Fleiri fréttir

Vaxtaákvörðun tilkynnt í dag

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður birt klukkan níu í dag. Tveimur klukkustundum síðar, eða klukkan 11 verða færð rök fyrir ákvörðuninni. Sérfræðingar hafa spáð nokuð umtalsverðri lækkun upp á 0,50 til eitt prósentustig.

Magma Energy greiddi fjóra milljarða fyrir HS Orku

Magma Energy er búið að greiða tæpa fjóra milljarða fyrir 38 prósent í HS Orku sem var í eigu Geysir Green Energy. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins í dag.

Farþegum Iceland Express fjölgar um 35%

Farþegar Iceland Express voru tæplega áttatíu þúsund í júlí síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en um er að ræða 35 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Það sem af er ágústmánuði hefur farþegum einnig fjölgað umtalsvert miðað við ágúst í fyrra.

Peningamálastefnan: Tvö andstæð sjónarmið

Seðlabankinn tilkynnir ákvörðun um stýrivexti á morgun. Greiningardeildir og hagfræðingar spá vaxtalækkun. Tvö andstæð sjónarmið takast á þegar kemur að peningamálastefnu í landinu um þessar mundir.

Samkomulag um fjármálastöðugleika undirritað

Í dag gengur í gildi samkomulag um samvinnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna yfir landamæri til að tryggja fjármálastöðugleika og samhæfa viðbrögð við fjármálaáfalli sem snertir fleiri en eitt ríki. Í tilkynningu frá Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu segir að samkomulagið hafi verið undirritað af fulltrúum fagráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlits Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháen, Noregs, Svíþjóðar auk Íslands.

Nefnd um fjármálastöðugleika skipuð

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins undirrituðu þann 6. júlí s.l. samkomulag um skipun nefndar um fjármálastöðugleika samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

Um 9 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 9 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 2,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 6,5 ma. viðskiptum.

Spá 0,5% stýrivaxtalækkun

Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig á miðvikudag. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana muni þá lækka í 6,0% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 7,5%.

Sveitarfélög í milljarða ábyrgð fyrir Magma

HS Veitur, sem eru í eigu sveitarfélaga á suð-vesturhorninu, eru í tíu milljarða króna ábyrgð, fyrir HS Orku, sem er í einkaeigu. Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanessbæjar, segir að æskilegt væri að losna við ábyrgðina. HS orka þurfi að greiða skuldirnar upp til að íbúar sveitarfélaganna losni undan ábyrgðunum, en Böðvar hefur ekki áhyggjur af því að ábyrgðin falli nokkurn tímann á íbúa sveitarfélaganna.

Spá því að verðbólga fari niður í 4,5%

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki í ágúst um 0,2% frá júlímánuði. Gangi spáin eftir mun verðbólga hjaðna úr 4,8% í 4,5% í ágústmánuði, og hefur verðbólgan þá ekki mælst minni hérlendis frá

Icebank gerði kröfu um greiða gegn greiða og FME rannsakar

Icebank keypti fjárfestingarfélagið Teig af Runólfi Ágústssyni á annað hundrað milljónir króna gegn því skilyrði að hann notaði söluandvirðið til að fjárfesta í Icebank. Fjármálaeftirlitið er að rannsaka heildarviðskipti með hlutabréf í bankanum nokkur ár aftur í tímann.

Staða ráðuneytisstjóra auglýst

Staða ráðuneytisstjóra efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur verið auglýst laus til umsóknar. Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, var nýverið ráðin framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka.

Almenningur hætti að greiða af lánum

Samtök lánþega hvetja alla lánþega til að hætta að greiða af hvers kyns gengistryggðum skuldbindingum. Ástæðan er meðal annars endurútreikningur Landsbankans á erlendum húsnæðislánum. Ábyrg afstaða, segir talsmaður samtakanna.

Mótkrafa frestar gagnaöflun

„Þessu hefur verið frestað fram á haustið," segir Kim J. Landsman, lögmaður fimm af sex fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis, sem slitastjórn Glitnis hefur stefnt fyrir dómstól í New York.

Íslenskir lífeyrissjóðir gáfu lítið fyrir varnaðarorð Buffetts

„Aldrei, aldrei, aldrei fjárfesta í flugfélögum" segir ríkasti og sigursælasti fjárfestir í heimi, Warren Buffett. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð ákváðu lífeyrissjóðirnir að fyrsta stóra fjárfestingin eftir hrun yrði í Icelandair Group í gegnum Framtakssjóð Íslands.

Icelandair tapaði 161 milljón

Icelandair Group tapaði 161 milljón eftir skatta á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er breyting til batnaðar frá sama tíma í fyrra því að þá nam tapið 1,3 milljörðum króna eftir því sem fram kemur í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar.

Tæplega 13 þúsund manns atvinnulausir

Atvinnuleysi í júlí síðastliðnum var 7,5% en að meðaltali voru 12.569 manns atvinnulausir í júlí, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Minnkar atvinnuleysi um 3,2% frá júní, eða um 419 manns að meðaltali.

Skuldatryggingaálag Íslands fer aftur hækkandi

Skuldatryggingaálag Íslands fer nú aftur hækkandi eftir að hafa lækkað mikið í sumar. Samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni er álagið nú komið í 322 punkta en það fór niður í 286 punkta í síðasta mánuði og hafði þá ekki verið lægra síðan í maí á síðasta ári.

Veruleg aukning á hagnaði Landsnets í ár

Hagnaður Landsnets hf. eftir skatta samkvæmt rekstrarreikningi nam 1.034 milljónum kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins samanborið við hagnað að fjárhæð 167 milljónir kr. fyrir sama tímabil fyrra árs. Betri afkoma stafar aðallega af minna gengistapi en árið áður.

Heildaraflinn hefur dregist saman um 13% í ár

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júlímánuði, metinn á föstu verði, var 13,2% minni en í júlí 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 13% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði.

Hætt við bankakaup eftir hæstaréttardóm

Erlendir fjárfestar misstu áhuga á kaupum á tæpum þrjátíu prósenta hlut í Íslandsbanka eftir að Hæstiréttur dæmdi erlend gengislán ólögmæt í júní. Þeir höfðu sett sig í samband við svissneska risabankann UBS, sem er með hlut skilanefndar Glitnis í bankanum í söluferli, og lýst yfir áhuga á honum.

Um 4,7 milljarða viðskipti með skuldabréf

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 4,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 4,2 ma. viðskiptum.

Fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair lokið

Icelandair Group hf. tilkynnti 14. og 15. júní 2010 að Framtakssjóður Íslands (FSÍ) og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna (LV) hefðu gert bindandi samkomulag við félagið þess efnis að sjóðirnir myndu fjárfesta í Icelandair Group hf. fyrir 4 milljarða króna á genginu 2,5.

Nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Haraldur I. Birgisson hefur tekið við starfi aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, en áður gegndi hann starfi yfirlögfræðings ráðsins. Fráfarandi aðstoðarframkvæmdastjóri, Frosti Ólafsson, hverfur nú til náms erlendis en hann hefur starfað hjá Viðskiptaráði frá árinu 2006, fyrst sem hagfræðingur ráðsins, að því er fram kemur á heimasíðu Viðskiptaráðs.

FME veitir undanþágu frá yfirtökuskyldu á Icelandair

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að Framtakssjóði Íslands skuli veitt skilyrt undanþága frá tilboðskyldu samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti til að fara með allt að 32,5% hlutafjár í Icelandair vegna þátttöku Framtakssjóðsins í fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair.

Erlendar skuldir þjóðarbúsins lækka mælt í krónum

Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa lækkað það sem af er ári mælt í krónum enda hefur krónan styrkst talsvert eða um nær 11% frá áramótum. Þannig voru erlendu skuldirnar komnar í 3.027 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum og eru eflaust enn lægri nú.

