Viðskipti erlent

Hljóðbækur Storytel aðgengilegar á Spotify

Eiður Þór Árnason skrifar
Spotify er stærsta tónlistarstreymisveita í heimi og er Storytel ein stærsta hjóðbókaveitan.
Spotify er stærsta tónlistarstreymisveita í heimi og er Storytel ein stærsta hjóðbókaveitan. Samsett

Áskrifendum Storytel verður brátt gert kleift að hlýða á hljóðbækur sínar á streymisveitunni Spotify. Sænsku tæknirisarnir hafa undirritað samning þess efnis og er áætlað að hægt verði að samtengja veiturnar síðar á þessu ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Storytel sem hóf starfsemi hér á landi árið 2018. Að sögn Jonas Tellander, stofnanda og forstjóra Storytel mun samstarfið við Spotify veita áskrifendum hljóðbókaveitunnar greiðari aðgang að úrvali Storytel og um leið hjálpa fyrirtækinu að ná til notenda Spotify sem hafi ekki enn „upplifað galdra hljóðbókanna.“

Courtney Holt, framkvæmdastjóri efnisframleiðslu hjá Spotify segir í tilkynningunni að samstarfið samrýmist því markmið fyrirtækisins að verða helsta hljóðstreymisveita í heimi, hvort sem um er að ræða tónlist, hlaðvörp eða hljóðbækur.


Tengdar fréttir

Samruni Storytel og Forlagsins blásinn af

Ekki verður af fyrirhuguðum samruna Forlagsins og Storytel sem tilkynnt var um í sumar. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu Storytel og Forlagsins, þar sem einnig er greint frá undirritun „langtímasamnings“ milli fyrirtækjanna um dreifingu hljóð- og rafbóka. Teikn voru á lofti um að Samkeppniseftirlitið myndi ekki samþykkja samrunann, að sögn landsstjóra Storytel á Íslandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×