Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega í dag

Við lokun markaðarins í Kauphöllinni í dag hafði úrvalsvísitalan lækkað lítillega frá því í morgun og stóð í 4.690 stigum.

Mesta hækkunin hafði orðið hjá Century Aluminium Company sem hækkaði um 3,71 prósent. Eik Banki hækkaði um rúmlega 2,3 prósent og þá hækkaði gengi annnars vegar Alfesca og SPRON um 0,43 prósent í dag.

Mesta lækkun var á hlutabréfum í Atlantic Petroleum sem lækkaði um 4,39 prósent. Atlantic Airways lækkaði um 3,23 prósent og Føroya Banki um 2,47 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×