Skúli um Indigo Partners: „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim“ Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 17:13 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist bera mikla virðingu fyrir Indigo Partners. fréttablaðið/anton brink Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. Heimildir Vísis herma þó að ljóst sé að Indigo Partners sé á lista yfir þá fjárfesta sem nú sé haft samband við enda sé staða WOW air í dag nokkuð breytt frá því sem var í síðustu viku þegar bandaríska fjárfestingafélagið sleit viðræðum. Viðræðurnar höfðu staðið frá því í desember. Þannig er Skúli ekki lengur eini eigandi WOW air þar sem kröfuhafar hafa tekið félagið yfir eftir að skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta skuldum WOW í hlutafé. Þá er skuldastaða félagsins einnig breytt eftir að kröfuhafar samþykktu þessa breytingu en komið hefur fram að slæm skuldastaða WOW air hafi verið ástæða þess að viðræðum við Indigo Partners var slitið. Aðspurður hvort að honum finnist Indigo Partners hafa svikið segir hann svo alls ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim og þetta er tvímælalaust einn öflugasti fjárfestir í flugheiminum sem hefur náð frábærum árangri. Við lærðum mjög mikið af þessari vegferð sem nýtist okkur í framtíðinni,“ segir Skúli. Fjallað var um það í fréttaskýringu á Kjarnanum í gær að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air heldur hafi hann verið að nýta tímann til þess að tryggja sér lendingarleyfi félagsins á Gatwick-flugvelli. Spurður út í þetta og hvort að ekkert óeðlilegt hafi verið við söluna á stæðunum til Indigo segir Skúli þetta annan misskilning sem sýni hvað fólk setji sig lítið inn í málin. „Þessi Gatwick-slott fóru í almenn útboð þar sem við sendum út útboðsgögn á fjölda flugfélaga og það var þegar ákveðið hverjum við myndum selja slottin. Wizz Air keypti tvö af fjórum slottum frá okkur þannig að Indigo kom ekkert nálægt þessu,“ segir Skúli en rétt er að geta þess að Wizz Air er að stærstum hluta í eigu Indigo Partners. Vísir hefur sent upplýsingafulltrúa Indigo Partners fyrirspurn varðandi mögulegar viðræður við WOW air nú. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. Heimildir Vísis herma þó að ljóst sé að Indigo Partners sé á lista yfir þá fjárfesta sem nú sé haft samband við enda sé staða WOW air í dag nokkuð breytt frá því sem var í síðustu viku þegar bandaríska fjárfestingafélagið sleit viðræðum. Viðræðurnar höfðu staðið frá því í desember. Þannig er Skúli ekki lengur eini eigandi WOW air þar sem kröfuhafar hafa tekið félagið yfir eftir að skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta skuldum WOW í hlutafé. Þá er skuldastaða félagsins einnig breytt eftir að kröfuhafar samþykktu þessa breytingu en komið hefur fram að slæm skuldastaða WOW air hafi verið ástæða þess að viðræðum við Indigo Partners var slitið. Aðspurður hvort að honum finnist Indigo Partners hafa svikið segir hann svo alls ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim og þetta er tvímælalaust einn öflugasti fjárfestir í flugheiminum sem hefur náð frábærum árangri. Við lærðum mjög mikið af þessari vegferð sem nýtist okkur í framtíðinni,“ segir Skúli. Fjallað var um það í fréttaskýringu á Kjarnanum í gær að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air heldur hafi hann verið að nýta tímann til þess að tryggja sér lendingarleyfi félagsins á Gatwick-flugvelli. Spurður út í þetta og hvort að ekkert óeðlilegt hafi verið við söluna á stæðunum til Indigo segir Skúli þetta annan misskilning sem sýni hvað fólk setji sig lítið inn í málin. „Þessi Gatwick-slott fóru í almenn útboð þar sem við sendum út útboðsgögn á fjölda flugfélaga og það var þegar ákveðið hverjum við myndum selja slottin. Wizz Air keypti tvö af fjórum slottum frá okkur þannig að Indigo kom ekkert nálægt þessu,“ segir Skúli en rétt er að geta þess að Wizz Air er að stærstum hluta í eigu Indigo Partners. Vísir hefur sent upplýsingafulltrúa Indigo Partners fyrirspurn varðandi mögulegar viðræður við WOW air nú.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07
Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59
Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45