Fleiri fréttir Átján milljarða vöruskiptahalli Vöruskiptahalli nam átján milljörðum króna í júlí samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur dróst saman um nærri fjórðung og nam sautján milljörðum króna. Flutt var inn fyrir þrjátíu og fimm milljarða króna í mánuðinum. Mest aukning varð á innflutningi á fjárfestingar- og rekstrarvörum. 5.8.2006 08:00 Bréf í Atlas hækka Yfirtökutilboð Avion Group olli tuttugu prósenta hækkun á bréfum Atlas Cold Storage. Gengið er nú hærra en tilboð Avion hljóðaði upp á. 5.8.2006 07:45 Egla tapar 892 milljónum Eignarhaldsfélagið Egla tapaði 892,4 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Egla er að langstærstum hluta í eigu félaga tengdum Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Samskipa. 5.8.2006 07:30 FlyMe óskar eftir þrettán milljörðum Nýtt hlutafé nýtt til kaupa á öðrum flugfélögum. Stjórnendur sænska lággjaldaflugfélagsins FlyMe ætla að leggja það til við hluthafa að hlutafé félagsins verði aukið um þrettán milljarða króna. Tillagan verður lögð fyrir á hluthafafundi í lok mánaðarins. 5.8.2006 07:15 Glitnir kaupir eigin skuldabréf Bankinn vill ávaxta laust fé og lækka endurfjármögnunarþörf næsta árs. 5.8.2006 07:00 ICEX og OMX ræðast við um meira samstarf Getur leitt til samruna íslensku kauphallarinnar við sameiginlegar kauphallir í sex löndum. Horft til samstarfs um skráningu íslenskra félaga á samnorrænan kauphallarlista sem hleypt verður af stokkunum í haust. 5.8.2006 06:45 Mala gull úr laxinum Annar stærsti laxeldis- og fóðurframleiðandi heims, norska félagið Cermaq, hagnaðist um 2,8 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi sem er 150 prósenta betri afkoma en á sama tíma í fyrra. 5.8.2006 06:30 Stórbætt afkoma Alcan Bandaríski álframleiðandinn Alcan hagnaðist um tæpa 32 milljarða íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi og jókst hagnaðurinn um rúman helming milli ára. Tekjur félagsins námu tæpum 434 milljörðum króna á tímabilinu og jukust um sautján prósent milli ára. 5.8.2006 06:15 BTC hagnast meira Búlgarska símafélagið BTC skilaði 3,6 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi, sem er 58 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Alls nam hagnaður BTC 6,8 milljörðum á fyrri árshelmingi. 2.8.2006 07:45 EVE-spilarar CCP verði fleiri en Íslendingar „Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. 2.8.2006 07:30 Heimsferðir færa út kvíarnar Heimsferðir hafa fest kaup á finnsku ferðaskrifstofunni Matka Vekka Group. Kaupverð var ekki uppgefið. Matka Vekka Group er stærsta ferðaskrifstofa Finnlands; hjá fyrirtækinu starfa tæplega þrjú hundruð manns og er áætluð velta á þessu ári rúmir tólf milljarðar króna. 2.8.2006 07:15 Fjörutíu milljarðar í vexti á níutíu dögum Hreinar vaxtatekjur banka á öðrum ársfjórðungi eru helmingur af hreinum vaxtatekjum ársins 2005 2.8.2006 07:15 Hagnast um 31 milljarð á öðrum árshluta Bankarnir skiluðu um 92 milljörðum í hús á fyrri hluta árs. Hreinar rekstrartekjur drógust saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Eignir bankanna nema nú sjöfaldri landsframleiðslu. 2.8.2006 07:00 Icelandair semur við SAS Icelandair hefur samið við SGS, afgreiðslufyrirtæki í eigu SAS, og mun fyrirtækið sjá um alla farþega- og farangursþjónustu fyrir Icelandair á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. 2.8.2006 07:00 KB banki selur Exista Kaupverð 6,1 prósent hlutar er á annan tug milljarða. Forstjóri KB banka telur að með þessu svari bankinn gagnrýni á krosseignarhald. 2.8.2006 06:45 Lágmarksvelta á markaði Úrvalsvísitalan lækkaði í júlí í litlum viðskiptum. Bréf í FL Group lækkuðu mest. 2.8.2006 06:30 Lítill ójöfnuður í launum Mismunur milli tekna ákveðinna launahópa hefur ekki aukist hér á landi undanfarinn áratug. Vægi fjármagnstekna hefur hins vegar margfaldast og safnast þær á fárra hendur. Þetta sýna nýir útreikningar Benedikts Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Talnakönnunar. 2.8.2006 06:15 Mesti hagnaður í sögu Glitnis Eini bankinn sem jók hagnað og tekjur á milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Tuttugu milljarða hagnaður á fyrri hluta ársins. 2.8.2006 06:00 Straumur kaupir ráðgjafa í London Straumur Burðarás hyggst opna útibú í London. Fyrstu skrefin að innkomu á breska markaðinn hafa verið stigin með kaupum á helmingshlut í virtu ráðgjafafyrirtæki. 31.7.2006 00:01 EasyJet enn verðmætara Fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur hækkað verðmatsgengi sitt á easyJet úr 360 pensum á hlut í 450 og spáir góðu ferðamannasumri eins og sést berlega á farþegatölum í júní. EasyJet kemur einnig vel út þegar kennitölur stærstu lággjaldaflugfélaganna eru bornar saman. 29.7.2006 07:00 Föroya Sparikassi skilar metafkomu Stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON hagnaðist um 1,5 milljarða króna á fyrri hluta árs. 29.7.2006 06:30 Júníhallinn slær öll met Mikil aukning varð í innflutningi á fjárfestinga- og rekstrarvörum. Samdráttar gætir í útflutningi. 29.7.2006 06:00 Meira selt en keypt Innlendir fjárfestar seldu erlend verðbréf fyrir 6,5 milljarða krónur meira en þeir keyptu í júní. Þetta er 15 milljarða krónu viðsnúningur á þessu fjármagnsflæði frá sama tíma í fyrra, samkvæmt greiningardeild Glitnis banka. 28.7.2006 12:00 Aldrei meiri vöruskiptahalli Vörur voru fluttar út fyrir 22,3 milljarða króna í júní en vörur voru fluttar inn fyrir 38,1 milljarð króna. Vöruskipti vöru því óhagstæð um 15,7 milljarða króna og er það mest vöruskiptahalli í einum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. 28.7.2006 09:21 Grunnafkoma LÍ eykst milli fjórðunga Stjórnendur Landsbankans eru ánægðir með grunnafkomu bankans á fyrri hluta ársins sem skilaði 17,6 milljarða króna hagnaði fyrir skatta, samanborið við 6,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 25 milljörðum fyrstu sex mánuði ársins. Hugtakið grunnafkoma felur í sér að gengishagnaður af verðbréfum er bakfærður en á móti er vaxtamunur, sem nemur kostnaði bankans af því að vera með fjármuni geymda í bréfunum, leiðréttur. Grunnafkoman var töluvert betri á öðrum ársfjórðungi en fyrsta fjórðungi, enda var gengishagnaður neikvæður á öðrum en jákvæður á þeim fyrsta. Bankinn hefur það þó ávallt að markmiði að fjárfesta í hlutabréfum og skuldabréfum. 28.7.2006 06:15 Sáttir við uppgjör Hagnaður Landsbankans 6,1 milljarður á öðrum ársfjórðungi. Verðbólga skilaði mikilli aukningu vaxtatekna á öðrum ársfjórðungi en afkoma af fjármálastarfsemi var neikvæð. Áhersla lögð á fjármögnun með innlánum. 28.7.2006 06:00 Methagnaður hjá Bakkavör Bakkavör Group hf. skilaði 2,8 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og er það eftir 67 prósenta aukning á milli ára. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 2 milljörðum króna sem er 83 prósenta aukning frá sama tíma fyrir ári. 27.7.2006 16:53 Hagnaður Landsbankans 20,4 milljarðar króna Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. 27.7.2006 09:05 Stjóraskipti hjá Icelandic Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri Icelandic France, dótturfyrirtækis Icelandic Group, hefur látið af störfum hjá félaginu. Uppsögnin er samkvæmt samkomulagi og tekur gildi strax, að því er kemur fram í tilkynningu Icelandic Group til Kauphallarinnar. 27.7.2006 07:00 Landsbankinn tekur sambankalán Landsbankinn gekk í gær frá samningi um sambankalán upp á 600 milljón evrur, jafnvirði 54,8 milljarða íslenskra króna. Lánið er til þriggja ára. Að sögn Brynjólfs Helgasonar, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Landsbankans, er lánið annars vegar notað til að ljúka endurfjármögnun þessa árs og til að fylla upp í endurfjármögnun næsta árs. 27.7.2006 06:45 Gott uppgjör KB banka hressti ekki markaðinn Hlutabréf KB banka lækkuðu um 1,5 prósent eftir að bankinn skilaði þriggja milljarða hagnaði umfram spár markaðsaðila. Gríðarlegur vöxtur í hreinum vaxtatekjum en gengistap af hlutabréfum staðreynd. 27.7.2006 06:30 Atlantic til Köben Atlantic Petroleum, færeyska olíufyrirtækið sem skráð er í Kauphöll Íslands, hyggur á samhliða skráningu í Dönsku kauphöllinni. "Reglur kauphallanna í Kaupmannahöfn og Reykjavík eru áþekkar og það hafði mikil áhrif á þá ákvörðun okkar að skrá félagið í Kaupmannahöfn", sagði Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum. 27.7.2006 06:00 Vísitala fasteignaverðs hækkaði í júní Vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 309 stig í síðasta mánuði en það er 0,6 prósenta hækkun frá maí, samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Fasteignaverð hefur hækkað um 13,1 prósent síðastliðna 12 mánuði að jafnaði um 1 prósent undanfarið hálft ár. Hækkunin í júní er undir því meðaltali. 26.7.2006 16:52 Taprekstur hjá Vinnslustöðinni Vinnslustöðin á Neskaupsstað skilaði 368 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er mikil breyting frá sama tímabili í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 463 milljóna króna hagnaði. Þá skilaði félagið 260 milljóna króna tapi á öðrum ársfjórðungi. 26.7.2006 10:19 Hagnaður Kaupþings 31,8 milljarðar króna Hagnaður Kaupþings banka nam 13,0 milljörðum króna á öðrum ársfjóðungi en hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum ársins nemur 31,8 milljörðum króna, sem er 7 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi er hins vegar 700 milljónum krónum minni en fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi er um þremur milljörðum krónum meiri greiningardeildir bankanna höfðu spáð. 26.7.2006 10:01 Actavis eykur við hlutafé Samþykktar voru á hluthafafundi Actavis í gær tvær tillögur í tengslum við fjármögnun væntanlegs yfirtökutilboðs í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Var annars vegar útgáfa nýs hlutafjár að verðmæti um 20 milljarða króna að markaðsvirði samþykkt. Hins vegar var veitt heimild til útgáfu breytiréttar í hlutafé vegna skuldbindinga félagsins samkvæmt lánasamningi fyrir allt að 525 milljónir evra, um 48,7 milljarða króna. Munu handhafar breytiréttar hafa heimild til að breyta kröfum sínum í hlutabréf í Actavis. 26.7.2006 07:45 Intrum undir væntingum Intrum Justitia, alþjóðlega innheimtufyrirtækið sem hefur höfuðstöðvar í Svíþjóð, skilaði um 989 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi. Það er um 28,4 prósenta minni hagnaður en á sama tímabil í fyrra. 26.7.2006 07:15 Neytendur svartsýnir um horfurnar Bjartsýni íslenskra neytenda minnkaði á milli mánaða og hafa þeir ekki verið svartsýnni á ástand og horfur í efnahagsmálum næsta hálfa árið síðan á haustdögum árið 2001. Þetta kemur fram í nýjustu mælingu Gallup á Væntingavísitölunni, sem birt var í gærmorgun. 26.7.2006 07:00 Ósamræmi í túlkun kærunefndar FME telur túlkun kærunefndar á lögum um verðbréfaviðskipti í ósamræmi við framkvæmd á markaði. Niðurstöðunni vísað til dómstóla. 