Erlendir ferðamenn fara sparlegar með útgjöld sín Sæunn Gísladóttir skrifar 21. mars 2017 11:43 Dregið hefur úr vexti kortaveltu á hvern ferðamann og greinilegt að erlendir ferðamenn fara sparlegar með útgjöld sín en áður var. Vísir/Anton Erlend greiðslukortavelta hér á landi nam 16,8 milljörðum króna í febrúar sem er 27,5 prósent hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Ferðamenn í febrúar voru 47,3 prósent fleiri en í febrúar í fyrra. Dregið hefur úr vexti kortaveltu á hvern ferðamann og greinilegt að erlendir ferðamenn fara sparlegar með útgjöld sín en áður var. Auk gengisáhrifa, sem orsaka þessa þróun, hafa orðið verðlagshækkanir í krónum talið á gistingu, veitingaþjónustu og pakkaferðum innanlands. Þrátt fyrir minnkandi vöxt geta ferðaþjónustuaðilar enn vel við unað því umtalsverð aukning er í erlendri kortaveltu þegar á heildina er litið.Ferðamenn draga úr útgjöldumMeðaltalsaukning erlendrar kortaveltu síðustu tólf mánaða var um 56 prósent og því er 27,5 prósent hækkun í febrúar töluvert undir því meðaltali. Þegar horft er til meðaltals- kortaveltu á hvern erlendan ferðamann minnkaði hún um 13,4 prósent frá febrúar í fyrra. Dæmi um útgjaldalið þar sem kortavelta dróst saman á hvern ferðamann er verslun. Hver ferðamaður varði í febrúar 25 prósent lægri upphæð til kaupa í fataverslun en fyrir ári síðan. Þar er fyrst og fremst um að ræða íslenskan útivistafatnað. Einu tegundir verslana þar sem aukning var í veltu á hvern erlendan ferðamann voru tollfrjáls verslun og dagvöruverslun. Ætla má að erlendir ferðamenn færi í auknum mæli kaup sín á mat og drykkjarvöru frá veitingahúsum til verslana með hækkandi verðlagi en forðist kaup í dýrari sérvöruverslunum eins og á íslenskum útivistarfatnaði.Innlend verðhækkun á gistingu og veitingahúsumMinnkandi kortaveltu á hvern erlendan ferðamann má að mestu rekja til styrkingar íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum að því er kemur fram í greiningu RSV. Auk gengisþróunar var verð á gistingu 9,5 prósent hærra, í íslenskum krónum, í febrúar miðað við sama mánuði í fyrra samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Samkvæmt sömu mælingu hækkaði verð á innlendum pakkaferðum um 12,8 prósent á milli ára og verð á veitingahúsum hækkaði um 4,6 prósent. Verð á flugfargjöldum fer hins vegar lækkandi og sem dæmi lækkaði verð á innanlandsflugi um 10,6 prósent.Heildarvelta útlendinga áfram uppáviðÞrátt fyrir að dregið hafi úr vexti á erlendri kortaveltu hér á landi miðað við þann mikla vöxt sem verið hefur síðustu misseri og hver ferðamaður eyði minna en áður var, geta ferðaþjónustuaðilar vel við unað því fjölgun ferðamanna vegur upp hin óhagstæðu áhrif gengis og verðlags. Ferðamenn greiddu í heildina með kortum sínum í febrúar liðlega þrjá milljarða kr. fyrir gistingu sem er um 36 prósent hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Þá nam erlend kortavelta í ýmsa ferðaþjónustu, sem aðallega eru innlendir ferðaskipuleggjendur, 2,8 milljörðum en það er 24 prósent hækkun frá febrúar í fyrra.Ferðamenn frá Sviss greiddu mestEf miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir 113 þús. kr. í febrúar, eða um 11,6 prósent minna en í janúar. Það er um 13,4 prósent lægri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Ferðamenn frá Sviss greiddu að jafnaði hæstar fjárhæðir með greiðslukortum sínum í febrúar eða 188 þús. kr. á hvern ferðamann. Bandaríkjamenn fylgja fast á eftir og eru í öðru sæti með 186 þús. kr. á hvern ferðamann. Kanadamenn koma þar næst með 170 þús. kr. á mann. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta hér á landi nam 16,8 milljörðum króna í febrúar sem er 27,5 prósent hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Ferðamenn í febrúar voru 47,3 prósent fleiri en í febrúar í fyrra. Dregið hefur úr vexti kortaveltu á hvern ferðamann og greinilegt að erlendir ferðamenn fara sparlegar með útgjöld sín en áður var. Auk gengisáhrifa, sem orsaka þessa þróun, hafa orðið verðlagshækkanir í krónum talið á gistingu, veitingaþjónustu og pakkaferðum innanlands. Þrátt fyrir minnkandi vöxt geta ferðaþjónustuaðilar enn vel við unað því umtalsverð aukning er í erlendri kortaveltu þegar á heildina er litið.Ferðamenn draga úr útgjöldumMeðaltalsaukning erlendrar kortaveltu síðustu tólf mánaða var um 56 prósent og því er 27,5 prósent hækkun í febrúar töluvert undir því meðaltali. Þegar horft er til meðaltals- kortaveltu á hvern erlendan ferðamann minnkaði hún um 13,4 prósent frá febrúar í fyrra. Dæmi um útgjaldalið þar sem kortavelta dróst saman á hvern ferðamann er verslun. Hver ferðamaður varði í febrúar 25 prósent lægri upphæð til kaupa í fataverslun en fyrir ári síðan. Þar er fyrst og fremst um að ræða íslenskan útivistafatnað. Einu tegundir verslana þar sem aukning var í veltu á hvern erlendan ferðamann voru tollfrjáls verslun og dagvöruverslun. Ætla má að erlendir ferðamenn færi í auknum mæli kaup sín á mat og drykkjarvöru frá veitingahúsum til verslana með hækkandi verðlagi en forðist kaup í dýrari sérvöruverslunum eins og á íslenskum útivistarfatnaði.Innlend verðhækkun á gistingu og veitingahúsumMinnkandi kortaveltu á hvern erlendan ferðamann má að mestu rekja til styrkingar íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum að því er kemur fram í greiningu RSV. Auk gengisþróunar var verð á gistingu 9,5 prósent hærra, í íslenskum krónum, í febrúar miðað við sama mánuði í fyrra samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Samkvæmt sömu mælingu hækkaði verð á innlendum pakkaferðum um 12,8 prósent á milli ára og verð á veitingahúsum hækkaði um 4,6 prósent. Verð á flugfargjöldum fer hins vegar lækkandi og sem dæmi lækkaði verð á innanlandsflugi um 10,6 prósent.Heildarvelta útlendinga áfram uppáviðÞrátt fyrir að dregið hafi úr vexti á erlendri kortaveltu hér á landi miðað við þann mikla vöxt sem verið hefur síðustu misseri og hver ferðamaður eyði minna en áður var, geta ferðaþjónustuaðilar vel við unað því fjölgun ferðamanna vegur upp hin óhagstæðu áhrif gengis og verðlags. Ferðamenn greiddu í heildina með kortum sínum í febrúar liðlega þrjá milljarða kr. fyrir gistingu sem er um 36 prósent hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Þá nam erlend kortavelta í ýmsa ferðaþjónustu, sem aðallega eru innlendir ferðaskipuleggjendur, 2,8 milljörðum en það er 24 prósent hækkun frá febrúar í fyrra.Ferðamenn frá Sviss greiddu mestEf miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir 113 þús. kr. í febrúar, eða um 11,6 prósent minna en í janúar. Það er um 13,4 prósent lægri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Ferðamenn frá Sviss greiddu að jafnaði hæstar fjárhæðir með greiðslukortum sínum í febrúar eða 188 þús. kr. á hvern ferðamann. Bandaríkjamenn fylgja fast á eftir og eru í öðru sæti með 186 þús. kr. á hvern ferðamann. Kanadamenn koma þar næst með 170 þús. kr. á mann.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira