi fyrirtækisins á sama tíma og Ebay hélt árlega viðskiptaráðstefnu sína þar sem Google.

Arabar komnir með fjórðung í Sainsbury

Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands.

JP Morgan tryggir nýjar höfuðstöðvar

Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í nýtt háhýsi sem mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður á Manhattan. Bankinn hefur gert leigusamning til næstu 92 ára.

Gæti útrýmt flassinu

Talsmenn Kodak, sem er stærsti filmuframleiðandi í heimi, segja að félagið sé búið að hanna nýja tækni fyrir stafrænar myndavélar sem geri flass nánast óþarft.

Hráolíuverð hækkaði á fjármálamörkuðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Þetta er önnur hækkunin á tveimur viðskiptadögum en verðið hækkað um einn bandaríkjadal á tunnu í gær. Ástæðan fyrir hækkuninni nú er sú að lítil breyting varð á olíubirgðum í Bandaríkjunum á milli vikna.

1,9 prósenta verðbólga á evrusvæðinu

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 1,9 prósent í maí, sem er óbreytt frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga helst óbreytt og í takt við væntingar greinenda.

Spá mikilli aukningu í sölu farþegaþota

Bandarísku flugvélasmiðjur Boeing spá því að sala á farþegaþotum eigi eftir að margfaldast á næstu 20 árum frá fyrri spá. Þeir gera hins vegar ráð fyrir minni eftirspurn eftir risaþotum, sem eru fyrir fleiri en 400 farþega. Gangi spáin eftir eru það ekki góðar fréttir fyrir Airbus en risaþota flugfélagsins tekur um 555 farþega og er á tveimur hæðum.

iPhone styður web 2.0

Talsmenn Apple hafa nú tilkynnt að iPhone, sem fer í sölu í Bandaríkjum í lok þessa mánaðar, muni styðja gagnvirkni á vefnum, eða svokallaða Web 2.0 þróun.

Sony krafið um afsökunarbeiðni

Enska kirkjan hefur krafið Sony um afsökunarbeiðni fyrir að nota dómkirkjuna í Manchester í skotleiknum „Resistance: Fall of man."

Eins og að finna mús á stærð við hest

Fornleifafræðingar í Kína hafa fundið leifar af risaflugeðlu sem var um fimm metra há. Hún líkist frekar fugli en eðlu. Uppgötvunin varpar nýju ljósi á þróunarferli fugla sem virðist vera flóknara en áður var talið.

Líkur á betra boði frá Barclays í ABN Amro

Breski bankinn Barclays er sagður ætla að leggja inn nýtt og bætt yfirtökutilboð í hollenska bankann ABN Amro. Til stóð að greiða fyrir yfirtökuna með hlutabréfum í Barclays en nú lítur út fyrir að hluti kaupverðsins verði greiddur með reiðufé.

Smásala jókst umfram væntingar

Velta í smásöluverslun jókst um 1,4 prósent í Bandaríkjunum á milli mánaða í maí, samkvæmt tölum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna, sem birtar voru í dag. Vöxturinn hefur ekki verið jafn mikil síðan í janúar í fyrra.

SAS selur í flugfélögum

Skandinavíska flugfélagið SAS greindi frá því í dag að það ætli að selja eignahluti sína í þremur flugfélögum í hagræðingarskyni. Hlutirnir eru í Spanair, bmi og Air Greenland. Jafnframt kynnti félagið aðrar hagræðingartillögur sem eiga að spara flugfélaginu 2,8 milljónir sænskra króna, jafnvirði rúmra 25 milljarða íslenskra króna.

Afkoma Zöru umfram væntingar

Spænska félagið Inditex, móðurfélag fatakeðjunnar Zara skilaði hagnaði upp á rúmar 200 milljónir evra, jafnvirði 17 milljarða íslenskra króna, á síðasta rekstrarfjórðungi, sem náði frá febrúar til apríl. Þetta er meiri hagnaður en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir.

Lækkanir á helstu fjármálamörkuðum

Lækkanir voru á helstu hlutabréfamörkuðum í dag eftir að ávöxtunarkrafa bandarískra skuldabréfa til 10 ára hækkaði um 5,27 prósent í gær. Það merkir að verðmæti skuldabréfa lækkar og hefur það ekki verið með lægra móti í fimm ár. Fjárfestar ytra eru sagðir uggandi vegna hækkandi lánskostnaðar.

Til bjargar reykingafólki

Breski bjórframleiðandinn Fuller, Smith & Turner, sem rekur um 200 bari og sex hótel í Bretlandi, ætlar að verja sem nemur hálfum milljarði íslenskra króna til að bæta aðstöðu fyrir reykingafólk fyrir utan krár sínar og knæpur. Reykingabann tekur gildi 1. júlí næstkomandi í Bretlandi og verður þá öllum reykingamönnum úthýst af börum landsins.

Vilja ekki kaupa ABN Amro

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Atticus þrýsti á stjórnendur breska bankans Barclays að draga yfirtökutilboð sitt í hollenska bankann ABN Amro til baka.

Ánægja með stýrivaxtalækkun

Seðlabanki Brasilíu ákvað í síðustu viku að lækka stýrivexti um 50 punkta í 12 prósent. Bankinn hefur lækkað stýrivexti hratt síðastliðin tvö ár með það fyrir augum að blása lífi í einkaneyslu.

Forstjórinn fékk væna launahækkun

Stuart Rose, forstjóri bresku verslanakeðjunnar Marks & Spencer, ætti að hafa tilefni til að brosa þessa dagana. Rose fékk 7,8 milljónir punda í laun og bónusgreiðslur í fyrra. Þetta jafngildir rúmum 990 milljónum íslenskra króna, sem er 68 prósenta launahækkun á milli ára.

Wal-Mart: Leiðandi í dreifingu og tækni

Að öðrum fyrirtækjum ólöstuðum hefur bandaríski verslanarisinn Wal-Mart markað braut á sviði vörustjórnunar í rúm fjörutíu ár. Fyrirtækið hefur staðið sig vel við innleiðingu á upplýsingatækni til að fylgjast með birgðaflæði í vöruhúsum auk þess sem miðlægt dreifikerfi fyrirtækisins þykir til fyrirmyndar. Hafa mörg stórfyrirtæki fetað í fótspor bandaríska risans jafnt hérlendis sem í Evrópu.

Tesco býður í Dobbies

Breski stórmarkaðurinn Tesco ætlar sér stóra hluti með kaupum á garðvörukeðju. Kaupin vekja reiði í Bretlandi.

Krefjast ritstjórnarlegs sjálfstæðis

Ráðandi hluthafar í bandaríska útgáfufélaginu Dow Jones hafa farið fram á að fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch og fjölmiðlasamsteypa hans, News Corporation, veiti ábyrgð fyrir því að ritstjórnarlegu sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Murdoch gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í útgáfufélagið í byrjun maí.

Bjarnamælir á markað

Dýraverndunarsinnar hafa komið höndum yfir nýja tækni í baráttu sinni gegn illri meðferð á björnum. Um er að ræða tæki sem nemur lífræn efni úr bjarnarlíkama. Þekkt er að vörur unnar úr björnum eru notaðar í lyf og aðrar vörur, svo sem sjampó og vín. Viðskipti með birni og efni úr þeim eru ólögleg samkvæmt reglugerð CITES.

Föt sem mæla heilsu fólks

Hópur evrópskra vísindamanna hannar þessa dagana fatnað sem getur mælt heilsu þess sem klæðist þeim. Þessi föt eru þó ekki væntanleg á almennan markað heldur eru þau ætluð nýútskrifuðum sjúklingum, fólki með króníska sjúkdóma og slösuðum íþróttamönnum.

Vilja að Barclays dragi tilboðið til baka

Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hækkaði um 4,5 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum í dag eftir að fjárfestingasjóður þrýsti á hluthafa bankans að falla frá yfirtökutilboði sínu í hollenska bankann ABN Amro.

Markaðurinn í Bandaríkjunum hækkaði í dag

Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum endaði í hærri tölum en hefur gert undanfarna daga. Lækkandi olíuverð og góða fréttir frá fyrirtækjum leiddu til hækkunarinnar en markaðurinn hafði lækkað undanfarna þrjá daga á undan. McDonalds var á meðal þeirra fyrirtækja sem tilkynntu um gott gengi.

Sjá næstu 50 fréttir