Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2019 13:45 Skúli Mogensen, eigandi félagsins, gerir nú allt til að bjarga fyrirtækinu sínu en þessi mynd var tekin á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sumar. vísir/vilhelm Airport Associates er einn þeirra kröfuhafa sem hafa samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í WOW air í hlutafé. Forstjóri félagsins segir það samdómaálit kröfuhafa að það sé heillavænlegri leið en að WOW fari í þrot. Tölur úr rekstri WOW air sýni algjöra umbreytingu á rekstri félagsins undanfarna mánuði og rekstrarhorfur félagsins séu góðar. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir WOW hafa losað sig við stærri flugvélar félagsins og fært það aftur í þá stöðu sem það var í árið 2015 og 2016. „Í staðinn fyrir að vera í bullandi tapi lítur þetta mjög vel út,“ segir Sigþór.Sjá einnig: Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafaKröfuhafarnir hafi fundað stíft undanfarna daga að en áætlun þeirra gangi út á að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur sé á meðal þeirra um að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna. Ef það gangi upp séu framtíðarrekstrarhorfur WOW air góðar; það er segja að áætlanir um skuldabreytingu og aukið hlutafé gangi eftir. Skúli Mogensen hefur frá upphafi verið eini eigandi félagsins. Nú er það væntanlega að breytast en Skúli er einn af þeim sem á kröfur í WOW. Sigþór segir að það sé hlutverk nýrra hluthafa að ákveða hver stýri félaginu í framtíðinni. Hann segist styðja að Skúli verði áfram forstjóri. „Ég myndi gera það. Hann er búinn að gera stórkostlega hluti, mikið af mistökum líka, en lyfta grettistaki við að umbreyta félaginu aftur í rekstrarhæft form til framtíðar. Ég myndi gera það 100 prósent,“ segir Sigþór en tekur fram að hann ráði því að sjálfsögðu ekki einn og það komi fleiri að þeirri ákvörðun. Isavia, sem sér um rekstur allra flugvalla á Íslandi, er einn af kröfuhöfum WOW en félagið stóð fyrir utan þessar samningaviðræður og er ekki einn þeirra kröfuhafa sem mun umbreyta skuldum WOW í hlutafé. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. 26. mars 2019 10:23 Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Airport Associates er einn þeirra kröfuhafa sem hafa samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í WOW air í hlutafé. Forstjóri félagsins segir það samdómaálit kröfuhafa að það sé heillavænlegri leið en að WOW fari í þrot. Tölur úr rekstri WOW air sýni algjöra umbreytingu á rekstri félagsins undanfarna mánuði og rekstrarhorfur félagsins séu góðar. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir WOW hafa losað sig við stærri flugvélar félagsins og fært það aftur í þá stöðu sem það var í árið 2015 og 2016. „Í staðinn fyrir að vera í bullandi tapi lítur þetta mjög vel út,“ segir Sigþór.Sjá einnig: Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafaKröfuhafarnir hafi fundað stíft undanfarna daga að en áætlun þeirra gangi út á að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur sé á meðal þeirra um að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna. Ef það gangi upp séu framtíðarrekstrarhorfur WOW air góðar; það er segja að áætlanir um skuldabreytingu og aukið hlutafé gangi eftir. Skúli Mogensen hefur frá upphafi verið eini eigandi félagsins. Nú er það væntanlega að breytast en Skúli er einn af þeim sem á kröfur í WOW. Sigþór segir að það sé hlutverk nýrra hluthafa að ákveða hver stýri félaginu í framtíðinni. Hann segist styðja að Skúli verði áfram forstjóri. „Ég myndi gera það. Hann er búinn að gera stórkostlega hluti, mikið af mistökum líka, en lyfta grettistaki við að umbreyta félaginu aftur í rekstrarhæft form til framtíðar. Ég myndi gera það 100 prósent,“ segir Sigþór en tekur fram að hann ráði því að sjálfsögðu ekki einn og það komi fleiri að þeirri ákvörðun. Isavia, sem sér um rekstur allra flugvalla á Íslandi, er einn af kröfuhöfum WOW en félagið stóð fyrir utan þessar samningaviðræður og er ekki einn þeirra kröfuhafa sem mun umbreyta skuldum WOW í hlutafé.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. 26. mars 2019 10:23 Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07
Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. 26. mars 2019 10:23
Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39