Fleiri fréttir

Sæ­mundur tekur við af Guð­mundi hjá EFLU

Sæmundur Sæmundsson, fyrrverandi forstjóri Borgunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri EFLU en hann tekur við stöðunni af Guðmundi Þorbjörnssyni í lok apríl.

Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið

Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta.

Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffi­hús og bíó á uppáhalds staðnum

Fé­lagið Unn­ar­stíg­ur ehf., sem er í eigu Har­ald­ar Inga Þor­leifs­son­ar, hef­ur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykja­vík­. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær.

Berg­lind Rán nýr for­maður Samorku

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, var í dag kjörin formaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún er fyrsta konan sem gegnir embætti formanns Samorku í sögu samtakanna.

Creditin­fo sagt verð­metið á allt að þrjá­tíu milljarða

Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum.

Bein útsending: Úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra munu kynna úthlutun ársins 2021 úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða á sameiginlegum fundi klukkan 13:30.

Sæ­rún Ósk Pálma­dóttir ráðin til KOM

Særún Ósk Pálmadóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf en hún starfaði síðast sem samskiptastjóri Haga. Þar áður var Særún samskiptaráðgjafi hjá Aton.JL á árunum 2016 til 2019 og hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo sem sérfræðingur í samskiptum sem og verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík.

Innan­lands­flug einnig undir merkjum Icelandair

Innanlands- og millilandaflug Icelandair verður samþætt undir merkjum Icelandair. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair, en leiðakerfi og sölu- og markaðsstarf Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast undir vörumerki Icelandair frá þriðjudeginum næsta, 16. mars.

Frá Vinstri grænum og til Bænda­sam­takanna

Kári Gautason hefur verið ráðinn til Bændasamtaka Íslands þar sem hann mun koma að úrvinnslu og greiningu hagtalna landbúnaðarins, ásamt því að koma að hagrænum greiningum sem tengjast umhverfis-, loftlagsmálum, fæðuöryggi og tryggingamálum.

Stjórnvöld þyrftu að koma að ákvörðun um að hætta útburði bréfa

Íslandspóstur getur ekki tekið einhliða ákvörðun um að hætta að bera út bréfpóst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti sem barst upp úr hádegi í dag þar sem segir að Íslandspóstur sé ekki að íhuga að hætta að bera út bréfpóst líkt og ráða mátti af fréttum í morgun.

Íslandspóstur íhugar að hætta að bera út bréf

Ein leiðin sem hægt væri að fara ef ganga á lengra í hagræðingu hjá Íslandspósti kæmi til greina að hætta að bera bréf inn um hverja lúgu. Þetta segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspóst, í Morgunblaðinu í dag.

„Maður eigin­lega móðgast þetta er svo lé­leg út­skýring“

Innanhúshönnuðurinn Rut Káradóttir sakar hönnuð Slippfélagsins um að hafa tekið litakort sitt ófrjálsri hendi og gert að sínu eigin. Hún segir málið vonbrigði og greinilegt að höfundaverk séu ekki metin að verðleikum á Íslandi. Forsvarsmaður Slippfélagsins og hönnuður kortsins hafna ásökununum og vísa til eldri litakorta.

Við­snúningur í rekstri Ís­lands­pósts sem skilaði 104 milljóna króna hagnaði

Viðsnúningur var á rekstri Íslandspósts í fyrra sem hagnaðist um 104 milljónir króna samanborið við 511 milljóna króna tap árið 2019. Jókst afkoma félagsins þar með um 615 milljónir króna milli ára en á sama tíma drógust rekstrartekjur saman um 288 milljónir frá 2019 og námu í fyrra 7.457 milljónum króna í fyrra.

Ráða STJ sem ráð­gjafa vegna út­boðs á hlutum ríkisins í Ís­lands­banka

Bankasýsla ríkisins hefur ráðið STJ Advisors Group Limited sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Alls gáfu sjö aðilar kost á sér með áhugayfirlýsingum til að verða sjálfstæður fjármálaráðgjafi en að lokum var STJ valið og hefur fyrirtækið þegar hafið störf.

Óskar eftir fólki til að út­búa skemmti­­legan þjóð­hag­fræði­tölvu­leik

Svanhildur Hólm Valsdóttir kallar eftir því að frumkvöðlar útbúi sérstakan efnahagshermi svo stjórnvöld og almenningur geti betur áttað sig á áhrifum skattabreytinga. Hún hætti í fyrra sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra og tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hún telur að það hafi verið til bóta að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra og segir að starfið sé á við tvær háskólagráður.

„Við verðum að hrista af okkur slenið“

Formaður Samtaka iðnaðarins segir að á næstu tólf mánuðum verði teknar ákvarðanir sem muni ráða miklu um efnahagslega endurreisn á Íslandi næstu árin. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag.

Bein út­sending: Iðn­þing 2021

Hlaupum hraðar – slítum fjötrana og sækjum tækifærin er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem hefst í dag klukkan 13 og stendur til klukkan 15.

Kristinn Árni í Northstack formaður stjórnar Kríu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, hefur skipað fyrstu stjórn Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs og sett reglugerð svo sjóðurinn geti hafið störf. Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi vefritsins Northstack og ráðgjafi, hefur verið skipaður formaður stjórnarinnar.

Ekki komið fleiri nýjar í­búðir á markaðinn frá árinu 2007

Mun meira var byggt af nýju húsnæði á síðasta ári en bráðabirgðatölur og spár gerðu ráð fyrir. Tæplega fjögur þúsund fullbúnar íbúðir skiluðu sér á fasteignamarkaðinn í fyrra samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands sem er mesti fjöldi á stöku ári síðan 2007.

Varar við nets­vindli

Pósturinn hefur aftur varað við að óprúttnir aðilar séu að senda tölvupósta í nafni Póstsins í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar.

Fram­tíð ferða­þjónustunnar: Sigurður Ingi ræðir stöðu og horfur

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er næsti gestur í þættinum „Samtal við stjórnmálin“ sem Samtök ferðaþjónustunnar standa að. Á næstu vikum munu SAF bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu.

Takmarka fjárfestingarstarfsemi viðskiptabanka

Viðskiptabönkum og sparisjóðum sem taldir eru kerfislega mikilvægir eru settar þrengri skorður í viðskiptum með fjármálagerninga og hrávörur með nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi í dag.

Til­kynnt um tvær hóp­upp­sagnir í febrúar

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp störfum í verslun og flutningum. Þar af var 259 sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og 28 á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en uppsagnirnar taka flestar gildi í júní.

Sjá næstu 50 fréttir