Fleiri fréttir

Hagnaður OR nam 6,8 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi
Tekjur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 jukust um 14% frá fyrra ári og er helsta skýringin auknar tekjur Orku náttúrunnar af raforkusölu til stóriðju. Þetta kemur fram í uppgjöri OR sem gefið var út í dag.

Perla Ösp nýr framkvæmdastjóri Eflingar
Perla Ösp Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Perla Ösp á að baki ellefu ár sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum en sagði upp störfum hjá bankanum fyrir ári.

Pálmi nýr forstjóri Wedo og Anna Jóna tekur við stöðu fjármálastjóra
Pálmi Jónsson, sem fyrr í vetur tók við stöðu rekstrarstjóra Wedo ehf. hefur tekið við sem forstjóri Wedo ehf. Þá hefur Anna Jóna Aðalsteinsdóttir tekið við starfi fjármálstjóra félagsins. Wedo ehf er eigandi Heimkaupa, Hópkaupa og Blands.

Sögu Pizza Hut í Smáralind lokið
Veitingastað Pizza Hut í Smáralind var lokað þann 15. maí og hefur keðjan til skoðunar að hefja rekstur á nýjum stað. Leigusamningur Pizza Hut endaði í mánuðinum og tóku stjórnendur ákvörðun um að framlengja hann ekki.

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Rapyd á Valitor
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna ísraelska fjártæknifyrirtækisins Rapyd og íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Tilkynnt var í byrjun júlí 2021 að Rapyd vildi kaupa allt hlutafé í félaginu af Arion banka fyrir 100 milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarða íslenskra króna.

Ríkið þarf að greiða olíufélögum rúmlega hálfan milljarð
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Skeljungi 448 milljónir króna í dómsmáli sem snerist um endurgreiðslu flutningsjöfnungargjalds. Ríkið þarf jafn framt að greiða Atlantsolíu 86 milljónir vegna sambærilegs máls.

Bein útsending: Viðskiptaþing sett með áherslu á sviptivinda á vinnumarkaði
Viðskiptaþing 2022 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er Tímarnir breytast og vinnan með - Vatnaskil á vinnumarkaði. Hefst dagskráin klukkan 13:30 en þingsetning, ávarp forsætisráðherra og ávarp formanns Mannauðs verða send út í opnu streymi.

Nýjar hugmyndir og nýir frumkvöðlar í nýrri hringrás
Leitinni að áhugaverðustu nýsköpunarhugmynd Norðurlands á sviði matar, vatns og orku lýkur í kvöld þegar dómnefnd sker úr um hvaða ein af sex hugmyndum þykir skara fram úr. Hugmyndasamkeppnin nú er þó bara upphafið á annarri hringrás nýsköpunarstarfs á Norðurlandi.

Miklar lækkanir í Kauphöll ekki í samræmi við raunveruleikann
Miklar verðlækkanir hafa sést í Kauphöllinni frá því í byrjun maí samhliða lækkunum á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Greinandi furðar sig á þessari þróun og segir engar forsendur vera fyrir álíka lækkunum hér í ljósi þess að horfur séu mun betri á flesta mælikvarða.

Edda Björk, Heiða og Ólafur Einar til Carbfix
Edda Björk Ragnarsdóttir, Ólafur Einar Jóhannsson og Heiða Aðalsteinsdóttir hafa öll verið ráðin til Carbfix.

Loka fyrir allar símgreiðslur til Rússlands
Arion banki hefur ákveðið að loka fyrir allar símgreiðslur til Rússlands, óháð því hvort að móttakandi sé á lista yfir þvingunaraðgerðir eða ekki.

Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði
Samherji stendur nú að stækkun Silfurstjörnunnar, landeldisstöðvar sinnar í Öxarfirði. Stefnt er að því að tvöfalda eldisrými og framleiðslu þannig að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn á ári.

Mariam ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone
Mariam Laperashvili hefur verið ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone.

Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“
Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan.

Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna
Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025.

Hagnaður Landsvirkjunar tæpir fimmtán milljarðar
Landsvirkjun hagnaðist um 14,7 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins og tæplega fjórfaldaðist á milli ára. Meðalverð til stórnotenda rafmagns hefur aldrei verið hærra á einum ársfjórðungi í sögu fyrirtækisins.

Stór skref þurfi til að kæla eftispurnina á húsnæðismarkaði
Íbúðaverð heldur áfram að hækka töluvert en forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir rólegri þróun á næstunni samhliða vaxtahækkunum og frekari uppbyggingu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra mun í dag kynna tillögur að aðgerðum til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði.

Tekur við stöðu forstöðumanns Símenntunar HA
Stefán Guðnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri.

Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá
Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun.

Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir
Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því.

Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna
Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag.

Félag fréttamanna og Blaðamannafélag Íslands sameinast
Félagar í Blaðamannafélagi Íslands og félagar í Félagi fréttamanna, stéttarfélagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu, hafa samþykkt að sameina félögin undir merkjum Blaðamannafélags Íslands.

Harpa nýr fjármálastjóri Norvik
Harpa Vífilsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Norvik, móðurfélag BYKO. Hún tekur við starfinu af Brynju Halldórsdóttur sem hefur ákveðið að hætta störfum.

