Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að úthlutun byggingarréttar er á þremur stöðum í borginni:
- Í Spönginni í Grafarvogi við Móaveg 2-4, en í nýju skipulagi Spangarinnar er gert ráð fyrir 120 íbúðum í sjö sjálfstæðum eins til fjögurra hæða byggingum sem raðast kringum miðlægan garð.
- Í Úlfarsárdal við Urðarbrunn 33-35 og 130-134. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir 53 íbúðum í tveimur sjálfstæðum byggingum.
- Á Kirkjusandi við Hallgerðargötu er gert ráð fyrir 63 íbúðum á lóðum G og H.
Við uppbygginguna verður horft til hugmynda um Nýju Reykjavíkurhúsin um félagslega blöndun, íbúalýðræði og hönnun. Miðað er við að Félagsbústaðir Reykjavíkurborgar eignist eða fái til úthlutunar að jafnaði 10-20% íbúða í uppbyggingarverkefnum. Íbúðir á skipulagssvæðunum eru fyrir fjölbreyttan hóp íbúa og eru misstórar,“ segir í tilkynningunni.

Áætlunin var þessi:
- árið 2016 verði úthlutað lóðum fyrir 150 íbúðir
- árið 2017 verði úthlutað lóðum fyrir 250 íbúðir
- árið 2018 verði úthlutað lóðum fyrir 300 íbúðir
- árið 2019 verði úthlutað lóðum fyrir 300 íbúðir.