Viðskipti innlent

SMS skeytasendingar í Eyjum sexfölduðust

Síminn hefur tekið saman fjölda SMS skeyta sem fóru um GSM og 3G senda Símans í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Í tilkynningu frá félaginu segir að SMS sendingar hafi sexfaldast samanborið við venjulega helgi en ef sunnudagurinn er skoðaður sérstaklega má sjá að fjöldi sendra SMS skeyta nífaldaðist miðað við venjulegan sunnudag.

„Þá jókst talumferðin einnig umtalsvert um GSM og 3G senda Símans á svæðinu en þar má merkja fjórföldun á fjölda símtala. Síminn setti upp sérstaka færanlega senda í Herjólfsdal fyrir þjóðhátíð til þess að samskiptin gengju snurðulaust fyrir sig," segir ennfremur en fyrirtækið hefur notað þessa tækni í sumar, eins og undanfarin ár, fyrir hátíðir í bæjum víðs vegar um landið til þess að mæta auknum fólksfjölda og þar með aukinni umferð um sendana tímabundið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×