Icebank gerði kröfu um greiða gegn greiða og FME rannsakar Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. ágúst 2010 18:30 Icebank keypti fjárfestingarfélagið Teig af Runólfi Ágústssyni á annað hundrað milljónir króna gegn því skilyrði að hann notaði söluandvirðið til að fjárfesta í Icebank. Fjármálaeftirlitið er að rannsaka heildarviðskipti með hlutabréf í bankanum nokkur ár aftur í tímann. Runólfur Ágústsson, lögfræðingur sem sagði af sér embætti umboðsmanns skuldara eftir einn dag í embætti, hefur sagt í viðtölum að það hafi verið Sparisjóðabankin sem átti frumkvæði að því að bjóða honum að kaupa hlutabréf í bankanum árið 2007 sem þá starfaði undir heitinu Icebank. Runólfur sagði í viðtali við Kastljós að hann hefði fengið 55 milljóna króna lán hjá Sparisjóði Mýrasýslu til að kaupa félag sem hann síðan seldi Icebank. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta Fjárfestingarfélagið Teigur og var verðið sem Icebank greiddi á annað hundrað milljónir króna. Hið rétta er jafnframt að hann stofnaði sjálfur Fjárfestingarfélagið Teig og félagið var m.a fjármagnað á grundvelli lánsins frá Sparisjóði Mýrasýslu. Samkvæmt sömu heimildum keypti Icebank fjárfestingarfélagið Teig á þessu verði, á annað hundrað milljónir króna, af Runólfi gegn því skilyrði að söluandvirðið yrði notað til að fjárfesta í Icebank. Það eigið fé sem Runólfur lagði inn í eignarhaldsfélagið Obduro ehf., alls hundrað milljónir króna, varð til vegna sölunnar á Teig til Icebank eftir að Runólfur hafði greitt niður lánið við Sparisjóð Mýrasýslu. Fréttastofa fékk þetta staðfest í dag. Eftir söluna á Teig fékk Obduro samtals tvö hundruð milljóna króna lán hjá Byr, Sparisjóðnum í Keflavík og SPRON, sem allir voru að selja hluti sína í Icebank, sem Obduro nýtti síðan til að fjárfesta í hlutabréfum í Icebank og en félagið keyptin bréfin af sparisjóðunum þremur. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, er í fríi í Nevada-fylki Bandaríkjunum þar sem hann er í hestaferð. „Fjármálaeftirlitið er að skoða Sparisjóðabankann, eins og allar þessar föllnu einingar," sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort komið hefðu í ljós tilvik þar sem grunur léki á um markaðsmisnotkun vegna lánveitinga Sparisjóðabankans eða viðskipta með hlutabréf hans sagðist hann ekki geta staðfest það, en sagði að eftirlitið væri að skoða heildarviðskipti með hlutabréf í Sparisjóðabankanum nokkur ár aftur í tímann. Skroll-Viðskipti Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Icebank keypti fjárfestingarfélagið Teig af Runólfi Ágústssyni á annað hundrað milljónir króna gegn því skilyrði að hann notaði söluandvirðið til að fjárfesta í Icebank. Fjármálaeftirlitið er að rannsaka heildarviðskipti með hlutabréf í bankanum nokkur ár aftur í tímann. Runólfur Ágústsson, lögfræðingur sem sagði af sér embætti umboðsmanns skuldara eftir einn dag í embætti, hefur sagt í viðtölum að það hafi verið Sparisjóðabankin sem átti frumkvæði að því að bjóða honum að kaupa hlutabréf í bankanum árið 2007 sem þá starfaði undir heitinu Icebank. Runólfur sagði í viðtali við Kastljós að hann hefði fengið 55 milljóna króna lán hjá Sparisjóði Mýrasýslu til að kaupa félag sem hann síðan seldi Icebank. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta Fjárfestingarfélagið Teigur og var verðið sem Icebank greiddi á annað hundrað milljónir króna. Hið rétta er jafnframt að hann stofnaði sjálfur Fjárfestingarfélagið Teig og félagið var m.a fjármagnað á grundvelli lánsins frá Sparisjóði Mýrasýslu. Samkvæmt sömu heimildum keypti Icebank fjárfestingarfélagið Teig á þessu verði, á annað hundrað milljónir króna, af Runólfi gegn því skilyrði að söluandvirðið yrði notað til að fjárfesta í Icebank. Það eigið fé sem Runólfur lagði inn í eignarhaldsfélagið Obduro ehf., alls hundrað milljónir króna, varð til vegna sölunnar á Teig til Icebank eftir að Runólfur hafði greitt niður lánið við Sparisjóð Mýrasýslu. Fréttastofa fékk þetta staðfest í dag. Eftir söluna á Teig fékk Obduro samtals tvö hundruð milljóna króna lán hjá Byr, Sparisjóðnum í Keflavík og SPRON, sem allir voru að selja hluti sína í Icebank, sem Obduro nýtti síðan til að fjárfesta í hlutabréfum í Icebank og en félagið keyptin bréfin af sparisjóðunum þremur. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, er í fríi í Nevada-fylki Bandaríkjunum þar sem hann er í hestaferð. „Fjármálaeftirlitið er að skoða Sparisjóðabankann, eins og allar þessar föllnu einingar," sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort komið hefðu í ljós tilvik þar sem grunur léki á um markaðsmisnotkun vegna lánveitinga Sparisjóðabankans eða viðskipta með hlutabréf hans sagðist hann ekki geta staðfest það, en sagði að eftirlitið væri að skoða heildarviðskipti með hlutabréf í Sparisjóðabankanum nokkur ár aftur í tímann.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira