Lífeyrissjóðir gætu eignast meirihlutann í HS Orku Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2019 13:10 HS Orka hefur allt frá árinu 2009 verið í meirihlutaeigu erlendra aðila en ef lífeyrissjóðirnir fjórtán sem eiga Jarðvarma nýta forkaupsrétt sinn gæti meirihlutaeignin orðið íslensk. vísir/vilhelm Jarðvarmi ,sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur um tvo mánuði til að beita forkaupsrétti sínum og ganga inn í kaup á meirihlutanum í HS Orku sem samið var um í gær að selja til MIRA, stærsta eignastýringafyrirtæki í innviðafjárfestingum í heimi, fyrir 37 milljarða króna. Forstjóri fyrirtækisins segir horfur þess góðar og áform um að auka orkuframleiðslu þess um allt að helming á næstu fimm til sjö árum. Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, hefur farið fyrir og er aðaleigandi fyrirtækisins Innergex Renewable Energy sem á Magma Energy sem aftur á 53,9 prósent í HS Orku. En hann kom inn í fyrirtækið fljótlega eftir að það var einkavætt árið 2008. Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, á 33,4 prósenta hlut í HS Orku og Örk fjárfestingarfélag sem er í eigu nokkurrra lífeyrissjóða og Reykjanesbæjar á 12,7 prósenta hlut. Hins vegar var gengið frá sölusamningi á þeim hlut síðastliðið haust til svissnesks fjárfestingafélags og er verið að ganga frá þeim samningum. Ef Jarðvarmi nýtir ekki forkaupsrétt sinn mun MIRA, sem er skammstöfun á Macquarie Infrastructure and Real Assets, væntanlega eignast 53,9 prósenta hlut í HS Orku. Fyrirtækið á og rekur tvö raforkuver í Svartsengi og á Reykjanesi auk virkjanaréttar sem er í nýtingaráætlun rammaáætlunar. Fyrirtækið er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins á eftir Landsvirkjun og Orkuveitunni og það eina á Íslandi sem er alfarið í eigu einkaaðila. Þá á HS Orka 30 prósenta hlut í Bláa lóninu.Sýnir áhuga og trú á félaginu Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir það eiga eftir að koma í ljós hvaða þýðingu það hefði að fá MIRA inn í fyrirtækið. „Eins og ég sé þetta núna lítur þetta vel út. Þetta er aðili sem hefur mikinn áhuga á að byggja upp starfsemi á sviði innviða og hefur að mér skilst verið að horfa til fleiri þátta. Starfar mjög víða. Meðal annars í orkumálum,” segir Ásgeir. Hins vegar hafi ekki verið gengið frá samningunum. HS Orka hefur allt frá árinu 2009 verið í meirihlutaeigu erlendra aðila en ef lífeyrissjóðirnir fjórtán sem eiga Jarðvarma nýta forkaupsrétt sinn gæti meirihlutaeignin orðið íslensk. Kaupverðið er 37 milljarðar króna. „Það er augljóslega til marks um að aðilar hafa áhuga og trú á fyrirtækinu. Söluferlið sýndi mikinn áhuga aðila á þessu félagi. Það er jákvætt fyrir félagið og hluthafa þess og starfsmenn. Það er góð staðfesting á því starfi sem hér er unnið af hæfu starfsfólki,” segir forstjóri HS Orku. Ásgeir segir bjart framundan hjá fyrirtækinu og áætlanir uppi um að auka núverandi 120 megavatta framleiðslu um allt að helming á næstu árum. „HS Orka er til dæmis að vinna núna að því að auka orkuvinnslu í Svartsengi og á Reykjanesi án þess að auka upptektina úr jarðhitageyminum. Það er að segja nýta betur það sem nú þegar er tekið til yfirborðs,” segir Ásgeir Margeirsson. Að auki eigi fyrirtækið aðra virkjanakosti. Helsta hindrunin í að svara vaxandi eftirspurn eftir orku sé hins vegar vangeta dreifikerfisins til að anna eftirspurninni. Það sé alvarlegt vandamál sem þurfi að leysa sem fyrst. Lífeyrissjóðir Orkumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfesta, sjóður í rekstri ástralska bankans Macquire Group og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners gerðu skuldbindandi tilboð í 54 prósenta hlut í HS Orku. Miðað við nýleg viðskipti gæti hluturinn verið metinn á nærri 40 milljarða króna. 20. mars 2019 06:45 Kaupa meirihluta í HS Orku fyrir 37 milljarða króna Kaupverðið er 304 milljónir Bandaríkjadala. 25. mars 2019 13:04 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Jarðvarmi ,sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur um tvo mánuði til að beita forkaupsrétti sínum og ganga inn í kaup á meirihlutanum í HS Orku sem samið var um í gær að selja til MIRA, stærsta eignastýringafyrirtæki í innviðafjárfestingum í heimi, fyrir 37 milljarða króna. Forstjóri fyrirtækisins segir horfur þess góðar og áform um að auka orkuframleiðslu þess um allt að helming á næstu fimm til sjö árum. Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, hefur farið fyrir og er aðaleigandi fyrirtækisins Innergex Renewable Energy sem á Magma Energy sem aftur á 53,9 prósent í HS Orku. En hann kom inn í fyrirtækið fljótlega eftir að það var einkavætt árið 2008. Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, á 33,4 prósenta hlut í HS Orku og Örk fjárfestingarfélag sem er í eigu nokkurrra lífeyrissjóða og Reykjanesbæjar á 12,7 prósenta hlut. Hins vegar var gengið frá sölusamningi á þeim hlut síðastliðið haust til svissnesks fjárfestingafélags og er verið að ganga frá þeim samningum. Ef Jarðvarmi nýtir ekki forkaupsrétt sinn mun MIRA, sem er skammstöfun á Macquarie Infrastructure and Real Assets, væntanlega eignast 53,9 prósenta hlut í HS Orku. Fyrirtækið á og rekur tvö raforkuver í Svartsengi og á Reykjanesi auk virkjanaréttar sem er í nýtingaráætlun rammaáætlunar. Fyrirtækið er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins á eftir Landsvirkjun og Orkuveitunni og það eina á Íslandi sem er alfarið í eigu einkaaðila. Þá á HS Orka 30 prósenta hlut í Bláa lóninu.Sýnir áhuga og trú á félaginu Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir það eiga eftir að koma í ljós hvaða þýðingu það hefði að fá MIRA inn í fyrirtækið. „Eins og ég sé þetta núna lítur þetta vel út. Þetta er aðili sem hefur mikinn áhuga á að byggja upp starfsemi á sviði innviða og hefur að mér skilst verið að horfa til fleiri þátta. Starfar mjög víða. Meðal annars í orkumálum,” segir Ásgeir. Hins vegar hafi ekki verið gengið frá samningunum. HS Orka hefur allt frá árinu 2009 verið í meirihlutaeigu erlendra aðila en ef lífeyrissjóðirnir fjórtán sem eiga Jarðvarma nýta forkaupsrétt sinn gæti meirihlutaeignin orðið íslensk. Kaupverðið er 37 milljarðar króna. „Það er augljóslega til marks um að aðilar hafa áhuga og trú á fyrirtækinu. Söluferlið sýndi mikinn áhuga aðila á þessu félagi. Það er jákvætt fyrir félagið og hluthafa þess og starfsmenn. Það er góð staðfesting á því starfi sem hér er unnið af hæfu starfsfólki,” segir forstjóri HS Orku. Ásgeir segir bjart framundan hjá fyrirtækinu og áætlanir uppi um að auka núverandi 120 megavatta framleiðslu um allt að helming á næstu árum. „HS Orka er til dæmis að vinna núna að því að auka orkuvinnslu í Svartsengi og á Reykjanesi án þess að auka upptektina úr jarðhitageyminum. Það er að segja nýta betur það sem nú þegar er tekið til yfirborðs,” segir Ásgeir Margeirsson. Að auki eigi fyrirtækið aðra virkjanakosti. Helsta hindrunin í að svara vaxandi eftirspurn eftir orku sé hins vegar vangeta dreifikerfisins til að anna eftirspurninni. Það sé alvarlegt vandamál sem þurfi að leysa sem fyrst.
Lífeyrissjóðir Orkumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfesta, sjóður í rekstri ástralska bankans Macquire Group og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners gerðu skuldbindandi tilboð í 54 prósenta hlut í HS Orku. Miðað við nýleg viðskipti gæti hluturinn verið metinn á nærri 40 milljarða króna. 20. mars 2019 06:45 Kaupa meirihluta í HS Orku fyrir 37 milljarða króna Kaupverðið er 304 milljónir Bandaríkjadala. 25. mars 2019 13:04 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfesta, sjóður í rekstri ástralska bankans Macquire Group og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners gerðu skuldbindandi tilboð í 54 prósenta hlut í HS Orku. Miðað við nýleg viðskipti gæti hluturinn verið metinn á nærri 40 milljarða króna. 20. mars 2019 06:45
Kaupa meirihluta í HS Orku fyrir 37 milljarða króna Kaupverðið er 304 milljónir Bandaríkjadala. 25. mars 2019 13:04