Viðskipti innlent

Viðskipti hafin eftir seinkun

Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands

Vegna tæknilegra truflana seinkaði opnun markaða í Kauphöll Íslands í morgun sem opnuðu ekki fyrir en kl. 12:30.

Við opnunina hafði gengisvísitalan hækkað um 1,19 prósent og stendur hún í 152,87. Krónan veiktist lítillega.

Gengi í 12 félögum lækkaði. Mest í Icelandair Group sem lækkaði um 6,34 prósent. Lækkunin var 1,9 prósent hjá Eik Banka og 1,61 prósent hjá Landsbanka Íslands.

Aftur á móti hækkaði Century Aluminum Company um 1,88 prósent og Føroya Banka um 0,63 prósent.

Sama vandamál var til staðar á hinum Norðurlöndunum og seinkaði opnun í kauphöllunum í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×