Fleiri fréttir

Rúmlega sjö ára saga WOW air fær válegan endi

Ör vöxtur og áform sem ekki gengu eftir settu svip sinn á rekstur lággjaldaflugfélagsins WOW air sem þraut örendi í dag. Félagið braust inn á íslenskan flugmarkað með látum árið 2011 og var saga þess samofin sögulegum uppgangi í ferðaþjónustu hér á landi.

Tveimur verslunum Lindex lokað

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að sameina rekstur þriggja verslana á einn stað í Kringlunni þar sem nú er rekin Lindex dömu- og undirfataverslun.

Indigo Partners tjá sig ekki um WOW air

Bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners neitar að tjá sig um það hvort að félagið eigi nú í formlegum viðræðum við WOW air um að fjárfesta mögulega í félaginu.

Jón Hrói til RR ráðgjafar

Jón Hrói Finnsson stjórnsýslufræðingur hefur hafið störf sem stjórnsýsluráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu RR ráðgjöf.

Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn

Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins.

Hagnaður Stefnis dróst saman um 46 prósent

Hagnaður Stefnis, dótturfélags Arion banka, nam 897 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 46 prósent frá fyrra ári þegar hann var 1.680 milljónir króna, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi eignastýringarfyrirtækisins.

Útlánatöp ógna ekki bönkunum

Fari svo að WOW air yrði gjaldþrota og það yrði samdráttur í ferðaþjónustu er bent á að eiginfjárhlutfall bankanna sé hátt og útlán til ferðaþjónustu séu um tíu prósent af útlánasafninu.

Bætti við sig fyrir 1,7 milljarða króna í Marel

Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætti við tæplega hálfs prósents eignarhlut, jafnvirði um 1.700 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa, í síðustu viku og fer núna með um 3,3 prósenta hlut í félaginu.

Hluthöfum fækkað undanfarin ár

Hluthöfum félaga í Kauphöllinni hefur fækkað um 15 prósent frá ársbyrjun 2017 ef litið er fram hjá afskráningu Össurar og nýskráningum Arion banka og Heimavalla.

GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra 

Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar.

Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla

Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu.

Skúli bjartsýnn á framhaldið

Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag.

Norwegian staðsetur vél á Íslandi

Heimsferðir hafa samið við Norwegian um flug sitt til Kanaríeyja næsta vetur, en Norwegian mun staðsetja vél á Íslandi til að sinna flugi fyrir fyrirtækið.

Sjá næstu 50 fréttir