26.7.2006 06:45 Sala stórhýsis gengur vel Fjórtán hæðum hefur verið ráðstafað í stórhýsi Rúmfatalagersins sem nú er í byggingu við Smáratorg í Kópavogi. Meðal leigjenda eru endurskoðunarfyrirtækið Deloitte sem hyggst flytja höfuðstöðvar sínar í bygginguna og KB banki sem hefur tekið frá eina hæð ofarlega í húsinu. Stórhýsið verður hið hæsta á Íslandi, 77,6 metra hátt. Turninn er alls tuttugu hæðir sem hver um sig er 780 fermetrar. Á neðstu tveimur hæðunum er gert ráð fyrir verslunarmiðstöð en veitingahúsi á þeirri efstu. 26.7.2006 06:30 Strax more til Íslands Evrópska dreifingarfyrirtækið Strax more, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra fjárfesta, hefur opnað skrifstofu á Íslandi og boðar 15-40 prósenta verðlækkun á farsímum og farsímabúnaði til endursöluaðila. 26.7.2006 06:30 Tíðindalítið á iSEC Engin viðskipti hafa orðið frá stofnun markaðarins. Kauphallarforstjóri segir erfiðar markaðsaðstæður hafa áhrif á útgefendur en biður menn um að sýna þolinmæði. 26.7.2006 06:15 Valið stendur á milli krónu og ESB-aðildar Fyrirkomulag gengismála leysir ekki hagstjórnarvandann sem við er að glíma að mati Viðskiptaráðs. Ábyrg hagstjórn er forsenda þess að þjóðin geti valið milli krónu og evru. 26.7.2006 06:00 Velta í dagvöruverslun jókst um 5,3 prósent Velta í dagvöruverslun var 5,3 prósentum meiri í júní en á sama tíma í fyrra miðað við fast verðlag. Á hlaupandi verðlagi nam hækkunin 17,5 prósentum á milli ára, samkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar við Bifröst fyrir Samtök verslunar og þjónustu. 24.7.2006 15:14 Uppgjörin að renna í hlað Nokkur af stærstu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands birta uppgjör sín fyrir annan ársfjórðung í vikunni. Greiningardeild Glitnis banka spáir því að hagnaður Kaupþings banka muni nema 10 milljörðum króna, hagnaður Landsbanka Íslands muni nema 3 milljörðum króna en hagnaður Bakkavarar muni verða rúmir 1,6 milljarðar króna. 24.7.2006 10:24 Sjá næstu 50 fréttir
Átján milljarða vöruskiptahalli Vöruskiptahalli nam átján milljörðum króna í júlí samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur dróst saman um nærri fjórðung og nam sautján milljörðum króna. Flutt var inn fyrir þrjátíu og fimm milljarða króna í mánuðinum. Mest aukning varð á innflutningi á fjárfestingar- og rekstrarvörum. 5.8.2006 08:00
Bréf í Atlas hækka Yfirtökutilboð Avion Group olli tuttugu prósenta hækkun á bréfum Atlas Cold Storage. Gengið er nú hærra en tilboð Avion hljóðaði upp á. 5.8.2006 07:45
Egla tapar 892 milljónum Eignarhaldsfélagið Egla tapaði 892,4 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Egla er að langstærstum hluta í eigu félaga tengdum Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Samskipa. 5.8.2006 07:30
FlyMe óskar eftir þrettán milljörðum Nýtt hlutafé nýtt til kaupa á öðrum flugfélögum. Stjórnendur sænska lággjaldaflugfélagsins FlyMe ætla að leggja það til við hluthafa að hlutafé félagsins verði aukið um þrettán milljarða króna. Tillagan verður lögð fyrir á hluthafafundi í lok mánaðarins. 5.8.2006 07:15
Glitnir kaupir eigin skuldabréf Bankinn vill ávaxta laust fé og lækka endurfjármögnunarþörf næsta árs. 5.8.2006 07:00
ICEX og OMX ræðast við um meira samstarf Getur leitt til samruna íslensku kauphallarinnar við sameiginlegar kauphallir í sex löndum. Horft til samstarfs um skráningu íslenskra félaga á samnorrænan kauphallarlista sem hleypt verður af stokkunum í haust. 5.8.2006 06:45
Mala gull úr laxinum Annar stærsti laxeldis- og fóðurframleiðandi heims, norska félagið Cermaq, hagnaðist um 2,8 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi sem er 150 prósenta betri afkoma en á sama tíma í fyrra. 5.8.2006 06:30
Stórbætt afkoma Alcan Bandaríski álframleiðandinn Alcan hagnaðist um tæpa 32 milljarða íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi og jókst hagnaðurinn um rúman helming milli ára. Tekjur félagsins námu tæpum 434 milljörðum króna á tímabilinu og jukust um sautján prósent milli ára. 5.8.2006 06:15
BTC hagnast meira Búlgarska símafélagið BTC skilaði 3,6 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi, sem er 58 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Alls nam hagnaður BTC 6,8 milljörðum á fyrri árshelmingi. 2.8.2006 07:45
EVE-spilarar CCP verði fleiri en Íslendingar „Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. 2.8.2006 07:30
Heimsferðir færa út kvíarnar Heimsferðir hafa fest kaup á finnsku ferðaskrifstofunni Matka Vekka Group. Kaupverð var ekki uppgefið. Matka Vekka Group er stærsta ferðaskrifstofa Finnlands; hjá fyrirtækinu starfa tæplega þrjú hundruð manns og er áætluð velta á þessu ári rúmir tólf milljarðar króna. 2.8.2006 07:15
Fjörutíu milljarðar í vexti á níutíu dögum Hreinar vaxtatekjur banka á öðrum ársfjórðungi eru helmingur af hreinum vaxtatekjum ársins 2005 2.8.2006 07:15
Hagnast um 31 milljarð á öðrum árshluta Bankarnir skiluðu um 92 milljörðum í hús á fyrri hluta árs. Hreinar rekstrartekjur drógust saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Eignir bankanna nema nú sjöfaldri landsframleiðslu. 2.8.2006 07:00
Icelandair semur við SAS Icelandair hefur samið við SGS, afgreiðslufyrirtæki í eigu SAS, og mun fyrirtækið sjá um alla farþega- og farangursþjónustu fyrir Icelandair á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. 2.8.2006 07:00
KB banki selur Exista Kaupverð 6,1 prósent hlutar er á annan tug milljarða. Forstjóri KB banka telur að með þessu svari bankinn gagnrýni á krosseignarhald. 2.8.2006 06:45
Lágmarksvelta á markaði Úrvalsvísitalan lækkaði í júlí í litlum viðskiptum. Bréf í FL Group lækkuðu mest. 2.8.2006 06:30
Lítill ójöfnuður í launum Mismunur milli tekna ákveðinna launahópa hefur ekki aukist hér á landi undanfarinn áratug. Vægi fjármagnstekna hefur hins vegar margfaldast og safnast þær á fárra hendur. Þetta sýna nýir útreikningar Benedikts Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Talnakönnunar. 2.8.2006 06:15
Mesti hagnaður í sögu Glitnis Eini bankinn sem jók hagnað og tekjur á milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Tuttugu milljarða hagnaður á fyrri hluta ársins. 2.8.2006 06:00
Straumur kaupir ráðgjafa í London Straumur Burðarás hyggst opna útibú í London. Fyrstu skrefin að innkomu á breska markaðinn hafa verið stigin með kaupum á helmingshlut í virtu ráðgjafafyrirtæki. 31.7.2006 00:01
EasyJet enn verðmætara Fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur hækkað verðmatsgengi sitt á easyJet úr 360 pensum á hlut í 450 og spáir góðu ferðamannasumri eins og sést berlega á farþegatölum í júní. EasyJet kemur einnig vel út þegar kennitölur stærstu lággjaldaflugfélaganna eru bornar saman. 29.7.2006 07:00
Föroya Sparikassi skilar metafkomu Stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON hagnaðist um 1,5 milljarða króna á fyrri hluta árs. 29.7.2006 06:30
Júníhallinn slær öll met Mikil aukning varð í innflutningi á fjárfestinga- og rekstrarvörum. Samdráttar gætir í útflutningi. 29.7.2006 06:00
Meira selt en keypt Innlendir fjárfestar seldu erlend verðbréf fyrir 6,5 milljarða krónur meira en þeir keyptu í júní. Þetta er 15 milljarða krónu viðsnúningur á þessu fjármagnsflæði frá sama tíma í fyrra, samkvæmt greiningardeild Glitnis banka. 28.7.2006 12:00
Aldrei meiri vöruskiptahalli Vörur voru fluttar út fyrir 22,3 milljarða króna í júní en vörur voru fluttar inn fyrir 38,1 milljarð króna. Vöruskipti vöru því óhagstæð um 15,7 milljarða króna og er það mest vöruskiptahalli í einum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. 28.7.2006 09:21
Grunnafkoma LÍ eykst milli fjórðunga Stjórnendur Landsbankans eru ánægðir með grunnafkomu bankans á fyrri hluta ársins sem skilaði 17,6 milljarða króna hagnaði fyrir skatta, samanborið við 6,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 25 milljörðum fyrstu sex mánuði ársins. Hugtakið grunnafkoma felur í sér að gengishagnaður af verðbréfum er bakfærður en á móti er vaxtamunur, sem nemur kostnaði bankans af því að vera með fjármuni geymda í bréfunum, leiðréttur. Grunnafkoman var töluvert betri á öðrum ársfjórðungi en fyrsta fjórðungi, enda var gengishagnaður neikvæður á öðrum en jákvæður á þeim fyrsta. Bankinn hefur það þó ávallt að markmiði að fjárfesta í hlutabréfum og skuldabréfum. 28.7.2006 06:15
Sáttir við uppgjör Hagnaður Landsbankans 6,1 milljarður á öðrum ársfjórðungi. Verðbólga skilaði mikilli aukningu vaxtatekna á öðrum ársfjórðungi en afkoma af fjármálastarfsemi var neikvæð. Áhersla lögð á fjármögnun með innlánum. 28.7.2006 06:00
Methagnaður hjá Bakkavör Bakkavör Group hf. skilaði 2,8 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og er það eftir 67 prósenta aukning á milli ára. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 2 milljörðum króna sem er 83 prósenta aukning frá sama tíma fyrir ári. 27.7.2006 16:53
Hagnaður Landsbankans 20,4 milljarðar króna Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. 27.7.2006 09:05
Stjóraskipti hjá Icelandic Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri Icelandic France, dótturfyrirtækis Icelandic Group, hefur látið af störfum hjá félaginu. Uppsögnin er samkvæmt samkomulagi og tekur gildi strax, að því er kemur fram í tilkynningu Icelandic Group til Kauphallarinnar. 27.7.2006 07:00
Landsbankinn tekur sambankalán Landsbankinn gekk í gær frá samningi um sambankalán upp á 600 milljón evrur, jafnvirði 54,8 milljarða íslenskra króna. Lánið er til þriggja ára. Að sögn Brynjólfs Helgasonar, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Landsbankans, er lánið annars vegar notað til að ljúka endurfjármögnun þessa árs og til að fylla upp í endurfjármögnun næsta árs. 27.7.2006 06:45
Gott uppgjör KB banka hressti ekki markaðinn Hlutabréf KB banka lækkuðu um 1,5 prósent eftir að bankinn skilaði þriggja milljarða hagnaði umfram spár markaðsaðila. Gríðarlegur vöxtur í hreinum vaxtatekjum en gengistap af hlutabréfum staðreynd. 27.7.2006 06:30
Atlantic til Köben Atlantic Petroleum, færeyska olíufyrirtækið sem skráð er í Kauphöll Íslands, hyggur á samhliða skráningu í Dönsku kauphöllinni. "Reglur kauphallanna í Kaupmannahöfn og Reykjavík eru áþekkar og það hafði mikil áhrif á þá ákvörðun okkar að skrá félagið í Kaupmannahöfn", sagði Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum. 27.7.2006 06:00
Vísitala fasteignaverðs hækkaði í júní Vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 309 stig í síðasta mánuði en það er 0,6 prósenta hækkun frá maí, samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Fasteignaverð hefur hækkað um 13,1 prósent síðastliðna 12 mánuði að jafnaði um 1 prósent undanfarið hálft ár. Hækkunin í júní er undir því meðaltali. 26.7.2006 16:52
Taprekstur hjá Vinnslustöðinni Vinnslustöðin á Neskaupsstað skilaði 368 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er mikil breyting frá sama tímabili í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 463 milljóna króna hagnaði. Þá skilaði félagið 260 milljóna króna tapi á öðrum ársfjórðungi. 26.7.2006 10:19
Hagnaður Kaupþings 31,8 milljarðar króna Hagnaður Kaupþings banka nam 13,0 milljörðum króna á öðrum ársfjóðungi en hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum ársins nemur 31,8 milljörðum króna, sem er 7 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi er hins vegar 700 milljónum krónum minni en fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi er um þremur milljörðum krónum meiri greiningardeildir bankanna höfðu spáð. 26.7.2006 10:01
Actavis eykur við hlutafé Samþykktar voru á hluthafafundi Actavis í gær tvær tillögur í tengslum við fjármögnun væntanlegs yfirtökutilboðs í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Var annars vegar útgáfa nýs hlutafjár að verðmæti um 20 milljarða króna að markaðsvirði samþykkt. Hins vegar var veitt heimild til útgáfu breytiréttar í hlutafé vegna skuldbindinga félagsins samkvæmt lánasamningi fyrir allt að 525 milljónir evra, um 48,7 milljarða króna. Munu handhafar breytiréttar hafa heimild til að breyta kröfum sínum í hlutabréf í Actavis. 26.7.2006 07:45
Intrum undir væntingum Intrum Justitia, alþjóðlega innheimtufyrirtækið sem hefur höfuðstöðvar í Svíþjóð, skilaði um 989 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi. Það er um 28,4 prósenta minni hagnaður en á sama tímabil í fyrra. 26.7.2006 07:15
Neytendur svartsýnir um horfurnar Bjartsýni íslenskra neytenda minnkaði á milli mánaða og hafa þeir ekki verið svartsýnni á ástand og horfur í efnahagsmálum næsta hálfa árið síðan á haustdögum árið 2001. Þetta kemur fram í nýjustu mælingu Gallup á Væntingavísitölunni, sem birt var í gærmorgun. 26.7.2006 07:00
Ósamræmi í túlkun kærunefndar FME telur túlkun kærunefndar á lögum um verðbréfaviðskipti í ósamræmi við framkvæmd á markaði. Niðurstöðunni vísað til dómstóla. 26.7.2006 06:45
Sala stórhýsis gengur vel Fjórtán hæðum hefur verið ráðstafað í stórhýsi Rúmfatalagersins sem nú er í byggingu við Smáratorg í Kópavogi. Meðal leigjenda eru endurskoðunarfyrirtækið Deloitte sem hyggst flytja höfuðstöðvar sínar í bygginguna og KB banki sem hefur tekið frá eina hæð ofarlega í húsinu. Stórhýsið verður hið hæsta á Íslandi, 77,6 metra hátt. Turninn er alls tuttugu hæðir sem hver um sig er 780 fermetrar. Á neðstu tveimur hæðunum er gert ráð fyrir verslunarmiðstöð en veitingahúsi á þeirri efstu. 26.7.2006 06:30
Strax more til Íslands Evrópska dreifingarfyrirtækið Strax more, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra fjárfesta, hefur opnað skrifstofu á Íslandi og boðar 15-40 prósenta verðlækkun á farsímum og farsímabúnaði til endursöluaðila. 26.7.2006 06:30
Tíðindalítið á iSEC Engin viðskipti hafa orðið frá stofnun markaðarins. Kauphallarforstjóri segir erfiðar markaðsaðstæður hafa áhrif á útgefendur en biður menn um að sýna þolinmæði. 26.7.2006 06:15
Valið stendur á milli krónu og ESB-aðildar Fyrirkomulag gengismála leysir ekki hagstjórnarvandann sem við er að glíma að mati Viðskiptaráðs. Ábyrg hagstjórn er forsenda þess að þjóðin geti valið milli krónu og evru. 26.7.2006 06:00
Velta í dagvöruverslun jókst um 5,3 prósent Velta í dagvöruverslun var 5,3 prósentum meiri í júní en á sama tíma í fyrra miðað við fast verðlag. Á hlaupandi verðlagi nam hækkunin 17,5 prósentum á milli ára, samkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar við Bifröst fyrir Samtök verslunar og þjónustu. 24.7.2006 15:14
Uppgjörin að renna í hlað Nokkur af stærstu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands birta uppgjör sín fyrir annan ársfjórðung í vikunni. Greiningardeild Glitnis banka spáir því að hagnaður Kaupþings banka muni nema 10 milljörðum króna, hagnaður Landsbanka Íslands muni nema 3 milljörðum króna en hagnaður Bakkavarar muni verða rúmir 1,6 milljarðar króna. 24.7.2006 10:24