Ríkisstjórnin ætlar að stemma stigu við styrkingu krónunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. mars 2017 20:00 Ríkisstjórnin mun síðar í þessum mánuði kynna aðgerðir til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Fjármálaráðherra segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars koma til skoðunar. Seðlabankastjóri segir að reynist aðgerðir ríkisstjórnarinnar trúverðugar, muni það geta skapað svigrúm til að lækka stýrivexti. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að íslensk útflutningsfyrirtæki væru komin að fótum fram vegna styrkingar krónunnar. Ríkisstjórnin hefur síðustu mánuði haft til skoðunar aðgerðir til að bregðast við þessari styrkingu. Við þá vinnu hefur meðal annars verið unnið á grundvelli niðurstaðna sérfræðihóps sem skilaði greinargerð um samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar til ráðherranefndar um efnahagsmál í byrjun febrúar. Í niðurstöðu hópsins segir um málefni ferðaþjónustunnar að ríkisstjórnin þurfi að taka skýra afstöðu til stýringar, skattlagningar og gjaldtöku.Aukin gjaldtaka í ferðaþjónustu til skoðunarBenedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars til skoðunar. „Ég held að það sé gott fyrir greinina að það komi þá fram skýr afstaða um þessi mál. Það er eðlilegt að men skoði það,” segir Benedikt.Gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða?Önnur leið til að stemma stigu við styrkingu krónunnar er að setja gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða, þ.e. skikka þá með lögum til að fjárfesta ákveðinn hluta af eignum sínum erlendis en fjármálaráðherra segir þetta eina þeirra leiða sem er til skoðunar. „Ég hef rætt við forystumenn lífeyrissjóðanna núna í vikunni og þau eru alveg sammála mér um það að það sé æskilegt að auka erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna,” segir Benedikt. Í dag eru um 22 prósent af heildareignum lífeyrissjóða erlend. „Það má minna á það að það var skýrsla sem þeir gerðu Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson sem að lagði það til að fjárfestingarnar erlendis væru að minnsta kosti 40 prósent. Og ég held að það sé æskilegt að horfa til þess,” segir Benedikt.Aðgerðir kynntar í þessum mánuðiHann segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við styrkingu krónunnar verði kynntar í þessum mánuði.Er ríkisstjórnin samkvæmt þessu að fara að fella gengi krónunnar? „Það er kannski ekki alveg það sama, að stemma stigu við styrkingu og að fella. Þetta er ekki þannig að men geti handstýrt genginu eins og var hægt fyrir einhverjum áratugum,” segir Benedikt.Gæti skapað svigrúm fyrir lægri vöxtumMár Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að trúverðugar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem stuðla að lækkun á gengi krónunnar, til að mynda varðandi ferðaþjónustuna og aga í ríkisfjármálum, gætu skipt sköpum. „Þá getur vel verið að það skapi svigrúm fyrir lægri vöxtum,” segir Már Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Ríkisstjórnin mun síðar í þessum mánuði kynna aðgerðir til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Fjármálaráðherra segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars koma til skoðunar. Seðlabankastjóri segir að reynist aðgerðir ríkisstjórnarinnar trúverðugar, muni það geta skapað svigrúm til að lækka stýrivexti. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að íslensk útflutningsfyrirtæki væru komin að fótum fram vegna styrkingar krónunnar. Ríkisstjórnin hefur síðustu mánuði haft til skoðunar aðgerðir til að bregðast við þessari styrkingu. Við þá vinnu hefur meðal annars verið unnið á grundvelli niðurstaðna sérfræðihóps sem skilaði greinargerð um samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar til ráðherranefndar um efnahagsmál í byrjun febrúar. Í niðurstöðu hópsins segir um málefni ferðaþjónustunnar að ríkisstjórnin þurfi að taka skýra afstöðu til stýringar, skattlagningar og gjaldtöku.Aukin gjaldtaka í ferðaþjónustu til skoðunarBenedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars til skoðunar. „Ég held að það sé gott fyrir greinina að það komi þá fram skýr afstaða um þessi mál. Það er eðlilegt að men skoði það,” segir Benedikt.Gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða?Önnur leið til að stemma stigu við styrkingu krónunnar er að setja gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða, þ.e. skikka þá með lögum til að fjárfesta ákveðinn hluta af eignum sínum erlendis en fjármálaráðherra segir þetta eina þeirra leiða sem er til skoðunar. „Ég hef rætt við forystumenn lífeyrissjóðanna núna í vikunni og þau eru alveg sammála mér um það að það sé æskilegt að auka erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna,” segir Benedikt. Í dag eru um 22 prósent af heildareignum lífeyrissjóða erlend. „Það má minna á það að það var skýrsla sem þeir gerðu Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson sem að lagði það til að fjárfestingarnar erlendis væru að minnsta kosti 40 prósent. Og ég held að það sé æskilegt að horfa til þess,” segir Benedikt.Aðgerðir kynntar í þessum mánuðiHann segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við styrkingu krónunnar verði kynntar í þessum mánuði.Er ríkisstjórnin samkvæmt þessu að fara að fella gengi krónunnar? „Það er kannski ekki alveg það sama, að stemma stigu við styrkingu og að fella. Þetta er ekki þannig að men geti handstýrt genginu eins og var hægt fyrir einhverjum áratugum,” segir Benedikt.Gæti skapað svigrúm fyrir lægri vöxtumMár Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að trúverðugar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem stuðla að lækkun á gengi krónunnar, til að mynda varðandi ferðaþjónustuna og aga í ríkisfjármálum, gætu skipt sköpum. „Þá getur vel verið að það skapi svigrúm fyrir lægri vöxtum,” segir Már
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira