Viðskipti innlent

Segir Seðlabankann ná verðbólgumarkmiði sínu á þessu ári

MYND/Heiða
Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir 1,5 prósenta hagvexti á þessu ár og að Seðlabanki Íslands nái strax á þessu ári 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri þjóðahagsspá frá greiningardeildinni.

Þar segir enn fremur að verulega muni draga úr viðskiptahallanum á þessu ári með minni fjárfestingum í hagkerfinu, vaxandi sparnaði, auknum útflutningi og minnkandi innflutningi. Reiknað er með að viðskiptahallinn verði engu að síður 16 prósent af landsframleiðslu á þessu ári en helmingi minni á næsta ári, eða átta prósent sem er þriðjungur af halla ársins 2006.

Þá spáir greiningardeildin því að atvinnuleysi aukist jafnt og þétt næstu ár en telur ólíklegt að það fari mikið yfir þrjú prósent. Segir Glitnir hagvaxtarhorfur góðar og að hagvöxtur verði á bilinu 2,6-3,5 prósent á árunum 2008-2010 en þar er ekki gert ráð fyrir hugsanlegum stóriðjugframkvæmdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×