Fleiri fréttir

Beinn kostnaður 170 milljarðar króna

Kostnaður við fimmtungsniðurfærslu húsnæðislána myndi nema 240 milljörðum króna, eða sem samsvarar fjörutíu prósentum af ríkisútgjöldum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt efnahagsritsins Vísbendingar.

Dekkjasalan - Ný dekk og pólýhúðun

Það tók blaðamann smá tíma að finna Dalshraun 16 í Hafnarfirði þar sem Dekkjasalan ehf. er til húsa. Starfsmenn fyrirtækisins brostu í kampinn þegar blaðamaður tjáði þeim raunir sínar og Valdimar Sigurjónsson forstjóri sagði að gárungarnir kölluðu þetta "Týndahraun".

Icelandair ætlar að fljúga til Newark

Icelandair mun hefja reglulegt áætlunarflug til Newark flugvallar í New York þann 28. október næstkomandi. Flogið verður fjórum sinnum í viku, á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.

Farþegum Icelandair fjölgaði um 22%

Farþegum Icelandair fjölgaði um 22% í mars, samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Kauphallarinnar. Um 145 þúsund farþegar ferðuðust með Icelandair í mánuðinum. Framboð farþegasæta jókst um 31% og var sætanýting 79,3%. Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 26 þúsund í mars sem er fækkun um 11% á milli ára.

Þorskstofninn mælist enn og aftur sterkur

Niðurstöður úr vorralli Hafrannsóknarstofnunar gefa vonir um að þorskkvótinn verði aukinn á næsta fiskveiðiári, samkvæmt mati LÍÚ. Stofnvísitala þorsks á Íslandsmiðum er með því hæsta sem mælst hefur undanfarin 28 ár.

Fjárhagur heimila batnar á milli ára

Heimilum sem auðvelt eiga með að ná endum saman fjölgaði um 4.700 milli áranna 2011 og 2012, samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Aukningin nemur 8,0 prósentum á milli ára. Árið 2012 er fyrsta árið eftir hrun þar sem fjölgar í þessum hópi.

Viðskipti með bréf í VÍS hefjast 24. apríl

Gert er ráð fyrir að viðskipti með hluti Vátryggingafélags Íslands á markaði hefjist 24. apríl næstkomandi, en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara. Á vef VÍS segir að Kauphöllin hafi samþykkt umsókn stjórnar VÍS um að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Samþykkið er háð því að félagið uppfylli skilyrði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í NASDAQ OMX Iceland hf. um dreifingu hlutafjár fyrir skráningardag.

Kröfu sakborninga í al-Thani málinu hafnað

Hæstiréttur vísaði í dag frá kröfu sakborninga í al-Thani málinu um að aðalmeðferð málsins yrði frestað um sex til átta vikur til að verjendum gæifist kostur á að bregðast við nýjum gögnum frá ákærandanum. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnað kröfu sakborninganna.

Bjóða út 60-70 prósenta hlut

Hlutafé Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS) er verðlagt á 17 til 20 milljarða króna í almennu útboði sem stendur 12. til 16. apríl.

Stefna á að byggja 95 íbúðir í Brautarholti

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra sem heimilar Íbúðalánasjóði að veita Félagsstofnun stúdenta 90% lán með 3,5% vöxtum til að byggja 95 íbúðir í Brautarholti 7 í Reykjavík. Áætlaður byggingarkostnaður er 1.400 milljónir króna og nemur lán Íbúðalánasjóðs því 1.260 milljónum króna. Ríkissjóður niðurgreiðir lánið sem nemur mismuninum á 3,5% vöxtum og almennum útlánsvöxtum sjóðsins.

Midi.is komið í eigu 365 miðla

365 miðlar hafa keypt Midi.is. "Við erum afar ánægð með þessa lendingu og þetta á eftir að verða mikið framfararskref fyrir okkur," segir Ólafur Thorarensen, framkvæmdastjóri Midi.is, þegar ljóst er að Samkeppniseftilitið hefur samþykkt kaup 365 miðla á félaginu.

Flokkarnir vilja skoða „danskt“ húsnæðiskerfi

Framtíð húsnæðislána á Íslandi var til umræðu á ráðstefnu sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Íbúðalánasjóður (ÍLS) og Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) stóðu fyrir á Hilton Nordica í gær.

Töluverð aukning ferðamanna frá áramótum

Um 49 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum marsmánuði samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 15 þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2012. Um er að ræða 45,5% aukningu milli ára.

Gistinóttum fjölgaði um 35% í febrúar

Gistinætur á hótelum í febrúar voru 139.900 og fjölgaði um 35% frá febrúar í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru um 82% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 42% frá sama tíma í fyrra. Jafnframt fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 11%.

Tíðniuppboði fyrir 4G formlega lokið

Póst- og fjarskiptastofnun gaf í gær út sjö tíðniheimildir fyrir 4G þjónustu á Íslandi. Þar með er formlega lokið því tíðniuppboði sem hófst á vegum stofnunarinnar þann 11. febrúar síðastliðinn. Þau fyrirtæki sem fengu úthlutaðar tíðnihemilidir voru 365 miðlar, Fjarskipti hf., sem rekur Vodafone, Nova ehf og Síminn.

Sakar Aðalstein um að snúa út úr fyrir sér

Andrés Magnússon sakar Aðalstein Baldursson um að snúa út fyrir sér í umræðu um innflutning á fuglakjöti. Aðspurður sagði Andrés í fréttum RÚV í gær að heimila ætti frjálsan innflutning á kjúklingum. Framleiðslan hér á landi byggði meðal annars á innfluttu vinnuafli.

Bannað að endurselja

Samkvæmt úrskurði dómara í Bandaríkjunum hefur fyrirtækinu ReDigi verið meinað að miðla stafrænni tónlist viðskiptavina sinna í endursölu. Fram kemur á vef BBC að dómarinn, Richard Sullivan, segi „notaða“ stafræna tónlist brjóta á höfundarrétti.

AGS lokar sjoppunni í Riga

Í sumar lokar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) fastaskrifstofu sinni í Riga í Lettlandi. Fram kemur í tilkynningu að lokunin haldist í hendur við lok skipunartíma Davids Moore, fulltrúa sjóðsins ytra.

Vill að Andrés biðjist afsökunar

Aðalsteinn Á Baldursson, formaður Framsýnar, undrast ummæli Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Aðspurður sagði Aðalsteinn í fréttum RÚV í gær að heimila ætti frjálsan innflutning á kjúklingum þar sem framleiðslan hér á landi byggði meðal annars á innfluttu vinnuafli. Aðalsteinn segir að þessi ummæli byggi á alvarlegum fordómum í garð þessa fólks. Fyrirtæki á Íslandi hafi þurft að treysta á innflutt vinnuafl til að geta haldið úti starfsemi þar sem ekki hafi fengist vinnuafl á Íslandi.

Komandi samninga ber hæst

Nýr forystumaður kom inn fram á sjónarsviðið í atvinnulífinu þegar Þorsteinn Víglundsson tók við starfi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) um miðjan síðasta mánuð. Hann tók við af Vilhjálmi Egilssyni, sem var ráðinn rektor Háskólans á Bifröst.

Rót vandræðanna rakin til 2004

Starfshópur á vegum velferðarráðuneytisins um framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs skilar áfangaskýrslu 12. þessa mánaðar. „Við ákváðum að setja bara dagsetningu á þetta,“ segir Gunnar Tryggvason, formaður starfshópsins, en til stóð að skila skýrslunni fyrir lok marsmánaðar.

20 milljónir án atvinnu

Meðalatvinnuleysi á evrusvæðinu er komið upp í 12%, samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins.

Framtakssjóðurinn seldi allan hlut sinn í Vodafone

Framtakssjóður Íslands seldi í dag allan hlut sinn í Voice ehf. sem rekur Vodafone. Hluturinn er tæp 20% af öllu hlutafé í Voice og nemur markaðsvirði hans um 2,3 milljörðum króna. Það er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sem keypti hlutinn, eftir því sem fram kemur í tilkynningum til Kauphallarinnar.

Björgólfur Thor hafði betur gegn Vilhjálmi

Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, tapaði gagnaöflunarmáli sem hann höfðaði gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Úrskurðurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vilhjálmur hefur safnað gögn um Landsbankann í þeim tilgangi að undirbúa mögulega hópmálssókn á hendur fyrrverandi eigendum bankans reynist gögn málsins sýna að háttsemi þeirra hafi verið saknæm og bótaskyld.

Lánadrottnar Skipta tapa miklu

Óveðtryggðir lánadrottnar Skipta, móðurfélags Símans, mega búast við því að tapa hátt í 30% af kröfum sínum, samkvæmt mati Arctica Finance hf., ráðgjafa félagsins við endurskipulagningu á fjármálum þess.

Sjá næstu 50 fréttir