Viðskipti innlent

Sögu Pizza Hut í Smáralind lokið

Eiður Þór Árnason skrifar
Sælgætisgerðin Góa keypti Pizza Hut á Íslandi árið 2015 en fyrirtækið rekur sömuleiðis veitingastaði KFC og Taco Bell.
Sælgætisgerðin Góa keypti Pizza Hut á Íslandi árið 2015 en fyrirtækið rekur sömuleiðis veitingastaði KFC og Taco Bell. KFC

Veitingastað Pizza Hut í Smáralind var lokað þann 15. maí og hefur keðjan til skoðunar að hefja rekstur á nýjum stað. Leigusamningur Pizza Hut endaði í mánuðinum og tóku stjórnendur ákvörðun um að framlengja hann ekki.

Kristín Helgadóttir hjá KFC á Íslandi sem fer jafnframt með rekstur Pizza Hut hér á landi segir engar sérstakar skýringar á ákvörðuninni, rekstrarlegar eða aðrar.

„Við ákváðum bara að klára okkar leigusamning, ætluðum að ljúka okkar för þarna í Smáralindinni og fara eitthvað annað.“ 

Áfram verður rekinn veitingastaður undir merkjum Pizza Hut í Staðarbergi í Hafnarfirði og kanna stjórnendur nú þann möguleika að opna annars staðar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.