Tryggja sér 300 milljónir króna til að koma jafnréttislausn á alþjóðamarkað
Íslenska fyrirtækið Empower hefur tryggt sér 300 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki og Tennin til að styðja við þróun og markaðssetningu á hugbúnaðarlausninni Empower NOW. Greint var frá þessu í morgun en stefnt er að því að hugbúnaðarlausnin fari á alþjóðlegan markað á næsta ári.

Spá öflugum hagvexti og allt að sex prósent stýrivöxtum í lok árs
Greining Íslandsbanka spáir 5,0% hagvexti á þessu ári sem yrði hraðasti vöxtur frá árinu 2016. Gert er ráð fyrir 2,7% vexti á næsta ári og 2,6% árið 2024.

Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum
Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu.

Milljarði fjárfest í heilbrigðissprotafyrirtæki
Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið NeckCare hefur lokið rúmlega eins milljarðs króna fjármögnun en félagið hefur þróað lausnir til greiningar og endurhæfingar á hálsskaða.

Hlutfall kvenna í stjórnum sums staðar lækkað milli ára
Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, var 41,5% í tilfelli almennra hlutafélaga á árinu 2021 og 38,3% í einkahlutafélögum. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 34,8% fyrir almenn hlutafélög og 29,3% fyrir einkahlutafélög. Í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfallið 19,7%.

Hækkað úr 80 milljónum í 129
Ásett verð raðhúsaíbúðar í Árbæ í Reykjavík hefur hækkað um ríflega sextíu prósent frá því í febrúar 2019 og farið úr 79,9 milljónum í 129,3. Þar af hefur eignin hækkað um rúmar 9 milljónir króna frá því í mars síðastliðnum. Fasteignasali segir alla sammála um að fasteignamarkaðurinn sé kominn úr böndunum.

Ný stjórn og framkvæmdastjóri FVH
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) þann 10. maí síðastliðinn, ásamt því að nýr framkvæmdastjóri félagsins var kynntur til starfa.

Eva Laufey ráðin markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups.

Fimm ferðaþjónustufyrirtæki sameinast undir nafni Icelandia
Fimm ferðaþjónustufyriræki – Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus – verða sameinuð undir merkjum regnhlífaheitisins Icelandia. Er ætlunin með nýju nafni að með skapa brú milli fyrirtækjanna með samlegðaráhrifum í markaðsstarfi.

Landsbankinn hækkar vexti á óverðtryggðum lánum
Vextir óverðtryggðra lána og sparireikninga hjá Landsbankanum hækka um 0,7 til eitt prósentustig á morgun. Bankinn vísar til þess að Seðlabankinn hafi hækkað vexti um eitt prósentustig fyrr í þessum mánuði.

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair keypti fyrir fimm milljónir
Ívar Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, keypti í dag þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir 5,19 milljónir króna.

Bein útsending: Opnun Nýsköpunarviku
Nýsköpunarvika 2022 verður sett í dag og hefst opnunarviðburðurinn í Grósku klukkan 9. Fjöldi leiðtoga nýsköpunarfyrirtækja flytja erindi á viðburðinum og segja sögur af sínum fyrirtækjum.

Reynslubolta í háloftunum líst illa á einkunnaforrit Icelandair
Fyrrverandi flugfreyja, sem á að baki langan starfsferil hjá Icelandair, telur að smáforrit sem sett hefur verið upp svo flugfreyjur og þjónar félagsins geti metið starfsframmistöðu samstarfsfólks síns sé ekki af hinu góða.

Nær öll fjárfesting fólks hafi þurrkast út á örskotsstundu
Sérfræðingur í rafmyntum segir ljóst að Íslendingar hafi tapað milljónum í stærsta hruni minni rafmynta í manna minnum nú í vikunni. Fólk sem lagt hafi fé í aðrar rafmyntir en þær stærstu, Bitcoin og Ethereum, hafi tapað nær öllu.

Ætla að byggja hátæknifiskvinnsluhús fyrir eldisfisk á Patreksfirði
Arnarlax og Vesturbyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu hátæknivinnsluhúss fyrir eldisfisk í Vesturbyggð. Áætlað er að um 100 störf skapist með nýju fiskvinnslunni og gert ráð fyrir að hægt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfiski í húsinu.

Arion banki ríður á vaðið og hækkar vextina
Arion banki hefur hækkað inn- og útlánavexti sína í framhaldi af eins prósents stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Breytingin tekur gildi í dag.

Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni.

Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu
Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað.

Spá því að verðbólgan nái toppi í lok sumars
Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum. Íslandsbanki spáir 7,5 prósent verðbólgu í maí, Landsbankinn 7,6 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólgan nái toppi í sumar, en fari svo hægt hjaðnandi

Eimskip hagnaðist um 1,5 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Tekjur Eimskipa námu 239,7 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2022 og hækkuðu um 33% milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 10,5 milljónum evra, jafnvirði um 1.472 milljóna króna. Það er hátt í fjórföldun frá sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 2,8 milljóna evra hagnaði.

Auður ráðin forstjóri Orkunnar
Orkan IS ehf. hefur ráðið Auði Daníelsdóttur sem nýjan forstjóra. Auður kemur til Orkunnar frá Sjóvá þar sem hún hefur starfað síðan 2002.

Styrmir frá HR til N1
Styrmir Hjalti Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings á Orkusviði N1. Munu helstu verkefni hans þar snúa að greiningum á raforkumarkaði.