Viðskipti innlent

Óskar Hrafn ráðinn samskiptastjóri VÍS

Atli Ísleifsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson. VÍS

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri VÍS. Hann tekur við starfinu af Andra Ólafssyni sem hverfur til starfa á öðrum vettvangi.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Óskar Hrafn hafi áralanga reynslu af fjölmiðlum. Hafi hann meðal annars gegnt starfi fréttastjóra á Stöð 2, Vísi og DV.

„Hann var um tíma yfirmaður Stöðvar 2 Sport en hefur að mestu unnið sjálfstætt sem ráðgjafi undanfarin misseri.

Hjá VÍS mun Óskar Hrafn stýra miðlun upplýsinga til fjölmiðla og markaðsaðila. Til viðbótar mun hann bera ábyrgð á mótun ófjárhagslegrar upplýsingagjafar og samfélagsábyrgð félagsins. 

Hann mun hefja störf í byrjun apríl,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Andri Ólafsson til VÍS

Kveður Fréttablaðið og tekur við starfi samskiptastjóra hjá tryggingafélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×