Viðskipti innlent

Þýskur banki gefur út krónubréf upp á 3 milljarða kr.

Þýski þróunarbankinn KFW gaf í morgun út krónubréf að upphæð 3 milljarðar kr. Er þetta fyrsta krónubréfaútgáfan frá því í lok febrúar.

Þessi útgáfa vekur upp þá spurningu hvort eitthvað lífsmark sé að komast í gjaldmiðlaskiptamarkaðinn hér sem verið hefur steindauður megnið af árinu.

Alls eru krónubréf að upphæð rúmlega 110 milljarðar kr. á gjalddaga seinni part ársins. Útgáfa KFW í dag eru mjög góðar fréttir því ef engin ný útgáfa kemur á móti þeim sem eru á gjalddaga má reikna með að gengi krónunnar gefi enn meira eftir en ella.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×