Skúli um Indigo Partners: „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim“ Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 17:13 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist bera mikla virðingu fyrir Indigo Partners. fréttablaðið/anton brink Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. Heimildir Vísis herma þó að ljóst sé að Indigo Partners sé á lista yfir þá fjárfesta sem nú sé haft samband við enda sé staða WOW air í dag nokkuð breytt frá því sem var í síðustu viku þegar bandaríska fjárfestingafélagið sleit viðræðum. Viðræðurnar höfðu staðið frá því í desember. Þannig er Skúli ekki lengur eini eigandi WOW air þar sem kröfuhafar hafa tekið félagið yfir eftir að skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta skuldum WOW í hlutafé. Þá er skuldastaða félagsins einnig breytt eftir að kröfuhafar samþykktu þessa breytingu en komið hefur fram að slæm skuldastaða WOW air hafi verið ástæða þess að viðræðum við Indigo Partners var slitið. Aðspurður hvort að honum finnist Indigo Partners hafa svikið segir hann svo alls ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim og þetta er tvímælalaust einn öflugasti fjárfestir í flugheiminum sem hefur náð frábærum árangri. Við lærðum mjög mikið af þessari vegferð sem nýtist okkur í framtíðinni,“ segir Skúli. Fjallað var um það í fréttaskýringu á Kjarnanum í gær að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air heldur hafi hann verið að nýta tímann til þess að tryggja sér lendingarleyfi félagsins á Gatwick-flugvelli. Spurður út í þetta og hvort að ekkert óeðlilegt hafi verið við söluna á stæðunum til Indigo segir Skúli þetta annan misskilning sem sýni hvað fólk setji sig lítið inn í málin. „Þessi Gatwick-slott fóru í almenn útboð þar sem við sendum út útboðsgögn á fjölda flugfélaga og það var þegar ákveðið hverjum við myndum selja slottin. Wizz Air keypti tvö af fjórum slottum frá okkur þannig að Indigo kom ekkert nálægt þessu,“ segir Skúli en rétt er að geta þess að Wizz Air er að stærstum hluta í eigu Indigo Partners. Vísir hefur sent upplýsingafulltrúa Indigo Partners fyrirspurn varðandi mögulegar viðræður við WOW air nú. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. Heimildir Vísis herma þó að ljóst sé að Indigo Partners sé á lista yfir þá fjárfesta sem nú sé haft samband við enda sé staða WOW air í dag nokkuð breytt frá því sem var í síðustu viku þegar bandaríska fjárfestingafélagið sleit viðræðum. Viðræðurnar höfðu staðið frá því í desember. Þannig er Skúli ekki lengur eini eigandi WOW air þar sem kröfuhafar hafa tekið félagið yfir eftir að skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta skuldum WOW í hlutafé. Þá er skuldastaða félagsins einnig breytt eftir að kröfuhafar samþykktu þessa breytingu en komið hefur fram að slæm skuldastaða WOW air hafi verið ástæða þess að viðræðum við Indigo Partners var slitið. Aðspurður hvort að honum finnist Indigo Partners hafa svikið segir hann svo alls ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim og þetta er tvímælalaust einn öflugasti fjárfestir í flugheiminum sem hefur náð frábærum árangri. Við lærðum mjög mikið af þessari vegferð sem nýtist okkur í framtíðinni,“ segir Skúli. Fjallað var um það í fréttaskýringu á Kjarnanum í gær að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air heldur hafi hann verið að nýta tímann til þess að tryggja sér lendingarleyfi félagsins á Gatwick-flugvelli. Spurður út í þetta og hvort að ekkert óeðlilegt hafi verið við söluna á stæðunum til Indigo segir Skúli þetta annan misskilning sem sýni hvað fólk setji sig lítið inn í málin. „Þessi Gatwick-slott fóru í almenn útboð þar sem við sendum út útboðsgögn á fjölda flugfélaga og það var þegar ákveðið hverjum við myndum selja slottin. Wizz Air keypti tvö af fjórum slottum frá okkur þannig að Indigo kom ekkert nálægt þessu,“ segir Skúli en rétt er að geta þess að Wizz Air er að stærstum hluta í eigu Indigo Partners. Vísir hefur sent upplýsingafulltrúa Indigo Partners fyrirspurn varðandi mögulegar viðræður við WOW air nú.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07
Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59
Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45