Fleiri fréttir

Hafa ekki upplýsingar um atkvæðisrétt fjórða aðilans

Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í tilkynningu eftirlitsins frá því í dag þar sem greint var frá því að atkvæðisréttur fylgdi ekki með kaupum Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka.

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu.

Rússíbanareið krónunnar

Gjaldeyrishöftin voru afnumin í vikunni. Lauk þar löngum kafla í lífi þjóðar. Höftin voru á sínum tíma neyðarráðstöfun til að koma í veg fyrir hrun krónunnar, og virkuðu glimrandi sem slík.

Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka

Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu.

Ráðherrar ekki ennþá fundið meira vegafé

Rúm vika er frá því ríkisstjórnin fól þeim Benedikt Jóhannessyni og Jóni Gunnarssyni að finna viðbótarfjármagn og kom þá fram að þeir ætluðu að taka nokkra daga í verkefnið.

Þóknanir hlaupa á þremur milljörðum

Á síðustu sex mánuðum námu þóknanir til fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu um þremur milljörðum króna. Formaður Félags fasteignasala segir að samdráttur sé þó í sölu fasteigna, þóknanirnar dreifist víða og fáar eignir í bo

Sjá um flutninga fyrir Secret Solstice

TVG-Zimsen hefur samið um að sjá um alla flutninga fyrir Secret Solstice tónlistarhátíðina sem haldin verður dagana 16. til 18. júní í Reykjavík

Afnám hafta hafi jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs

Matsfyrirtækið Moody‘s metur það sem svo að afnám fjármagnshafta hafi jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs og fjármálageirans en þetta kemur fram í frétt fyrirtækisins frá því fyrr í dag og greint er frá á vef fjármálaráðuneytisins.

Stjórn N1 helst óbreytt

Frestur til að skila inn framboði til stjórnar rann út í gær og komu engin ný framboð fram.

Er Ísland dýrasta land í heimi?

Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi?

ESB samþykkti samruna AT&T og Time Warner

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) samþykkti í gær 85 milljarða dala samruna fjarskiptarisans AT&T Inc. og fjölmiðlafyrirtækisins Time Warner. Fyrirfram var talið að samruninn myndi fljúga í gegn hjá ESB en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna á enn eftir að samþykkja viðskiptin.

H&M auglýsir eftir tískufrömuðum á kassa

Auglýst er eftir söluráðgjöfum í verslanir H&M hér á landi á vefsíðu Capacent í dag. Þar segir að allir starfsmenn sænska fataverslunarrisans þurfi að vera söludrifnir, félagslyndir og jákvæðir tískufrömuðir. Söluráðgjafar þurfi meðal annars að undirbúa útsölur og herferðir, fylgja verklagsreglum H&M, og sinna afgreiðslu á kassa í verslunum fyrirtækisins.

Unnur Míla tekur við af Sigurði hjá Íbúðalánasjóði

Sigurður Jón Björnsson, framkvæmdastjóri fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með 1. apríl. Unnur Míla Þorgeirsdóttir, sjóðstjóri hjá Íbúðalánasjóði, mun taka tímabundið við starfi framkvæmdastjóra fjárstýringar.

Krónan veikst gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum

Íslenska krónan hefur það sem af er degi veikst um rétt tæpt eitt prósent gagnvart sínum helstu viðskiptamyntum. Hefur krónan veikst um eitt prósent gagnvart evru og um 0,1 prósent gagnvart Bandaríkjadollar. Evran stendur nú í 117,9 krónum og dollarinn í 109,9.

Síminn greiðir hluthöfum 276 milljóna arð

Aðalfundur Símans samþykkti í gær tillögu stjórnar fjarskiptafélagsins um að greiddur verði út 275,5 milljóna arður til hluthafa vegna ársins 2016. Það nemur 0,029 krónum á hlut. Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundar fjarskiptafélagsins.

Sjá næstu 50 fréttir