Fleiri fréttir

Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt

Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið?

Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með

Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur.

Skraut­legri sögu fé­lags for­stöðu­manns Zu­ism lokið

Einkahlutafélagið RH16 sem var í eigu Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns trúfélagsins Zuism, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Það var meðal annars notað til að taka á móti fjármunum sem Ágúst Arnar er sakaður um að hafa tekið sér úr sjóðum félagsins,

Bein út­sending: Setning Ný­sköpunar­vikunnar 2021

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar.

Shell dæmt til að draga hressi­lega úr út­blæstri

Dómstóll í Haag í Hollandi dæmdi í dag hollenska olíurisann Shell til að draga verulega úr útblæstri sínum á gróðurhúsalofttegundum. Shell á samkvæmt dómunum að draga úr útblæstri félagsins um 45 prósent fyrir árið 2030, miðað við útblástur árið 2019.

Amazon kaupir MGM og James Bond

Amazon hefur gert samning um að kaupa kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM. Þar með er njósnarinn frægi, James Bond, kominn í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. MGM kostar Amazon 8,45 milljarða dala, sem samsvarar um einni billjón króna.

Kaupa helmings­hlut í Lemon

Hagar hf. og eigendur Djús ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á helmingshlut í Djús ehf., sem á og rekur veitingastaði undir merkjum Lemon.

„Hver klukkustund gefur betur í kassann“

Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn.

Kaupa Malbik og völtun

Malbikstöðin og Fagverk hafa keypt Malbik og völtun ehf. sem hefur verið starfrækt í fjörutíu ár.

Uppsagnir hjá Arion banka

Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu.

„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“

Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið.

Stjórn ÍFF stígur fram að kröfu Play

„Ég skal vera fyrstur til að viður­kenna það að þetta er afar ó­heppi­legt,“ sagði Birgir Jóns­son, for­stjóri Play í sam­tali við Vísi í dag um það að Ís­lenska flug­stétta­fé­lagið (ÍFF) hafi ekki viljað gefa upp hverjir skrifuðu undir kjara­samninga við Play fyrir fé­lagið. 

Frið­rik kjörinn nýr for­maður BHM

Friðrik Jónsson hefur verið kjörinn nýr formaður Bandalags háskólamanna til tveggja ára í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag.

Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair

Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum.

19 ára með sitt eigið umhverfisvæna framleiðslufyrirtæki

Hulda Fanný Pálsdóttir er 19 ára gömul og búsett í Garðabæ. Þrátt fyrir ungan aldur, er hún búin að stofna fyrirtæki sem heitir AKA og selur töskur sem hún hannar og framleiðir sjálf. Það sem gerir AKA töskurnar sérstakar er að þær eru unnar úr sætisbeltum og leðursætum úr bílum.

Boða rúmlega hundrað manns á námskeið

Á annað hundrað manns, flestir flugfreyjur, hafa verið ráðnir til starfa hjá flugfélaginu Play. Starfsmannanámskeið hefjast á næstu dögum. Forstjóri Play segir engar athugasemdir hafa verið gerðar við kjarasamninga félagsins af hálfu starfsmanna.

Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku.

Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ

Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu.

Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi

Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund.

Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum

Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið.

Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple

Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit.

Ósanngjarnt að bera saman launakjör flugfélaganna

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir ósanngjarnt að bera saman launakjör nýstofnaðs lággjaldaflugfélags við önnur rótgróin flugfélög. Hann segir glærur sem birtar voru í morgun með áformum félagsins um lágan launakostnað eldgamlar og að þær eigi ekkert skylt við það sem félagið sé að gera í dag. Kjarasamningar félagsins séu ekkert til að skammast sín fyrir.

Upp­bygging hjá KR meðal stærri á­fanga í sögu fé­lagsins

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður íþróttafélagsins KR, undirrituðu í hádeginu samning um fyrirhugaða uppbyggingu á KR-svæðinu. Meðal annars á að byggja fjölnota knatthús ásamt því að heildarskipulagi KR-svæðisins á að breyta.

Sig­ríður Hrund nýr for­maður FKA

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og eigandi Vinnupalla, var kosin nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Siguríður Hrund var kosin formaður til tveggja ára og tekur við stöðunni af Huldu Ragnheiði Árnadóttur.

Hljóðbækur Storytel aðgengilegar á Spotify

Áskrifendum Storytel verður brátt gert kleift að hlýða á hljóðbækur sínar á streymisveitunni Spotify. Sænsku tæknirisarnir hafa undirritað samning þess efnis og er áætlað að hægt verði að samtengja veiturnar síðar á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir