Lét heimsfaraldur ekki á sig fá og lætur drauminn rætast eftir grænt ljós frá konunni Eiður Þór Árnason skrifar 5. mars 2021 09:01 Róbert Aron Magnússon, Hjalti Vignis og Silli kokkur lofa góðri búllustemningu á Klapparstígnum. Aðsend Síðar í mánuðinum bætist við nýr staður í veitingaflóru Reykjavíkur þegar skyndibitastaðurinn 2Guys opnar á Klapparstíg. Einn eigenda segir langþráðan draum nú loks verða að veruleika og að hann sé bjartsýnn á gengi staðarins þó sumir hafi veigrað sér við að hefja veitingarekstur í miðjum heimsfaraldri. „Mig hefur alltaf langað að gera þetta og svo bara röðuðust stjörnurnar upp einhvern veginn þannig að þetta small allt saman,“ segir Hjalti Vignis. Hann vinnur nú hörðum höndum að því að undirbúa opnun staðarins ásamt tveimur félögum sínum en til stendur að opna 2Guys föstudaginn 19. mars við hliðina á Kalda bar. „Við erum svolítið að stíla inn á amerískt þema og verðum með smash borgara, tvær gerðir af samlokum, pretzellokur í takmörkuðu magni, fullt af osti og ostasósu í bland við geggjaða búllustemningu.“ Svona leit húsnæðið út skömmu eftir að þremenningarnir hófust handa fyrir um einni og hálfri viku. Aðsend Þriggja mánaða reynslutími Auk Hjalta stendur veitingamaðurinn Róbert Aron Magnússon og matreiðslumaðurinn Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur eins og hann er gjarnan kallaður, að rekstri staðarins. Er þetta í fyrsta skipti sem Hjalti hefur eigin veitingarekstur og segist hann vera heppinn að njóta aðstoðar reynslumikilla manna úr faginu. 2Guys mun taka 25 til 30 manns í sæti og er hugsaður sem svokallaður Pop-up eða uppsprettu veitingastaður sem verður starfræktur í þrjá mánuði til að byrja með. Merki staðarins. Aðsend „Ef við sjáum að conceptið gengur þá höldum við þessu bara áfram. Það er betra að vera lítill og með mikla eftirspurn heldur en stór með hálftóman stað, þannig að þetta ræðst dálítið af því hvernig eftirspurnin verður,“ segir Hjalti en bætir við að þremenningarnir reikni fastlega með því að staðurinn sé kominn til að vera. Þeir byrjuðu að rífa út úr húsnæðinu og endurinnrétta það fyrir um einni og hálfri viku og hafa verið á fullu alla tíð síðan. Undirbúningsferlið fór fljótt af stað og hefur verið þörf á snörum handtökum. „Ég fékk þessa hugmynd, konan sagði bara „go for it“ og ég talaði við Silla til að koma mér á jörðina en hann er jafn hvatvís og ég þannig að við ákváðum að fara í þetta saman. Svo heyrðum við í Robba til að fá húsnæði og annað og þá kom hann inn í þetta líka.“ Það er allt að gerast á Klapparstígnum. Aðsend Mun ekki sjá eftir því að hafa látið á þetta reyna Óhætt er að segja að farsóttin hafi leikið miðbæ Reykjavíkur grátt síðastliðið ár og má nú finna gnótt af tómu húsnæði þar sem áður var blómlegur rekstur. Aðspurður hvort það sé ráðlagt að hefja veitingarekstur í miðjum heimsfaraldri segist Hjalti vera hvergi banginn. „Ef við lítum á staðsetninguna þar sem við verðum á Klapparstíg og miðbæinn þá eru engir ferðamenn hérna en það er fullt af umferð og ef miðbærinn er í lægð þá á hann náttúrulega ekki eftir að gera neitt annað en að spyrna sér aftur upp frá botninum. Ef þetta gengur hjá okkur núna þá er alveg sjálfgefið að þetta eigi eftir að ganga eftir eitt eða tvö ár.“ Skilaboðin hans Hjalta eru að fólk eigi ekki að hika við að gera drauma sína að veruleika og stökkva út í djúpu laugina þrátt fyrir óvissu og mótlæti. „Af því að þetta er húsnæði þar sem var áður starfræktur veitingastaður og það er nánast allt til alls þá er þetta bara spurning um að láta drauminn rætast. Ef hann virkar ekki þá prufaði maður og sér ekki eftir því og ef það virkar þá er það bara frábært.“ Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
