Icelandair vel í stakk búið þrátt fyrir MAX-vandræði Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2019 12:39 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. Hugur Icelandair sé hjá starfsmönnum WOW á þessum sorgardegi í flugsögu Íslands. Bogi, sem ræddi við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2, segir að töluverður fjöldi fólks hafi sett sig í samband við Icelandair eftir að ljóst var að WOW hefði hætt starfsemi. Icelandair hafi virkjað viðbragðsáætlun sína, sem meðal annars felst í því að bjóða strandaglópum upp á sérfargjöld og að flytja starfsfólk WOW aftur til síns heima - því að kostnaðarlausu.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Enn er uppi óvissa um hvort Icelandair getur reitt sig á Boeing 737 MAX-vélarnar í áætlunarflugi sínu á næstu mánuðum. Félagið hefur notast við þrjár slíkar vélar en hafði fyrirhugað að hafa tekið níu MAX-þotur í notkun fyrir sumarið. Þau áform eru þó í lausu lofti eftir víðtækar kyrrsetningu á vélunum í kjölfar tveggja mannskæðra slysa á síðustu mánuðum. Bogi segir að fari svo að kyrrsetningin dragist á langinn verði Icelandair vitaskuld að gera viðeigandi breytingar á leiðakerfi sínu. Hann búist þó við því að til þess muni ekki koma, Boeing hafi gengið frá hugbúnaðaruppfærslu sem vonir standa til að verði til þess að vinda ofan af kyrrsetningunni. Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 28. mars 2019 11:15 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. Hugur Icelandair sé hjá starfsmönnum WOW á þessum sorgardegi í flugsögu Íslands. Bogi, sem ræddi við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2, segir að töluverður fjöldi fólks hafi sett sig í samband við Icelandair eftir að ljóst var að WOW hefði hætt starfsemi. Icelandair hafi virkjað viðbragðsáætlun sína, sem meðal annars felst í því að bjóða strandaglópum upp á sérfargjöld og að flytja starfsfólk WOW aftur til síns heima - því að kostnaðarlausu.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Enn er uppi óvissa um hvort Icelandair getur reitt sig á Boeing 737 MAX-vélarnar í áætlunarflugi sínu á næstu mánuðum. Félagið hefur notast við þrjár slíkar vélar en hafði fyrirhugað að hafa tekið níu MAX-þotur í notkun fyrir sumarið. Þau áform eru þó í lausu lofti eftir víðtækar kyrrsetningu á vélunum í kjölfar tveggja mannskæðra slysa á síðustu mánuðum. Bogi segir að fari svo að kyrrsetningin dragist á langinn verði Icelandair vitaskuld að gera viðeigandi breytingar á leiðakerfi sínu. Hann búist þó við því að til þess muni ekki koma, Boeing hafi gengið frá hugbúnaðaruppfærslu sem vonir standa til að verði til þess að vinda ofan af kyrrsetningunni.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 28. mars 2019 11:15 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Sjá meira
Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 28. mars 2019 11:15
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30