Hlutir í N1 eru ekki til sölu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 11. ágúst 2010 09:36 Hermann Guðmundsson Forstjóri N1 segir fjárfesta hafa sýnt áhuga á kaupum á hlut í félaginu. Ekkert sé til sölu. Markaðurinn/Stefán Fjöldi fjárfesta hefur sýnt áhuga á að gerast hluthafi í olíuversluninni N1 en orðið lítið ágengt. Þar á meðal er erlendur fjárfestir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hermann Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, segir hlut í félaginu ekki til sölu og hafi engin breyting orðið á eignarhaldi þess síðastliðin fjögur ár. Eignarhaldsfélagið BNT er móðurfélag N1. Helming í því eiga bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, löngum kenndir við Engeyjarættina. Hlutinn eiga þeir í gegnum fjárfestingafélögin Mátt og Hafsilfur eignarhaldsfélag. Staða félaganna veiktist verulega eftir bankahrunið, ekki síst eftir að Íslandsbanki tók hlut Máttar í Icelandair Group upp í skuldir í maí í fyrra. Rekstur N1 hefur hins vegar gengið vel þrátt fyrir efnahagsþrengingar en félagið hagnaðist um tæpar 280 milljónir króna í fyrra samanborið við rúmlega 1,1 milljarðs króna tap árið á undan. Á móti hefur félagið verið nokkuð skuldsett síðan BNT yfirtók reksturinn árið 2006. Tilkynnt var til Kauphallarinnar um miðjan júlí að hluti af lánum BNT, móðurfélags N1, sé kominn á gjalddaga og hafi ekki verið greitt af þeim á þessu ári. Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu um þessar mundir. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Íslandsbanki fari óformlega með stjórn N1 í krafti yfirtöku á helmingshlut í BNT. Hermann vísar því á bug. „Ég vil ekkert spá um framtíðina. En ég get þó sagt að allir hluthafar eru þeir sömu og í upphafi árs 2006. Engin teikn eru á lofti um að það breytist á næstu dögum,“ segir hann. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Boðaði til starfsmannafundar Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðaði til starfsmannafundar Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Fjöldi fjárfesta hefur sýnt áhuga á að gerast hluthafi í olíuversluninni N1 en orðið lítið ágengt. Þar á meðal er erlendur fjárfestir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hermann Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, segir hlut í félaginu ekki til sölu og hafi engin breyting orðið á eignarhaldi þess síðastliðin fjögur ár. Eignarhaldsfélagið BNT er móðurfélag N1. Helming í því eiga bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, löngum kenndir við Engeyjarættina. Hlutinn eiga þeir í gegnum fjárfestingafélögin Mátt og Hafsilfur eignarhaldsfélag. Staða félaganna veiktist verulega eftir bankahrunið, ekki síst eftir að Íslandsbanki tók hlut Máttar í Icelandair Group upp í skuldir í maí í fyrra. Rekstur N1 hefur hins vegar gengið vel þrátt fyrir efnahagsþrengingar en félagið hagnaðist um tæpar 280 milljónir króna í fyrra samanborið við rúmlega 1,1 milljarðs króna tap árið á undan. Á móti hefur félagið verið nokkuð skuldsett síðan BNT yfirtók reksturinn árið 2006. Tilkynnt var til Kauphallarinnar um miðjan júlí að hluti af lánum BNT, móðurfélags N1, sé kominn á gjalddaga og hafi ekki verið greitt af þeim á þessu ári. Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu um þessar mundir. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Íslandsbanki fari óformlega með stjórn N1 í krafti yfirtöku á helmingshlut í BNT. Hermann vísar því á bug. „Ég vil ekkert spá um framtíðina. En ég get þó sagt að allir hluthafar eru þeir sömu og í upphafi árs 2006. Engin teikn eru á lofti um að það breytist á næstu dögum,“ segir hann.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Boðaði til starfsmannafundar Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðaði til starfsmannafundar Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira