Félag fréttamanna og Blaðamannafélag Íslands sameinast Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2022 13:40 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna. Félagar í Blaðamannafélagi Íslands og félagar í Félagi fréttamanna, stéttarfélagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu, hafa samþykkt að sameina félögin undir merkjum Blaðamannafélags Íslands. Í tilkynningu frá Blaðamannafélagi Íslands segir að sameiningin hafi verið samþykkt á aðalfundi félagsins í lok aprílmánaðar og svo á aðalfundi Félags fréttamanna í gærkvöld. Sameiningin tekur gildi 1. júní og verður stétt blaða- og fréttamanna á Íslandi þá sameinuð í einu félagi. Þurfa að þétta raðirnar Haft er eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, formanni Félags fréttamanna, að á undanförnum árum hafi verið sótt að faglegri blaða- og fréttamennsku á Íslandi í síauknum mæli. „Blaða- og fréttamenn þurfa að þétta raðirnar og standa saman gegn þeim ógnum sem steðja að stéttinni. Með sameiningu Félags fréttamanna og Blaðamannafélags Íslands verða til öflug heildarsamtök blaða- og fréttamanna á Íslandi, sem tala máli okkar allra og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum og bættum starfskjörum stéttarinnar,“ segir Sigríður. Bæði stéttarfélag og fagfélag Fram kemur að hið sameinaða félag verði bæði stéttarfélag og fagfélag. „Sameining stéttarinnar í eitt öflugt fag- og stéttarfélag sendir sterk skilaboð út í samfélagið um mikilvægi faglegrar blaðamennsku á tímum þar sem sótt er að blaðamennsku og fjölmiðlum, hér sem annars staðar,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Framundan eru stór verkefni á miklum umbreytingatímum þar sem mikilvægt er að blaðamenn snúi bökum saman til að styrkja stoðir blaðamennsku og berjast fyrir hagsmunum stéttarinnar. Öflugt, sameinað félag blaðamanna verður mikilvægur vettvangur fyrir faglegt starf og mun vinna að því að skapa grundvöll fyrir sterka, sjálfstæða fjölmiðla í rekstrarumhverfi sem er meira krefjandi en nokkru sinni,“ segir Sigríður. FF starfrækt sem deild í BÍ Ennfremur segir í tilkynningunni að Félag fréttamanna hafi til þessa verið aðildarfélag Bandalags háskólamanna. Eftir sameininguna verði félagið starfrækt áfram sem deild í Blaðamannafélaginu. „Við þökkum Bandalagi háskólamanna fyrir góða og ánægjulega samfylgd, frábæra þjónustu, og alla þá aðstoð og skilning sem það hefur sýnt okkur í sameiningarferlinu við Blaðamannafélag Íslands,“ segir Sigríður Hagalín. Fjölmiðlar Stéttarfélög Tengdar fréttir Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. 12. apríl 2022 15:16 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu frá Blaðamannafélagi Íslands segir að sameiningin hafi verið samþykkt á aðalfundi félagsins í lok aprílmánaðar og svo á aðalfundi Félags fréttamanna í gærkvöld. Sameiningin tekur gildi 1. júní og verður stétt blaða- og fréttamanna á Íslandi þá sameinuð í einu félagi. Þurfa að þétta raðirnar Haft er eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, formanni Félags fréttamanna, að á undanförnum árum hafi verið sótt að faglegri blaða- og fréttamennsku á Íslandi í síauknum mæli. „Blaða- og fréttamenn þurfa að þétta raðirnar og standa saman gegn þeim ógnum sem steðja að stéttinni. Með sameiningu Félags fréttamanna og Blaðamannafélags Íslands verða til öflug heildarsamtök blaða- og fréttamanna á Íslandi, sem tala máli okkar allra og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum og bættum starfskjörum stéttarinnar,“ segir Sigríður. Bæði stéttarfélag og fagfélag Fram kemur að hið sameinaða félag verði bæði stéttarfélag og fagfélag. „Sameining stéttarinnar í eitt öflugt fag- og stéttarfélag sendir sterk skilaboð út í samfélagið um mikilvægi faglegrar blaðamennsku á tímum þar sem sótt er að blaðamennsku og fjölmiðlum, hér sem annars staðar,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Framundan eru stór verkefni á miklum umbreytingatímum þar sem mikilvægt er að blaðamenn snúi bökum saman til að styrkja stoðir blaðamennsku og berjast fyrir hagsmunum stéttarinnar. Öflugt, sameinað félag blaðamanna verður mikilvægur vettvangur fyrir faglegt starf og mun vinna að því að skapa grundvöll fyrir sterka, sjálfstæða fjölmiðla í rekstrarumhverfi sem er meira krefjandi en nokkru sinni,“ segir Sigríður. FF starfrækt sem deild í BÍ Ennfremur segir í tilkynningunni að Félag fréttamanna hafi til þessa verið aðildarfélag Bandalags háskólamanna. Eftir sameininguna verði félagið starfrækt áfram sem deild í Blaðamannafélaginu. „Við þökkum Bandalagi háskólamanna fyrir góða og ánægjulega samfylgd, frábæra þjónustu, og alla þá aðstoð og skilning sem það hefur sýnt okkur í sameiningarferlinu við Blaðamannafélag Íslands,“ segir Sigríður Hagalín.
Fjölmiðlar Stéttarfélög Tengdar fréttir Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. 12. apríl 2022 15:16 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. 12. apríl 2022 15:16