Viðskipti innlent

Hátt vaxtastig tekið að bíta í skuldara

Ingvar Arnarson hjá glitni Háir innlendir vextir og mikil verðbólga eru farin að hafa áhrif á almenning.
Ingvar Arnarson hjá glitni Háir innlendir vextir og mikil verðbólga eru farin að hafa áhrif á almenning.

Ingvar Arnarson, sérfræðingur hjá Glitni, segist efast um að nýlegar vaxtahækkanir erlendis skapi í raun þörf á að hækka vexti hér á landi mikið frekar. Hann reiknar með að Seðlabankinn fari hæst með stýrivexti sína í 13 prósent fyrir árslok en þeir eru nú í 12,25 prósentum.

Að mati Ingvars er ekki eins rík ástæða og ætla mætti til að hækka vexti í takt við þær vaxtahækkanir sem orðið hafa erlendis. "Þeir háu vextir sem ríkja á íslenska markaðnum eru skyndilega farnir að bíta miklu meira í en þeir gerðu áður þar sem aðgangur að erlendum lánum hefur minnkað. Verðbólguskotið sem nú gengur yfir þyngir auk þess greiðslubyrði almennings af lánum og hefur þannig sambærileg áhrif og vaxtahækkun."

Hann segir hins vegar ljóst að ef Seðlabankinn vilji viðhalda vaxtamuninum, sem hefur verið til staðar milli Íslands og útlanda, þá þurfi hann að hækka vexti frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×