„Mig hefur alltaf langað að gera þetta og svo bara röðuðust stjörnurnar upp einhvern veginn þannig að þetta small allt saman,“ segir Hjalti Vignis. Hann vinnur nú hörðum höndum að því að undirbúa opnun staðarins ásamt tveimur félögum sínum en til stendur að opna 2Guys föstudaginn 19. mars við hliðina á Kalda bar. „Við erum svolítið að stíla inn á amerískt þema og verðum með smash borgara, tvær gerðir af samlokum, pretzellokur í takmörkuðu magni, fullt af osti og ostasósu í bland við geggjaða búllustemningu.“ Svona leit húsnæðið út skömmu eftir að þremenningarnir hófust handa fyrir um einni og hálfri viku. Aðsend Þriggja mánaða reynslutími Auk Hjalta stendur veitingamaðurinn Róbert Aron Magnússon og matreiðslumaðurinn Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur eins og hann er gjarnan kallaður, að rekstri staðarins. Er þetta í fyrsta skipti sem Hjalti hefur eigin veitingarekstur og segist hann vera heppinn að njóta aðstoðar reynslumikilla manna úr faginu. 2Guys mun taka 25 til 30 manns í sæti og er hugsaður sem svokallaður Pop-up eða uppsprettu veitingastaður sem verður starfræktur í þrjá mánuði til að byrja með. Merki staðarins. Aðsend „Ef við sjáum að conceptið gengur þá höldum við þessu bara áfram. Það er betra að vera lítill og með mikla eftirspurn heldur en stór með hálftóman stað, þannig að þetta ræðst dálítið af því hvernig eftirspurnin verður,“ segir Hjalti en bætir við að þremenningarnir reikni fastlega með því að staðurinn sé kominn til að vera. Þeir byrjuðu að rífa út úr húsnæðinu og endurinnrétta það fyrir um einni og hálfri viku og hafa verið á fullu alla tíð síðan. Undirbúningsferlið fór fljótt af stað og hefur verið þörf á snörum handtökum. „Ég fékk þessa hugmynd, konan sagði bara „go for it“ og ég talaði við Silla til að koma mér á jörðina en hann er jafn hvatvís og ég þannig að við ákváðum að fara í þetta saman. Svo heyrðum við í Robba til að fá húsnæði og annað og þá kom hann inn í þetta líka.“ Það er allt að gerast á Klapparstígnum. Aðsend Mun ekki sjá eftir því að hafa látið á þetta reyna Óhætt er að segja að farsóttin hafi leikið miðbæ Reykjavíkur grátt síðastliðið ár og má nú finna gnótt af tómu húsnæði þar sem áður var blómlegur rekstur. Aðspurður hvort það sé ráðlagt að hefja veitingarekstur í miðjum heimsfaraldri segist Hjalti vera hvergi banginn. „Ef við lítum á staðsetninguna þar sem við verðum á Klapparstíg og miðbæinn þá eru engir ferðamenn hérna en það er fullt af umferð og ef miðbærinn er í lægð þá á hann náttúrulega ekki eftir að gera neitt annað en að spyrna sér aftur upp frá botninum. Ef þetta gengur hjá okkur núna þá er alveg sjálfgefið að þetta eigi eftir að ganga eftir eitt eða tvö ár.“ Skilaboðin hans Hjalta eru að fólk eigi ekki að hika við að gera drauma sína að veruleika og stökkva út í djúpu laugina þrátt fyrir óvissu og mótlæti. „Af því að þetta er húsnæði þar sem var áður starfræktur veitingastaður og það er nánast allt til alls þá er þetta bara spurning um að láta drauminn rætast. Ef hann virkar ekki þá prufaði maður og sér ekki eftir því og ef það virkar þá er það bara frábært.“
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira