Jón Helgi ræddi birgjamálið og samskiptin við Baug 3. júní 2008 13:42 Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik var í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag. Þar ræddu þeir Sindri Sindrason um Norvik, efnahagsástandið og framtíð fyrirtækisins hér á landi og erlendis. Sindri spurði Jón Helga einnig út í samkepnina hér á landi en hans fyrirtæki keppa við fyrirtæki í eigu Baugs á mörgum sviðum. „En ég á enga sjónvarpsstöð," sagði Jón Helgi kíminn, og vísaði í eignatengsl 365 og Baugs. Jón vildi ekki segja að sambandið á milli þessara tveggja viðskiptablokka væri stirt heldur væri í raun ekki um neitt samband að ræða. „Við erum bara að keppa á þessum harða samkeppnismarkaði." Jón samsinnti því þó að hann hafi verið gagnrýninn á Baug og sérstaklega tengsl þess fyrirtækis við fjölmiðlafyrirtæki. „Ég hef nú oft verið beðinn um að koma að fjölmiðlum en hef af prinssippástæðum sagt að mér fyndist óeðlilegt að aðilar sem eru stórir auglýsendur sem eru stórir á markaði eigi stóran hlut í fjölmiðlum." Jón sagðist telja að eigendur geti því haft áhrif á fjölmiðla sína. „Er fólk ekki húsbóndahollt, og á það ekki að vera það?", spurði Jón. Sindri ræddi einnig við Jón um birgjamálið sem kom upp í síðustu viku þegar verslanir Norvik fóru fram á að lengja greiðslufrest til birgja sinna. Hann sagði ekkert óeðlilegt við þessa tilhöfun. Fyrirtækið væri einungis að fara fram á þetta fyrirkomulag til þess að einfalda greiðsluferlið. Enginn væri neyddur til að fallast á þetta og þeir gætu þá snúið viðskiptum sínum annað. Pétur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Litavers, hefur verið mjög gagnrýninn á þetta fyrirkomulag Norvikur í fjölmiðlum og Jón Helgi minntist á hans þátt í málinu. Hann sagðist hafa látið kanna málið og komið hefði í ljós að Norvik hefði verslað við Litaver fyrir um ellefu þúsund krónur. „Það var borgað skilvíslega, en hins vegar verslaði hann hjá okkur, en hann tók sér töluvert lengri gjaldfrest sjálfur en þessa 60 daga og við þurftum að fá utanaðkomandi aðstoð til að fá hann til að borga." Jón bætti því við að Norvik væri viss um rétt sinn í málinu en hins vegar væri fyrirtækið að láta kanna hvort umfjöllun fjölmiðla upp á síðkastið hafi verið samkvæmt lögum. „En ég tek þetta mál ekkert nærri mér að öðru leyti," sagði Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik var í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag. Þar ræddu þeir Sindri Sindrason um Norvik, efnahagsástandið og framtíð fyrirtækisins hér á landi og erlendis. Sindri spurði Jón Helga einnig út í samkepnina hér á landi en hans fyrirtæki keppa við fyrirtæki í eigu Baugs á mörgum sviðum. „En ég á enga sjónvarpsstöð," sagði Jón Helgi kíminn, og vísaði í eignatengsl 365 og Baugs. Jón vildi ekki segja að sambandið á milli þessara tveggja viðskiptablokka væri stirt heldur væri í raun ekki um neitt samband að ræða. „Við erum bara að keppa á þessum harða samkeppnismarkaði." Jón samsinnti því þó að hann hafi verið gagnrýninn á Baug og sérstaklega tengsl þess fyrirtækis við fjölmiðlafyrirtæki. „Ég hef nú oft verið beðinn um að koma að fjölmiðlum en hef af prinssippástæðum sagt að mér fyndist óeðlilegt að aðilar sem eru stórir auglýsendur sem eru stórir á markaði eigi stóran hlut í fjölmiðlum." Jón sagðist telja að eigendur geti því haft áhrif á fjölmiðla sína. „Er fólk ekki húsbóndahollt, og á það ekki að vera það?", spurði Jón. Sindri ræddi einnig við Jón um birgjamálið sem kom upp í síðustu viku þegar verslanir Norvik fóru fram á að lengja greiðslufrest til birgja sinna. Hann sagði ekkert óeðlilegt við þessa tilhöfun. Fyrirtækið væri einungis að fara fram á þetta fyrirkomulag til þess að einfalda greiðsluferlið. Enginn væri neyddur til að fallast á þetta og þeir gætu þá snúið viðskiptum sínum annað. Pétur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Litavers, hefur verið mjög gagnrýninn á þetta fyrirkomulag Norvikur í fjölmiðlum og Jón Helgi minntist á hans þátt í málinu. Hann sagðist hafa látið kanna málið og komið hefði í ljós að Norvik hefði verslað við Litaver fyrir um ellefu þúsund krónur. „Það var borgað skilvíslega, en hins vegar verslaði hann hjá okkur, en hann tók sér töluvert lengri gjaldfrest sjálfur en þessa 60 daga og við þurftum að fá utanaðkomandi aðstoð til að fá hann til að borga." Jón bætti því við að Norvik væri viss um rétt sinn í málinu en hins vegar væri fyrirtækið að láta kanna hvort umfjöllun fjölmiðla upp á síðkastið hafi verið samkvæmt lögum. „En ég tek þetta mál ekkert nærri mér að öðru leyti," sagði Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira