Viðskipti innlent

Ársæll og Heiðar vinna að tilboði með stærri fjárfestum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkið fær sennilegast til baka þann pening sem settur var í félagið eftir hrunið. Mynd/ E. Ól.
Ríkið fær sennilegast til baka þann pening sem settur var í félagið eftir hrunið. Mynd/ E. Ól.
Hagfræðingarnir Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells eru í hópi þeirra sem standa að baki tilboði í hlut í Sjóvá. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Heiðar Már hefur hingað til komið fram fyrir hönd hópsins, en félagið hefur verið í söluferli í umtalsverðan tíma. Viðskiptablaðið segir að söluferli á um 40% hlut í félaginu sé langt komið.

Blaðið segir að meðal annarra sem komi að tilboðinu séu systkinin Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir, sem kennd hafi verið við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip í Hafnarfirði. Stærstu fjárfestarnir sem standi að baki tilboðinu séu þó fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, sem Stefnir hf., sjálfstætt fjármálafyrirtæki í eigu Arion banka, hafi verið í forsvari fyrir í söluferlinu. Hlutur fagfjárfestanna yrði um helmingur af fyrrnefndum 40% eða um 20% af heildarhlutafé, miðað við það tilboð sem unnið hafi verið með að undanförnu, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Unnið er að áreiðanleikakönnun á ýmsu er viðkemur félaginu og hafa engir samningar verið undirritaðir enn. Viðskiptablaðið segir að enn hafi ekki náðst sátt um verð en ljóst sé að íslenska ríkið muni varla fá þá rúmu ellefu milljarða til baka sem það setti inn í félagið til þess að tryggja fjárhagsstöðu þess.


Tengdar fréttir

Ríkið gæti tapað milljörðum á Sjóvá

Íslenska ríkið mun hugsanlega tapa miklum fjármunum á sölu Sjóvár, ef ekki fæst rétt verð fyrir fyrirtækið. Ríkissjóður á rúmlega sjötíu prósenta hlut í Sjóvá sem hefur verið í söluferli í nokkra mánuði. Nú stendur einn fjárfestahópur eftir og er söluferlið á lokasprettinum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,53
93
6.528.290
REGINN
0,93
4
8.473
SYN
0,35
3
10.857
ICEAIR
0,34
78
48.966
SKEL
0,28
3
485

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-3,94
4
76.160
VIS
-2,82
15
208.765
MAREL
-2,09
52
552.089
LEQ
-1,54
1
51
REITIR
-1,33
6
31.951
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.