Ríkisstjórnin ætlar að stemma stigu við styrkingu krónunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. mars 2017 20:00 Ríkisstjórnin mun síðar í þessum mánuði kynna aðgerðir til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Fjármálaráðherra segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars koma til skoðunar. Seðlabankastjóri segir að reynist aðgerðir ríkisstjórnarinnar trúverðugar, muni það geta skapað svigrúm til að lækka stýrivexti. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að íslensk útflutningsfyrirtæki væru komin að fótum fram vegna styrkingar krónunnar. Ríkisstjórnin hefur síðustu mánuði haft til skoðunar aðgerðir til að bregðast við þessari styrkingu. Við þá vinnu hefur meðal annars verið unnið á grundvelli niðurstaðna sérfræðihóps sem skilaði greinargerð um samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar til ráðherranefndar um efnahagsmál í byrjun febrúar. Í niðurstöðu hópsins segir um málefni ferðaþjónustunnar að ríkisstjórnin þurfi að taka skýra afstöðu til stýringar, skattlagningar og gjaldtöku.Aukin gjaldtaka í ferðaþjónustu til skoðunarBenedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars til skoðunar. „Ég held að það sé gott fyrir greinina að það komi þá fram skýr afstaða um þessi mál. Það er eðlilegt að men skoði það,” segir Benedikt.Gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða?Önnur leið til að stemma stigu við styrkingu krónunnar er að setja gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða, þ.e. skikka þá með lögum til að fjárfesta ákveðinn hluta af eignum sínum erlendis en fjármálaráðherra segir þetta eina þeirra leiða sem er til skoðunar. „Ég hef rætt við forystumenn lífeyrissjóðanna núna í vikunni og þau eru alveg sammála mér um það að það sé æskilegt að auka erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna,” segir Benedikt. Í dag eru um 22 prósent af heildareignum lífeyrissjóða erlend. „Það má minna á það að það var skýrsla sem þeir gerðu Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson sem að lagði það til að fjárfestingarnar erlendis væru að minnsta kosti 40 prósent. Og ég held að það sé æskilegt að horfa til þess,” segir Benedikt.Aðgerðir kynntar í þessum mánuðiHann segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við styrkingu krónunnar verði kynntar í þessum mánuði.Er ríkisstjórnin samkvæmt þessu að fara að fella gengi krónunnar? „Það er kannski ekki alveg það sama, að stemma stigu við styrkingu og að fella. Þetta er ekki þannig að men geti handstýrt genginu eins og var hægt fyrir einhverjum áratugum,” segir Benedikt.Gæti skapað svigrúm fyrir lægri vöxtumMár Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að trúverðugar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem stuðla að lækkun á gengi krónunnar, til að mynda varðandi ferðaþjónustuna og aga í ríkisfjármálum, gætu skipt sköpum. „Þá getur vel verið að það skapi svigrúm fyrir lægri vöxtum,” segir Már Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Ríkisstjórnin mun síðar í þessum mánuði kynna aðgerðir til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Fjármálaráðherra segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars koma til skoðunar. Seðlabankastjóri segir að reynist aðgerðir ríkisstjórnarinnar trúverðugar, muni það geta skapað svigrúm til að lækka stýrivexti. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að íslensk útflutningsfyrirtæki væru komin að fótum fram vegna styrkingar krónunnar. Ríkisstjórnin hefur síðustu mánuði haft til skoðunar aðgerðir til að bregðast við þessari styrkingu. Við þá vinnu hefur meðal annars verið unnið á grundvelli niðurstaðna sérfræðihóps sem skilaði greinargerð um samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar til ráðherranefndar um efnahagsmál í byrjun febrúar. Í niðurstöðu hópsins segir um málefni ferðaþjónustunnar að ríkisstjórnin þurfi að taka skýra afstöðu til stýringar, skattlagningar og gjaldtöku.Aukin gjaldtaka í ferðaþjónustu til skoðunarBenedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars til skoðunar. „Ég held að það sé gott fyrir greinina að það komi þá fram skýr afstaða um þessi mál. Það er eðlilegt að men skoði það,” segir Benedikt.Gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða?Önnur leið til að stemma stigu við styrkingu krónunnar er að setja gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða, þ.e. skikka þá með lögum til að fjárfesta ákveðinn hluta af eignum sínum erlendis en fjármálaráðherra segir þetta eina þeirra leiða sem er til skoðunar. „Ég hef rætt við forystumenn lífeyrissjóðanna núna í vikunni og þau eru alveg sammála mér um það að það sé æskilegt að auka erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna,” segir Benedikt. Í dag eru um 22 prósent af heildareignum lífeyrissjóða erlend. „Það má minna á það að það var skýrsla sem þeir gerðu Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson sem að lagði það til að fjárfestingarnar erlendis væru að minnsta kosti 40 prósent. Og ég held að það sé æskilegt að horfa til þess,” segir Benedikt.Aðgerðir kynntar í þessum mánuðiHann segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við styrkingu krónunnar verði kynntar í þessum mánuði.Er ríkisstjórnin samkvæmt þessu að fara að fella gengi krónunnar? „Það er kannski ekki alveg það sama, að stemma stigu við styrkingu og að fella. Þetta er ekki þannig að men geti handstýrt genginu eins og var hægt fyrir einhverjum áratugum,” segir Benedikt.Gæti skapað svigrúm fyrir lægri vöxtumMár Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að trúverðugar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem stuðla að lækkun á gengi krónunnar, til að mynda varðandi ferðaþjónustuna og aga í ríkisfjármálum, gætu skipt sköpum. „Þá getur vel verið að það skapi svigrúm fyrir lægri vöxtum,” segir Már
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira