Fleiri fréttir Nýtt tilboð komið í ABN Amro Þrír evrópskir bankar undir forystu Royal Bank of Scotland hafa gert 96,4 milljarða dala, 6.163 milljarða íslenskra króna, fjandsamlegt yfirtökutilboð í hollenska bankann ABN Amro. Inni í tilboðinu er tilboð í LaSalle, banka ABN Amro í Bandaríkjunum, sem breski bankinn Barclays gerði skilyrði um að yrði seldur í tilboði sínu. 7.5.2007 09:40 Grænna epli lofað Apple bregst við gagnrýni frá umhverfissinnum. Steve Jobs, forstjóri Apple, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið muni bæta umhverfisstefnu sína á næstunni. Ætlunin sé að fjarlægja eitruð efni úr tækjum frá Apple, þar á meðal Mac-tölvunum, iPod og MP3-spilurum. 7.5.2007 08:00 Netárásir enn algengar Þrátt fyrir að eðli netárása hafi breyst hefur þeim síst af öllu fækkað. Á vef breska ríkissjónvarpsins BBC eru netárásir gerðar að umtalsefni. Netárásir eru þegar tölvuþrjótar koma sér upp svokölluðum bot-tölvum, sem venjulega eru stolnar, og hóta gegnum þær að yfirfylla tölvukerfi fyrirtækja af draslpósti og gagnslausum upplýsingum þannig að þau hrynji. 7.5.2007 00:15 Microsoft og Yahoo að sameinast? Gengi bréfa í bandarísku netveitunni Yahoo ruku upp um 17 prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir að dagblaðið The New York Post birti fréttir þess efnis að í vændum væri samruni Yahoo við hugbúnaðarrisann Microsoft. 4.5.2007 15:32 Draga má úr útblæstri án óhóflegs kostnaðar Hægt er að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda án þess að kostnaður við aðgerðirnar verði óhóflega mikill. Þetta er niðurstaða sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem fundar í Bangkok í Taílandi. 4.5.2007 13:00 Yfirtökutilboð gert í Reuters Gengi bréfa í Reuters, einni stærstu fréttastofu í heimi, hækkaði um 24 prósent við opnun markaða í Lundúnum í Bretlandi í dag eftir að stjórn fyrirtækisins greindi frá því að henni hefði borist óformlegt yfirtökutilboð í félagið. Ekki liggur fyrir frá hverjum tilboðið er. 4.5.2007 09:40 Hráolíuverð óbreytt Lítil breytinga varð á heimsmarkaðsverði á hráolíu við lokun markaða í Asíu í dag. Fjárfestar töldu verðhækkanir í farvatninu í kjölfar þess að skæruliðar myrtu einn mann og rændu 21 einum starfsmanni erlends olíufélags í Nígeríu í gær. Skærur við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu eru tíðar og hafa dregið mjög úr olíuframleiðslu Afríkuríkisins. 4.5.2007 09:05 Tap á rekstri Össurar Össur skilaði 2,7 milljóna bandaríkjadala tapi á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það jafngildir um 184 milljónum króna. Afkoman var töluvert undir spám greiningardeilda bankanna sem gert höfðu ráð fyrir um 300 þúsund dala hagnaði. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 571 þúsund dala. 4.5.2007 06:00 Veltumet slegin hjá OMX Nokkur veltumet voru slegin í OMX-kauphöllunum á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum í síðasta mánuði. 4.5.2007 06:00 Fást við mestu verðbólgu heims Vísitala neysluverðs jókst um 500 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Simbabve í mars og jafngildir það að verðbólga mælist 2.200 prósent. Þetta er sögulegt heimsmet enda hafa hvergi í veröldinni sést jafn háar verðbólgutölur. 4.5.2007 05:15 Murdoch býður í Wall Street Journal Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lagði á þriðjudag fram 5 milljarða dala óformlegt yfirtökutilboð í Dow Jones, útgáfufélag samnefndrar fréttaveitu og bandaríska viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal. Tilboðið svarar til 320,7 milljarða íslenskra króna. 4.5.2007 04:45 Platínumverð úr methæðum Gengi á platínumi lækkaði í framvirkum samningum á mánudag eftir að heimild var gefin til aukins útflutnings á málminum í Rússlandi. Gengið hefur staðið í sögulegu hámarki vegna mikillar eftirspurnar á heimsvísu. Platínum er mikið notað í skartgripi og var óttast um tíma að það myndi skila sér í mikilli verðhækkun á skartgripum. 4.5.2007 04:30 Gott hljóð í bílarisanum Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra og talsvert undir væntingum greinenda á Wall Street. 4.5.2007 04:00 Ofhitnun í Indlandi Indverska hagkerfið sýnir klassísk merki um ofhitnun í efnahagslífinu. Hagvöxtur hefur verið mikill og verðbólga aukist jafnt og þétt. Grípa þarf til aðgerða til að verðbólga fari ekki úr böndunum. Þetta segir í skýrslu alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody‘s um indversk efnahagsmál sem kom út undir lok síðustu viku. 4.5.2007 03:30 Minni bílasala vestra Sala á nýjum bílum dróst saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið með minna móti í tæp tvö ár. Samdrátturinn var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára. 4.5.2007 03:00 Banna sölu á LaSalle frá ABN Amro Hollenskur dómsstóll hefur meinað hollenska bankanum ABN Amro að selja LaSalle-bankann, útibú ABN Amro í Bandaríkjunum. Til stóð að selja bankann til Bank of America fyrir 21 milljarð dala, jafnvirði 1.342 milljóna íslenskra króna, til að greiða fyrir yfirtöku breska bankans Barclays á ABN Amro. 3.5.2007 15:19 General Motors hagnast um fjóra milljarða Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Rick Wagoner, forstjóri bílarisans, segir afkomuna engu að síður á réttu róli. 3.5.2007 14:03 Bjarni hagnaðist um 564 milljónir Bjarni Ármannsson hagnaðist um 564 milljónir króna þegar Glitnir keypti eigin hlutabréf af félögunum Landsýn og Sjávarsýn, sem eru í eigu Bjarna, sama dag og hann lét af störfum sem forstjóri Glitnis. Kaupverðið nam um 6.813 milljónum króna sem var níu prósenta yfirverð þar sem gengið í viðskiptunum var 29 krónur á hlut á sama tíma og gengi Glitnis var 26,6 við lokun markaða á mánudaginn. 3.5.2007 05:45 21. aldar uppreisn Tilraunir til þess að eyða upplýsingum um það hvernig höfundarréttakóði HD-DVD diska er brotinn á bak aftur hafa skilað sér í uppreisn netverja. 2.5.2007 16:20 Hráolíuverðið lækkar á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð og fór undir 64 dali á tunnu á markaði í New York í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri skýrslu sinni að olíuframleiðsla hefði aukist þar í landi í síðustu viku. Þrátt fyrir þetta minnkuðu eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum á milli vikna. 2.5.2007 15:21 Samdráttur hjá bandarískum bílasölum Sala á nýjum bílum dróst mikið saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið minni í tæp tvö ár. Samdrátturin var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára. Hátt eldsneytisverð og verri skuldastaða almennings er helsta ástæða samdráttarins. 2.5.2007 12:00 Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,2 prósent á evrusvæðinu í marsmánuði. Þetta er 0,1 prósentustiga samdráttur á milli ára, samkvæmt nýlegum upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Mesta atvinnuleysið innan Evrópusambandsins mældist í Póllandi, eða 11,4 prósent. 2.5.2007 10:15 Barnamyndir skiluðu vel í kassann Bandaríska afþreyingafyrirtækið Dreamworks skilaði góðum hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Aukningin felst í góðri sölu á DVD-mynddiskum með barnamyndum á borð ðvið Over the Hedge og fleiri myndum. Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Geffen stofnuðu fyrirtækið fyrir 13 árum. 2.5.2007 09:45 Murdoch býður 335 milljarða króna í Wall Street Journal Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch hefur gert 335 milljarða króna kauptilboð í fjölmiðlafyrirtækið Dow Jones & Co, sem á rekur bandaríska dagblaðið Wall Street Journal. Gangi kaupin eftir verður fjölmiðlafyrirtæki Murdochs komið með yfirburðarstöðu í viðskiptatengdum fréttaflutningi. 1.5.2007 17:16 Markaðir í Tyrklandi hríðfalla í kjölfar mótmæla Vísitala tyrknesku kauphallarinnar hélt áfram að falla í dag eftir að ljóst varð að dómstólar þar í landi ætluðu ekki að staðfesta umdeilda forsetakosningu. Tyrkneska líran hélt einnig áfram að veikjast. 1.5.2007 16:12 Hagnaður Danske bank eykst Danske bank skilaði hagnaði upp á tæpa 5,3 milljarða danskra króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 62,5 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 21 prósenti meiri hagnaður en bankinn skilaði á sama tíma í fyrra. Þá er afkoman nokkuð yfir væntingum greinenda í Danmörku. 1.5.2007 10:15 Gallaðar rafhlöður í MacBook Bandaríski tækniframleiðandinn Apple tilkynnti á föstudaginn að rafhlöður í sumum MacBook og MacBook Pro fartölvum sínum væru gallaðar. Þeir segja þó að engin hætta stafi að því að nota rafhlöðurnar áfram. Einn af göllunum sem að um ræðir er að rafhlaðan hleðst ekki þegar að tölvunni er stungið í samband. 1.5.2007 10:00 Sjá næstu 50 fréttir
Nýtt tilboð komið í ABN Amro Þrír evrópskir bankar undir forystu Royal Bank of Scotland hafa gert 96,4 milljarða dala, 6.163 milljarða íslenskra króna, fjandsamlegt yfirtökutilboð í hollenska bankann ABN Amro. Inni í tilboðinu er tilboð í LaSalle, banka ABN Amro í Bandaríkjunum, sem breski bankinn Barclays gerði skilyrði um að yrði seldur í tilboði sínu. 7.5.2007 09:40
Grænna epli lofað Apple bregst við gagnrýni frá umhverfissinnum. Steve Jobs, forstjóri Apple, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið muni bæta umhverfisstefnu sína á næstunni. Ætlunin sé að fjarlægja eitruð efni úr tækjum frá Apple, þar á meðal Mac-tölvunum, iPod og MP3-spilurum. 7.5.2007 08:00
Netárásir enn algengar Þrátt fyrir að eðli netárása hafi breyst hefur þeim síst af öllu fækkað. Á vef breska ríkissjónvarpsins BBC eru netárásir gerðar að umtalsefni. Netárásir eru þegar tölvuþrjótar koma sér upp svokölluðum bot-tölvum, sem venjulega eru stolnar, og hóta gegnum þær að yfirfylla tölvukerfi fyrirtækja af draslpósti og gagnslausum upplýsingum þannig að þau hrynji. 7.5.2007 00:15
Microsoft og Yahoo að sameinast? Gengi bréfa í bandarísku netveitunni Yahoo ruku upp um 17 prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir að dagblaðið The New York Post birti fréttir þess efnis að í vændum væri samruni Yahoo við hugbúnaðarrisann Microsoft. 4.5.2007 15:32
Draga má úr útblæstri án óhóflegs kostnaðar Hægt er að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda án þess að kostnaður við aðgerðirnar verði óhóflega mikill. Þetta er niðurstaða sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem fundar í Bangkok í Taílandi. 4.5.2007 13:00
Yfirtökutilboð gert í Reuters Gengi bréfa í Reuters, einni stærstu fréttastofu í heimi, hækkaði um 24 prósent við opnun markaða í Lundúnum í Bretlandi í dag eftir að stjórn fyrirtækisins greindi frá því að henni hefði borist óformlegt yfirtökutilboð í félagið. Ekki liggur fyrir frá hverjum tilboðið er. 4.5.2007 09:40
Hráolíuverð óbreytt Lítil breytinga varð á heimsmarkaðsverði á hráolíu við lokun markaða í Asíu í dag. Fjárfestar töldu verðhækkanir í farvatninu í kjölfar þess að skæruliðar myrtu einn mann og rændu 21 einum starfsmanni erlends olíufélags í Nígeríu í gær. Skærur við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu eru tíðar og hafa dregið mjög úr olíuframleiðslu Afríkuríkisins. 4.5.2007 09:05
Tap á rekstri Össurar Össur skilaði 2,7 milljóna bandaríkjadala tapi á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það jafngildir um 184 milljónum króna. Afkoman var töluvert undir spám greiningardeilda bankanna sem gert höfðu ráð fyrir um 300 þúsund dala hagnaði. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 571 þúsund dala. 4.5.2007 06:00
Veltumet slegin hjá OMX Nokkur veltumet voru slegin í OMX-kauphöllunum á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum í síðasta mánuði. 4.5.2007 06:00
Fást við mestu verðbólgu heims Vísitala neysluverðs jókst um 500 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Simbabve í mars og jafngildir það að verðbólga mælist 2.200 prósent. Þetta er sögulegt heimsmet enda hafa hvergi í veröldinni sést jafn háar verðbólgutölur. 4.5.2007 05:15
Murdoch býður í Wall Street Journal Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lagði á þriðjudag fram 5 milljarða dala óformlegt yfirtökutilboð í Dow Jones, útgáfufélag samnefndrar fréttaveitu og bandaríska viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal. Tilboðið svarar til 320,7 milljarða íslenskra króna. 4.5.2007 04:45
Platínumverð úr methæðum Gengi á platínumi lækkaði í framvirkum samningum á mánudag eftir að heimild var gefin til aukins útflutnings á málminum í Rússlandi. Gengið hefur staðið í sögulegu hámarki vegna mikillar eftirspurnar á heimsvísu. Platínum er mikið notað í skartgripi og var óttast um tíma að það myndi skila sér í mikilli verðhækkun á skartgripum. 4.5.2007 04:30
Gott hljóð í bílarisanum Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra og talsvert undir væntingum greinenda á Wall Street. 4.5.2007 04:00
Ofhitnun í Indlandi Indverska hagkerfið sýnir klassísk merki um ofhitnun í efnahagslífinu. Hagvöxtur hefur verið mikill og verðbólga aukist jafnt og þétt. Grípa þarf til aðgerða til að verðbólga fari ekki úr böndunum. Þetta segir í skýrslu alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody‘s um indversk efnahagsmál sem kom út undir lok síðustu viku. 4.5.2007 03:30
Minni bílasala vestra Sala á nýjum bílum dróst saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið með minna móti í tæp tvö ár. Samdrátturinn var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára. 4.5.2007 03:00
Banna sölu á LaSalle frá ABN Amro Hollenskur dómsstóll hefur meinað hollenska bankanum ABN Amro að selja LaSalle-bankann, útibú ABN Amro í Bandaríkjunum. Til stóð að selja bankann til Bank of America fyrir 21 milljarð dala, jafnvirði 1.342 milljóna íslenskra króna, til að greiða fyrir yfirtöku breska bankans Barclays á ABN Amro. 3.5.2007 15:19
General Motors hagnast um fjóra milljarða Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Rick Wagoner, forstjóri bílarisans, segir afkomuna engu að síður á réttu róli. 3.5.2007 14:03
Bjarni hagnaðist um 564 milljónir Bjarni Ármannsson hagnaðist um 564 milljónir króna þegar Glitnir keypti eigin hlutabréf af félögunum Landsýn og Sjávarsýn, sem eru í eigu Bjarna, sama dag og hann lét af störfum sem forstjóri Glitnis. Kaupverðið nam um 6.813 milljónum króna sem var níu prósenta yfirverð þar sem gengið í viðskiptunum var 29 krónur á hlut á sama tíma og gengi Glitnis var 26,6 við lokun markaða á mánudaginn. 3.5.2007 05:45
21. aldar uppreisn Tilraunir til þess að eyða upplýsingum um það hvernig höfundarréttakóði HD-DVD diska er brotinn á bak aftur hafa skilað sér í uppreisn netverja. 2.5.2007 16:20
Hráolíuverðið lækkar á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð og fór undir 64 dali á tunnu á markaði í New York í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri skýrslu sinni að olíuframleiðsla hefði aukist þar í landi í síðustu viku. Þrátt fyrir þetta minnkuðu eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum á milli vikna. 2.5.2007 15:21
Samdráttur hjá bandarískum bílasölum Sala á nýjum bílum dróst mikið saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið minni í tæp tvö ár. Samdrátturin var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára. Hátt eldsneytisverð og verri skuldastaða almennings er helsta ástæða samdráttarins. 2.5.2007 12:00
Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,2 prósent á evrusvæðinu í marsmánuði. Þetta er 0,1 prósentustiga samdráttur á milli ára, samkvæmt nýlegum upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Mesta atvinnuleysið innan Evrópusambandsins mældist í Póllandi, eða 11,4 prósent. 2.5.2007 10:15
Barnamyndir skiluðu vel í kassann Bandaríska afþreyingafyrirtækið Dreamworks skilaði góðum hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Aukningin felst í góðri sölu á DVD-mynddiskum með barnamyndum á borð ðvið Over the Hedge og fleiri myndum. Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Geffen stofnuðu fyrirtækið fyrir 13 árum. 2.5.2007 09:45
Murdoch býður 335 milljarða króna í Wall Street Journal Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch hefur gert 335 milljarða króna kauptilboð í fjölmiðlafyrirtækið Dow Jones & Co, sem á rekur bandaríska dagblaðið Wall Street Journal. Gangi kaupin eftir verður fjölmiðlafyrirtæki Murdochs komið með yfirburðarstöðu í viðskiptatengdum fréttaflutningi. 1.5.2007 17:16
Markaðir í Tyrklandi hríðfalla í kjölfar mótmæla Vísitala tyrknesku kauphallarinnar hélt áfram að falla í dag eftir að ljóst varð að dómstólar þar í landi ætluðu ekki að staðfesta umdeilda forsetakosningu. Tyrkneska líran hélt einnig áfram að veikjast. 1.5.2007 16:12
Hagnaður Danske bank eykst Danske bank skilaði hagnaði upp á tæpa 5,3 milljarða danskra króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 62,5 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 21 prósenti meiri hagnaður en bankinn skilaði á sama tíma í fyrra. Þá er afkoman nokkuð yfir væntingum greinenda í Danmörku. 1.5.2007 10:15
Gallaðar rafhlöður í MacBook Bandaríski tækniframleiðandinn Apple tilkynnti á föstudaginn að rafhlöður í sumum MacBook og MacBook Pro fartölvum sínum væru gallaðar. Þeir segja þó að engin hætta stafi að því að nota rafhlöðurnar áfram. Einn af göllunum sem að um ræðir er að rafhlaðan hleðst ekki þegar að tölvunni er stungið í samband. 1.5.2007 10:00