Viðskipti innlent

Arion banki ríður á vaðið og hækkar vextina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Einar Árna

Arion banki hefur hækkað inn- og útlánavexti sína í framhaldi af eins prósents stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Breytingin tekur gildi í dag.

Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,80 prósentustig og verða 5,59%. Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir hækka um 0,61 prósentustig og verða 6,75%. Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,70 prósentustig og verða 6,60%.

Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 1,00 prósentustig, kjörvextir bílalána hækka um 0,70 prósentustig og verða 7,0% og breytilegir óverðtryggðir innlánavextir hækka ýmist um allt að 1,0 prósentustig eða haldast óbreyttir. Vextir á veltureikningum haldast óbreyttir.

Íslandsbanki og Landsbankinn hafa ekki hækkað vexti sína enn sem komið er. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagðist vongóð um að viðskiptavinir bankans réðu við hækkanir á afborgunum lána sem gætu verið framundan.

„Við erum ennþá bjartsýn á að okkar viðskiptavinir ráði við þessar hækkanir en auðvitað tekur þetta í hjá öllum,“ sagði Birna á dögunum.

Fjármálaþjónustan Auður hefur hækkað vexti sína um eitt prósent. Vextir á óbundnum sparnaðarreikningi verða 3,75% á ársgrundvelli. Vextir á bundnum reikningum 3, 6 eða 12 mánaða verða 4,10%, 4,30% og 4,50% á ársgrundvelli.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×