Már Guðmundsson: Útilokar ekki að hverfa úr embætti áður en skipunartíma lýkur Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 13:28 Tilkynnt var um afnám gjaldeyrishafta á blaðamannafundi í síðustu viku. Vísir/Eyþór Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni klára skipunartíma sinn í starfi seðlabankastjóra. Hann vonist þó til þess að geta komist til starfa erlendis á næstunni. Þetta sagði Már í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Már var skipaður í embætti seðlabankastjóra í ágúst 2009 en hann tók við af Davíð Oddssyni sem hafði setið í embætti frá 2005. Hann var endurskipaður til fimm ára í ágúst 2014. Í skipunarbréfi Más vakti þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra athygli á því að hafin væri vinna við heildarendurskoðun laga um Seðlabankann og að sú skoðun gæti haft í för með sér að endurráðið yrði í yfirstjórn bankans. Már sendi frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni. Hann teldi rétt að upplýsa að hann hefði um nokkurra ára skeið haft hug á að skoða möguleikann á að hefja á ný störf erlendis áður en aldursmörk hamli honum um of en hann er 63 ára gamall. Áður en Már tók við embætti seðlabankastjóra gengdi hann starfi aðstoðarframkvæmdarstjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Í yfirlýsingu sinni sagði Már að honum þætti ekki heppilegt að söðla um í starfi nú, í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum en að hans mati á enn eftir að klára mörg stór mál, meðal annars varðandi afnám fjármagnshafta. „Ég hef engan tíma haft til þess að hugsa um þetta á neinn hátt. Kannski kemur hann í framhaldinu. En ég lít líka mjög til þess að það á eftir að klára að setja þessar varúðarreglur sem við töluðum um að ættu að vera hluti af þessum pakka og það á að sama skapi eftir að klára að endurskoða peningastefnuna. Svo verður þetta bara að koma í ljós,“ sagði Már. Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands er seðlabankastjóri skipaður til fimm ára í senn en aðeins er hægt að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Ef Már lætur ekki verða af því að hverfa úr embætti seðlabankastjóra mun skipunartíma hans því ljúka í ágúst 2019. Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni klára skipunartíma sinn í starfi seðlabankastjóra. Hann vonist þó til þess að geta komist til starfa erlendis á næstunni. Þetta sagði Már í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Már var skipaður í embætti seðlabankastjóra í ágúst 2009 en hann tók við af Davíð Oddssyni sem hafði setið í embætti frá 2005. Hann var endurskipaður til fimm ára í ágúst 2014. Í skipunarbréfi Más vakti þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra athygli á því að hafin væri vinna við heildarendurskoðun laga um Seðlabankann og að sú skoðun gæti haft í för með sér að endurráðið yrði í yfirstjórn bankans. Már sendi frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni. Hann teldi rétt að upplýsa að hann hefði um nokkurra ára skeið haft hug á að skoða möguleikann á að hefja á ný störf erlendis áður en aldursmörk hamli honum um of en hann er 63 ára gamall. Áður en Már tók við embætti seðlabankastjóra gengdi hann starfi aðstoðarframkvæmdarstjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Í yfirlýsingu sinni sagði Már að honum þætti ekki heppilegt að söðla um í starfi nú, í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum en að hans mati á enn eftir að klára mörg stór mál, meðal annars varðandi afnám fjármagnshafta. „Ég hef engan tíma haft til þess að hugsa um þetta á neinn hátt. Kannski kemur hann í framhaldinu. En ég lít líka mjög til þess að það á eftir að klára að setja þessar varúðarreglur sem við töluðum um að ættu að vera hluti af þessum pakka og það á að sama skapi eftir að klára að endurskoða peningastefnuna. Svo verður þetta bara að koma í ljós,“ sagði Már. Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands er seðlabankastjóri skipaður til fimm ára í senn en aðeins er hægt að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Ef Már lætur ekki verða af því að hverfa úr embætti seðlabankastjóra mun skipunartíma hans því ljúka í ágúst 2019.
Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira