EVE-spilarar CCP verði fleiri en Íslendingar 2. ágúst 2006 07:30 Stefnt að þrjú hundruð þúsund áskrifendum að netleiknum EVE online Hugmyndir um skráningu eru til skoðunar þótt það sé ekki markmið í sjálfu sér. „Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. Fjölgun áskrifenda hefur verið jöfn og stöðug að sögn Hilmars. Um síðustu áramót gerði félagið stóra vélbúnaðaruppfærslu sem hefur gert því kleift að halda utan um þennan vöxt. „Við hreinlega þrefölduðum hestöflin á bak við serverinn okkar. Við getum því tvöfaldað notendahópinn án þess að það valdi okkur sérstökum vandræðum.“ Hilmari sýnist að þegar félagið náði ákveðnum fjölda áskrifenda í netsamfélaginu hafi varan farið að vaxa á eigin skriðþunga. Mikilvægur áfangi náðist þegar fjöldinn fór yfir eitt hundrað þúsund talsins í febrúar síðast liðnum. „Hver nýr áskrifandi lætur þann sem fyrir er fá betri vöru.“ Hilmar leggur á það áherslu að félagið vinni enn að markaðssetningu, viðhaldi og endurbótum á leiknum. Hann er spurður um hvort félagið skoði skráningu á hlutabréfamarkað: „Ef við myndum skrá okkur einhvers staðar þá held ég að Nasdaq yrði fyrir valinu.“ Hann er hræddur um að ef CCP myndi skrá sig á íslenskan markað yrði félagið hið eina sinnar tegundar á markaði, sem gæti orðið erfitt. „Okkar hugmyndir eru þær að Ísland er ekki nógu stórt.“ Hilmar segir að metnaður stjórnenda liggi í því að efla félagið og þá oft á tíðum komi tækifærin til manns. Félagið vill vera tilbúið í verkefni sem skráningu án þess að það sé markmið í sjálfu sér. „Vissulega höfum við verið að haga málum þannig upp á síðkastið að við séum tilbúnir í skráningu ef það verður hagstætt á einhverjum tímapunkti.“ Fram hefur komið að General Catalyst Partners, bandarískur fjárfestingasjóður, hefur verið að falast eftir hlutabréfum í CCP fyrir sex hundruð krónur hlutinn. Gengið er um það bil þrefalt hærra gengi en það var um áramótin eftir því sem næst verður komist. „Innkoma þeirra og Novators [stærsta hluthafans í CCP] fyrr á árinu eru dæmi um auknar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum tæknifyrirtækjum,“ segir Hilmar. Með innkomu þessara stóru aðila eflist hluthafahópur CCP til að takast á við stærri verkefni. Viðskipti Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
„Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. Fjölgun áskrifenda hefur verið jöfn og stöðug að sögn Hilmars. Um síðustu áramót gerði félagið stóra vélbúnaðaruppfærslu sem hefur gert því kleift að halda utan um þennan vöxt. „Við hreinlega þrefölduðum hestöflin á bak við serverinn okkar. Við getum því tvöfaldað notendahópinn án þess að það valdi okkur sérstökum vandræðum.“ Hilmari sýnist að þegar félagið náði ákveðnum fjölda áskrifenda í netsamfélaginu hafi varan farið að vaxa á eigin skriðþunga. Mikilvægur áfangi náðist þegar fjöldinn fór yfir eitt hundrað þúsund talsins í febrúar síðast liðnum. „Hver nýr áskrifandi lætur þann sem fyrir er fá betri vöru.“ Hilmar leggur á það áherslu að félagið vinni enn að markaðssetningu, viðhaldi og endurbótum á leiknum. Hann er spurður um hvort félagið skoði skráningu á hlutabréfamarkað: „Ef við myndum skrá okkur einhvers staðar þá held ég að Nasdaq yrði fyrir valinu.“ Hann er hræddur um að ef CCP myndi skrá sig á íslenskan markað yrði félagið hið eina sinnar tegundar á markaði, sem gæti orðið erfitt. „Okkar hugmyndir eru þær að Ísland er ekki nógu stórt.“ Hilmar segir að metnaður stjórnenda liggi í því að efla félagið og þá oft á tíðum komi tækifærin til manns. Félagið vill vera tilbúið í verkefni sem skráningu án þess að það sé markmið í sjálfu sér. „Vissulega höfum við verið að haga málum þannig upp á síðkastið að við séum tilbúnir í skráningu ef það verður hagstætt á einhverjum tímapunkti.“ Fram hefur komið að General Catalyst Partners, bandarískur fjárfestingasjóður, hefur verið að falast eftir hlutabréfum í CCP fyrir sex hundruð krónur hlutinn. Gengið er um það bil þrefalt hærra gengi en það var um áramótin eftir því sem næst verður komist. „Innkoma þeirra og Novators [stærsta hluthafans í CCP] fyrr á árinu eru dæmi um auknar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum tæknifyrirtækjum,“ segir Hilmar. Með innkomu þessara stóru aðila eflist hluthafahópur CCP til að takast á við stærri verkefni.
Viðskipti Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira