Viðskipti innlent

Níu í framboði til stjórnar Icelandair Group

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá hlutafjárútboði Icelandair á Hótel Natura í fyrra. Aðalfundur félagsins verður haldinn í næstu viku.
Frá hlutafjárútboði Icelandair á Hótel Natura í fyrra. Aðalfundur félagsins verður haldinn í næstu viku. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt hefur verið um þá níu frambjóðendur sem sækjast eftir sæti í stjórn Icelandair Group á aðalfundi félagsins sem fer fram eftir viku.

Frambjóðendur til stjórnar Icelandair Group eru þau Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Martin J. St. George, Nina Jonsson, Steinn Logi Björnsson, Sturla Ómarsson, Svafa Grönfeldt, Úlfar Steindórsson og Þórunn Reynisdóttir.

Í tilnefningarnefnd bjóða sig fram þau Helga Árnadóttir og Hjörleifur Pálsson. Frekari upplýsingar um frambjóðendurna er að finna í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar.

Aðalfundurinn verður haldinn rafrænt föstudaginn 12.mars 2021. Streymt verður frá Hilton Reykjavík Nordica og hefst fundurinn kl. 16:00.

Hluthafar sem hyggjast taka þátt í aðalfundinum skulu skrá sig með fimm daga fyrirvara fyrir fundinn eða eigi síðar en kl. 16. sunnudaginn 7. mars 2021. Skráning á fundinn fer fram á www.icelandairgroup.is/agm.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×