Viðskipti innlent

Bensínið lækkar - 247 krónur

Mynd úr safni
Atlantsolía lækkaði eldsneytisverð í morgun og má vænta þess að hin félögin fylgi í kjölfarið.

Bensínlítrinn lækkar nú um tvær krónur og fer niður í 247 krónur og 60 aura og Dísillítrinn lækkar um þrjár krónur og fer niður í 243 krónur.

Bensínið hefur því lækkað um samtals 20 krónur á nokkrum vikum og Dísilolían um 25 krónur.

Miðað við 55 lítra tank í meðal fólksbíl hefur bensínáfyllingin lækkað um ellefu hundruð krónur og Dísilfyllingin um 14 hundruð krónur.

Styrking krónunnar og lækkun á hemsmarkaðsvirði skapar þetta svigrúm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×