Tryggja sér 300 milljónir króna til að koma jafnréttislausn á alþjóðamarkað Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2022 07:00 Dögg Thomsen og Þórey Vilhjálmdsdóttir. Aðsend Íslenska fyrirtækið Empower hefur tryggt sér 300 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki og Tennin til að styðja við þróun og markaðssetningu á hugbúnaðarlausninni Empower NOW. Greint var frá þessu í morgun en stefnt er að því að hugbúnaðarlausnin fari á alþjóðlegan markað á næsta ári. Í tilkynningu segir að lausnin geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir þar sem áherslan sé að styðja við uppbyggingu á jákvæðri fyrirtækjamenningu með jafnrétti og fjölbreytni að leiðarljósi. „Empower var stofnað árið 2020 af Þóreyju Vilhjálmsdóttur Proppé og Dögg Thomsen sem báðar hafa víðtæka reynslu af stefnumótun og breytingastjórnun á sviði jafnréttismála. Félagið hefur veitt leiðandi fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf í jafnrétti og fjölbreytni með áherslu á fyrirtækjamenningu þar sem unnið er út frá heildrænni nálgun og með praktískar lausnir til að tryggja árangur. Hugbúnaðarlausnin Empower NOW byggir á skölun á sannreyndum jafnréttislausnum Empower,“ segir í tilkynningunni. Efst í jjafnréttismælingum Þórey segir að Ísland hafi skarað fram úr á sviði jafnréttismála svo eftir hafi verið tekið á heimsvísu. Þannig hafi Ísland verið efst í jafnréttismælingum The World Economic Forum tólf ár í röð. „Við erum leiðandi í jafnréttisvegferðinni á alþjóðlegum vettvangi en vitum að við eigum enn langt í land til að geta talist jafnréttisparadís. Lykilatriði til að ná árangri í þessari vegferð í átt að auknu jafnrétti og fjölbreytni er að horfast í augu við undirliggjandi fordóma og mismunun sem eru til staðar á vinnustöðum og annars staðar í samfélaginu; oftast án þess að við gerum okkur grein fyrir þeim. Við þurfum að kortleggja og skilja stöðuna, setja okkur skýr markmið og hafa viljann til að breyta. Það er mikil eftirspurn frá fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu en mjög takmarkað framboð af heildstæðum og sérhæfðum lausnum á þessu sviði,” segir Þórey. Gerir þeim kleift að hraða gerð lausnarinnar Haft er eftir Dögg að þessi fjármögnin geri félaginu kleift að hraða gerð lausnarinnar og koma henni fyrr á alþjóðamarkað. „Í upphafi leggjum við áherslu á Norðurlöndin, Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Við byggjum á sannreyndri aðferðafræði sem við höfum innleitt í fjölda verkefna og nýja hugbúnaðinum Empower NOW sem hjálpar viðskiptavinum okkar að fá heildræna yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafræna örfræðslu.“ Um Empower segir að markmið fyrirtækisins sé að auka jafnrétti í atvinnulífinu, bæta starfsumhverfi og menningu og tryggja jöfn tækifæri allra. Hugbúnaðurinn byggi á sannreyndri aðferðafræði Empower sem unnið hafi með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum í ólíkum geirum eins og Alþingi, Embætti ríkislögreglustjóra, Landsvirkjun, Símanum, TM, Háskólanum á Akureyri og Fjarðaráli. Nýsköpun Jafnréttismál Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Sjá meira
Í tilkynningu segir að lausnin geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir þar sem áherslan sé að styðja við uppbyggingu á jákvæðri fyrirtækjamenningu með jafnrétti og fjölbreytni að leiðarljósi. „Empower var stofnað árið 2020 af Þóreyju Vilhjálmsdóttur Proppé og Dögg Thomsen sem báðar hafa víðtæka reynslu af stefnumótun og breytingastjórnun á sviði jafnréttismála. Félagið hefur veitt leiðandi fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf í jafnrétti og fjölbreytni með áherslu á fyrirtækjamenningu þar sem unnið er út frá heildrænni nálgun og með praktískar lausnir til að tryggja árangur. Hugbúnaðarlausnin Empower NOW byggir á skölun á sannreyndum jafnréttislausnum Empower,“ segir í tilkynningunni. Efst í jjafnréttismælingum Þórey segir að Ísland hafi skarað fram úr á sviði jafnréttismála svo eftir hafi verið tekið á heimsvísu. Þannig hafi Ísland verið efst í jafnréttismælingum The World Economic Forum tólf ár í röð. „Við erum leiðandi í jafnréttisvegferðinni á alþjóðlegum vettvangi en vitum að við eigum enn langt í land til að geta talist jafnréttisparadís. Lykilatriði til að ná árangri í þessari vegferð í átt að auknu jafnrétti og fjölbreytni er að horfast í augu við undirliggjandi fordóma og mismunun sem eru til staðar á vinnustöðum og annars staðar í samfélaginu; oftast án þess að við gerum okkur grein fyrir þeim. Við þurfum að kortleggja og skilja stöðuna, setja okkur skýr markmið og hafa viljann til að breyta. Það er mikil eftirspurn frá fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu en mjög takmarkað framboð af heildstæðum og sérhæfðum lausnum á þessu sviði,” segir Þórey. Gerir þeim kleift að hraða gerð lausnarinnar Haft er eftir Dögg að þessi fjármögnin geri félaginu kleift að hraða gerð lausnarinnar og koma henni fyrr á alþjóðamarkað. „Í upphafi leggjum við áherslu á Norðurlöndin, Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Við byggjum á sannreyndri aðferðafræði sem við höfum innleitt í fjölda verkefna og nýja hugbúnaðinum Empower NOW sem hjálpar viðskiptavinum okkar að fá heildræna yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafræna örfræðslu.“ Um Empower segir að markmið fyrirtækisins sé að auka jafnrétti í atvinnulífinu, bæta starfsumhverfi og menningu og tryggja jöfn tækifæri allra. Hugbúnaðurinn byggi á sannreyndri aðferðafræði Empower sem unnið hafi með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum í ólíkum geirum eins og Alþingi, Embætti ríkislögreglustjóra, Landsvirkjun, Símanum, TM, Háskólanum á Akureyri og Fjarðaráli.
Nýsköpun Jafnréttismál Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Sjá meira