Straumur kaupir ráðgjafa í London 31. júlí 2006 00:01 Upphafsskref á breska markaðnum.. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums Burðaráss og Friðrik Jóhannsson forstjóri. Bankinn hefur stiigið fyrsta skrefið á breska markaðnum með kaupum á reyndu og virtu ráðgjafafyrirtæki. Straumur Burðarás fjárfestingarbanki hefur fest kaup á helmingshlut í breska ráðgjarfarfyrirtækinu Stamfort Partners i London. Breska fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir matvæla- og drykkjarvörufyrirtæki og eru þekkt fyrirtæki í þeim geira meðal viðskiptavina þess. Jafnframt hyggst Straumur opna útibú og hefja útlánastarfsemi í London síðar á árinu. Seljaendur eru stofnendur fyrirtækisins og lykilstarfsmenn. Þeir munu allir starfa áfram hjá fyrirtækinu. VIð erum að fara inn á áhugverðan og mikilvægan markað og gerum það með kaupum á sérhæfðu fyrirtæki sem náð hefur frábærum árangri og sjáum möguleika í að samhæfa ráðgjöf og fjármögnun, segir Friðrik Jóhannsson forstjóri Straums Burðaráss Markmið Straums með kaupunum er að koma sér fyrir á breska markaðnum sem er skilgreindur sem einn af kjarnamörkuðum bankans. Guðmundur Þórðarson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans segir seljendurnar sjá eins og Straumur mikil tækifæri í því að tengja saman ráðgjöfina og lánagetu Straums. Þeim finnst spennandi við þessi kaup að geta boðið sínum viðskiptavinum upp á fjölbreyttari þjónustu en þeir geta í dag. Guðmundur segir kaupin lið í þeirri stefnu sem var mörkuð við sameiningu Straums og Burðaráss, þegar stefnan var sett á að bankinn yrði leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Straumur hefur þegar hafið starfsfsemi í Danmörku með því að byggja frá grunni. Hann segir London erfiðan markað þar sem mikil samkeppni ríki. Við völdum því þá leið að kaupa fremur en að byggja upp frá grunni. Það að við kaupum fyrirtæki sem þjónar þessum tilteknu atvinnugreinum, hefur enga merkingu í sjálfu sér. Þeir segja tækifærin liggja í að koma sér fyrir á markaði með öflugu samstarfi og breikka verkefnavalið út frá því. Stjórnendur Stamford Partners hafa áratuga reynslu af ráðgjöf í matvæla og drykkjarvörugeiranum og höfðu fyrir stofnun unnið hjá fjárfestingarbönkum að slíkum verkefnum um árabil. Meðal viðskiptavina má nefna fyrirtæki eins og Northern Foods, Barilla og Cadbury Scweppes. Þeir segja gríðarleg tækifæri í sameiningarverkefnum í matvælageiranum, en markmiðið sé að ná fótfestu á markaðnum og breikka tekjugrunn bankans þannig að hann verði leiðandi fjárfestingarbanki í Norður Evrópu. Stamford Partners er ekki stórt fyrirtæki í sarfsmönnum talið en leiðandi á sínu sviði. Að kröfu seljenda eru ekki gefnar upp tölur um kaupverð og veltu. Þeir segja þó leitun að félagi sem skili jafn miklu á starfsmann og félagið njóti mikillar virðingar og kaupin stryki því Straum Burðaráss verulega á þessum markaði. Hugmyndin að kaupunum hafi komið upp þegar Straumur Burðarás vann með Stamford fyrr á árinu. Innlent Viðskipti Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
Straumur Burðarás fjárfestingarbanki hefur fest kaup á helmingshlut í breska ráðgjarfarfyrirtækinu Stamfort Partners i London. Breska fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir matvæla- og drykkjarvörufyrirtæki og eru þekkt fyrirtæki í þeim geira meðal viðskiptavina þess. Jafnframt hyggst Straumur opna útibú og hefja útlánastarfsemi í London síðar á árinu. Seljaendur eru stofnendur fyrirtækisins og lykilstarfsmenn. Þeir munu allir starfa áfram hjá fyrirtækinu. VIð erum að fara inn á áhugverðan og mikilvægan markað og gerum það með kaupum á sérhæfðu fyrirtæki sem náð hefur frábærum árangri og sjáum möguleika í að samhæfa ráðgjöf og fjármögnun, segir Friðrik Jóhannsson forstjóri Straums Burðaráss Markmið Straums með kaupunum er að koma sér fyrir á breska markaðnum sem er skilgreindur sem einn af kjarnamörkuðum bankans. Guðmundur Þórðarson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans segir seljendurnar sjá eins og Straumur mikil tækifæri í því að tengja saman ráðgjöfina og lánagetu Straums. Þeim finnst spennandi við þessi kaup að geta boðið sínum viðskiptavinum upp á fjölbreyttari þjónustu en þeir geta í dag. Guðmundur segir kaupin lið í þeirri stefnu sem var mörkuð við sameiningu Straums og Burðaráss, þegar stefnan var sett á að bankinn yrði leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Straumur hefur þegar hafið starfsfsemi í Danmörku með því að byggja frá grunni. Hann segir London erfiðan markað þar sem mikil samkeppni ríki. Við völdum því þá leið að kaupa fremur en að byggja upp frá grunni. Það að við kaupum fyrirtæki sem þjónar þessum tilteknu atvinnugreinum, hefur enga merkingu í sjálfu sér. Þeir segja tækifærin liggja í að koma sér fyrir á markaði með öflugu samstarfi og breikka verkefnavalið út frá því. Stjórnendur Stamford Partners hafa áratuga reynslu af ráðgjöf í matvæla og drykkjarvörugeiranum og höfðu fyrir stofnun unnið hjá fjárfestingarbönkum að slíkum verkefnum um árabil. Meðal viðskiptavina má nefna fyrirtæki eins og Northern Foods, Barilla og Cadbury Scweppes. Þeir segja gríðarleg tækifæri í sameiningarverkefnum í matvælageiranum, en markmiðið sé að ná fótfestu á markaðnum og breikka tekjugrunn bankans þannig að hann verði leiðandi fjárfestingarbanki í Norður Evrópu. Stamford Partners er ekki stórt fyrirtæki í sarfsmönnum talið en leiðandi á sínu sviði. Að kröfu seljenda eru ekki gefnar upp tölur um kaupverð og veltu. Þeir segja þó leitun að félagi sem skili jafn miklu á starfsmann og félagið njóti mikillar virðingar og kaupin stryki því Straum Burðaráss verulega á þessum markaði. Hugmyndin að kaupunum hafi komið upp þegar Straumur Burðarás vann með Stamford fyrr á árinu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira