Viðskipti innlent

Sæ­mundur tekur við af Guð­mundi hjá EFLU

Atli Ísleifsson skrifar
Sæmundur Sæmundsson gegndi stöðu forstjóra Borgunar frá 2018-2020, var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sjóvar 2011-2017
Sæmundur Sæmundsson gegndi stöðu forstjóra Borgunar frá 2018-2020, var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sjóvar 2011-2017 EFLA

Sæmundur Sæmundsson, fyrrverandi forstjóri Borgunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri EFLU en hann tekur við stöðunni af Guðmundi Þorbjörnssyni í lok apríl.

Frá þessu segir á vef EFLU, en Guðmundur er þar sagður hafa ákveðið að stíga til hliðar og taka að sér ný hlutverk hjá fyrirtækinu.

„Sæmundur gegndi stöðu forstjóra Borgunar frá 2018-2020, var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sjóvar 2011-2017 og þar áður forstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Teris 1998-2011. Jafnframt hefur Sæmundur setið í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stjórnarformaður Auðkennis, í stjórn Aur app ehf og í varastjórn Reiknistofu bankanna.

Sæmundur er tölvunarfræðingur að mennt frá University of Texas í Bandaríkjunum og hefur auk þess bætt við sig menntun á sviði stjórnunar. Hann er kvæntur Margréti V. Kristjánsdóttur, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og eiga þau þrjá syni.

Í EFLU samstæðunni starfa um 400 sérfræðingar með fjölbreytta þekkingu og reynslu. Meginstarfsemi EFLU er á Íslandi, með höfuðstöðvar í Reykjavík og öflugar starfsstöðvar víða um land. Að auki starfrækir EFLA dóttur- og hlutdeildarfélög á Íslandi og í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Skotlandi og Tyrklandi,“ segir í tilkynningunni.

Guðmundur hefur leitt EFLU frá stofnun árið 2008.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×