Viðskipti innlent

Jón Helgi ræðir samkeppnina við Baug

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jón Helgi Guðmundsson.
Jón Helgi Guðmundsson.

Samkeppnin við Baug og staða timburgeirans í Eystrasaltslöndunum er meðal þess sem ber á góma í hádegisviðtali Markaðarins í dag þegar Sindri Sindrason tekur hús á Jóni Helga Guðmundssyni forstjóra Norvikur.

Þar með er dagskráin þó langt í frá tæmd því Jón Helgi segir að auki frá bankastarfsemi í Rússlandi og Armeníu og spjallar um birgjamál, hagnað fyrirtækisins, Evrópusambandið og evruna að ógleymdri stöðunni hjá BYKO. Þessi málefni og fleiri í hádegisviðtalinu strax að loknum fréttum Stöðvar 2 í hádeginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×