Viðskipti innlent

Tveimur verslunum Lindex lokað

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þrjár verslanir Lindex verða sameinaðar undir einu þaki í Kringlunni.
Þrjár verslanir Lindex verða sameinaðar undir einu þaki í Kringlunni. Lindex
Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að sameina rekstur þriggja verslana á einn stað í Kringlunni þar sem nú er rekin Lindex dömu- og undirfataverslun. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Reita fasteignafélags og forráðamanna Lindex.

Í frétt á vef Lindex segir að verslunin, sem staðsett er í aðalgangi Kringlunnar, verði eftir breytingar tæplega 700m2 og sú stærsta hér á landi.

„Í fyrsta áfanga verður verslun og þjónusta sem þekkt er undir nafninu Click and Collect og starfrækt hefur verið á Laugavegi 7 og gerir fólki kleift að nálgast vörur, sem verslaðar eru á netinu, samdægurs flutt í Kringluna. Annar áfangi opnar um mitt næsta ár, 2020 þegar framkvæmdum lýkur við stækkun Kringlunnar aftan við rýmið sem nú hýsir dömu- og undirfataverslun Lindex. Við þá breytingu mun Kids verslun Lindex í Kringlunni flytja á einn og sama stað. Samhliða þessum breytingum verður versluninni á Laugavegi lokað og gildir það frá deginum í dag að telja,“ segir til útskýringar á vef Lindex.

Haft er eftir Lóu D. Kristjánsdóttur, umboðsaðila Lindex á Íslandi, í umræddri frétt að aðstandendur verslunarinnar séu ánægðir með þessa ákvörðun. Framkvæmdastjóri Kringlunnar,Sigurjón Örn Þórsson, tekur í sama streng. 

Nánari upplýsingar má nálgast á vef Lindex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×