Viðskipti innlent

Glitnir og Byr sameinast síðar í mánuðinum

Lárus Welding er forstjóri Glitnis.
Lárus Welding er forstjóri Glitnis. MYND/GVA

Glitnir og Byr munu sameinast í júlí en viðræður þar um hafa staðið að undanförnu. Það eina sem stendur í vegi fyrir samrunanum samkvæmt heimildum Vísis er að breyta þarf Byr í hlutafélag. Það verður gert á hluthafafundi sem boðaður verður síðar í mánuðinum.

„Þetta er orðrómur á markaði og við viljum ekki tjá okkur um slíkt," sagði Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum bankans við fréttinni.

Samruni Glitnis og Byrs verður annar stóri samrunninn á fjármálamarkaði á Íslandi á stuttum tíma. Fyrr í vikunni var greint frá því að Kaupþing og SPRON hefðu komist að samkomulagi um samruna.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×