Mikil auking á kortaveltu Íslendinga í útlöndum

Kreditkortavelta landans á erlendri grundu sýnir svo ekki verður um villst að Íslendingar eru byrjaðir að taka upp veskið á nýjan leik í útlöndum enda hefur kaupmáttur landans á erlendri grundu aukist undanfarið með styrkingu krónunnar.

Ársæll og Heiðar vinna að tilboði með stærri fjárfestum

Hagfræðingarnir Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells eru í hópi þeirra sem standa að baki tilboði í hlut í Sjóvá. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Heiðar Már hefur hingað til komið fram fyrir hönd hópsins, en félagið hefur verið í söluferli í umtalsverðan tíma. Viðskiptablaðið segir að söluferli á um 40% hlut í félaginu sé langt komið.

Stærsta lyfjafyrirtæki í heimi stefnir Actavis

Pfizer lyfjafyrirtækið, stærsta lyfjafyrirtæki heims, hefur stefnt Actavis lyfjafyrirtækinu og vill að dómari úrskurði um að fyrirtækið markaðssetni ekki tiltekið hjartalyf þar til einkaleyfi Pfizers á framleiðslu lyfsins rennur út árið 2017.

Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum

Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði.

Glitnir stofnar dótturfélag í Lúxemborg

Glitnir í Lúxemborg hefur stofnað dótturfélagið Reviva Capital til að annast umsýslu og reksturs eignasafns bankans. Reviva Capital hefur hlotið starfsleyfi frá yfirvöldum og fjármálaeftirliti Lúxemborgar til að annast innheimtu- og eignaumsýslustarfsemi og hyggst félagið jafnframt bjóða

Gamma lækkaði lítillega

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 6,9 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 5,5 ma. viðskiptum.

SMS skeytasendingar í Eyjum sexfölduðust

Síminn hefur tekið saman fjölda SMS skeyta sem fóru um GSM og 3G senda Símans í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Í tilkynningu frá félaginu segir að SMS sendingar hafi sexfaldast samanborið við venjulega helgi en ef sunnudagurinn er skoðaður sérstaklega má sjá að fjöldi sendra SMS skeyta nífaldaðist miðað við venjulegan sunnudag.

Gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti

Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda ákvað á fundi á mánudag að nýta heimild sína til að gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti. Verðið gildir fyrir komandi sláturtíð. Verðskráin hækkar um 5% frá fyrra ári sem er nánast það sama og hækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum. Verðlagning á kindakjöti er frjáls en Landssamtök sauðfjárbænda hefur heimild í búvörulögum til að gefa út viðmiðunarverð til bænda.

Virðulegur en á sér villta hlið

Leiti maður að notuðum forstjórabíl er vandfundinn vænlegri kandídat en Lexus GS430 Luxury. Bíllinn er af 2005 árgerð, en í raun eins og nýr, enda ekki ekinn nema tæpa 36 þúsund kílómetra.

Microsoft heiðrar Maritech

Maritech hefur hlotið verðlaunin „Samstarfsaðili ársins 2010" hjá Microsoft á alþjóðlegri ráðstefnu Microsoft, WPC 2010, Microsoft Worldwide Partner Conference, sem haldin var í Washington D.C. um miðjan júlí.

Hlutir í N1 eru ekki til sölu

Fjöldi fjárfesta hefur sýnt áhuga á að gerast hluthafi í olíuversluninni N1 en orðið lítið ágengt. Þar á meðal er erlendur fjárfestir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hermann Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, segir hlut í félaginu ekki til sölu og hafi engin breyting orðið á eignarhaldi þess síðastliðin fjögur ár.

Útlán ÍLS hafa dregist saman um 5 milljarða í ár

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu tæpum 2,8 milljörðum króna í júlí en þar af voru um 1,8 milljarðar króna vegna almennra lána. Samtals námu útlán á fyrstu sjö mánuðum ársins 2010 tæpum 14,8 milljörðum króna samanborið við tæplega 19,9 milljarða yfir sama tímabil ársins 2009.

Sjá næstu 50 fréttir